Það er næsta víst … Hvað einkennir einkum umfjöllun um íþróttir í íslenskum bókmenntum og fjölmiðlum?

Ritgerð lögð fram til fullnaðar Ph.D.-prófi við Háskóla Íslands í mars 2014.

Leiðbeinendur: Sigurður Konráðsson prófessor HÍ, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor HÍ og HA

Doktorsnefnd: Sigurður Konráðsson prófessor HÍ, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor HÍ og HA, Sigurbjörn Árni Arngrímsson prófessor HÍ

Andmælendur við doktorsvörn: Ásgrímur Angantýsson lektor HA, Ingólfur Vilhjálmur Gíslason dósent HÍ

Heiti þessa doktorsverkefnis er Það er næsta víst ... eftir frægu orðatiltæki höfðingjans í hópi íslenskra íþróttafréttamanna, Bjarna Felixsonar. Markmið þess er að draga saman þekkingu um umfjöllunina í íslensku samfélagi um íþróttir og öðlast innsýn í hana og megineinkenni hennar sem og stöðu íþrótta sem menningarlegs fyrirbæris. Gerð er grein fyrir fræðilegum bakgrunni og stöðu hugvísindalegra rannsókna á íþróttum hérlendis sem erlendis. Aðalrannsóknarspurning verkefnisins er Hvað einkennir einkum umfjöllun um íþróttir í íslenskum bókmenntum og fjölmiðlum? Af aðalspurningunni eru síðan leiddar þrjár undirspurningar: 1) Hvers konar siðrænni hugsun og viðhorfum í íþróttum lýsir íslenskur nútímaskáldskapur? 2) Hvernig er fjallað um íslenskt afreksíþróttafólk á alþjóðavísu í íslenskum prentmiðlum? 3) Hvað einkennir íslenskt íþróttamálfar í fjölmiðlum?

Doktorsritgerð GSæm

978-9935-9548-8-6