Indriði Indriðason - merkasti íslenski miðillinn

Miðilsstörf Indriða Indriðasonar (1883–1912) voru rannsökuð og vandlega prófuð af meðlimum Tilraunafélagsins í Reykjavík. Í samtímaskýrslum er merkilegum huglægum og efnislegum miðilsfyrirbærum hans lýst í smáatriðum frá því að miðilsstörf hans hófust árið 1905 og þar til þeim lauk í júní árið 1909. Þessi fyrirbæri gerðust sum hver í fullri dagsbirtu og voru af margvíslegum toga. Þar má nefna tilfærslu og lyftingu margskonar hluta, húsgagna og miðilsins sjálfs; högg á veggi og smelli í lausu lofti; lyktarfyrirbæri og ljósfyrirbæri; efnisgervingu mannlegra vera; „ósýnilegan“ hljóðfæraleik; hlutir voru færðir til; sjálfstæðar raddir sem sungu stundum af miklum styrk; afefnisgervingu; bæði beina skrift og ósjálfráða skrift miðilsins; og loks tal í miðilstransi.

Sennilega eru til gögn um flestar tegundir þeirra fyrirbæra sem áttu sér stað hjá Indriða og í hvaða röð þau urðu. Til er mikill fjöldi ítarlegra skýrslna frá öllum fimm árum miðilsstarfs hans. Styrkur og fjölbreytni athugaðra fyrirbæra sem honum tengjast virðist svipa til þeirra sem tengjast hinum nafntogaða breska miðli Daniel Dunglas Home (1833– 1886)

Indriði Indriðason