Þúsund mílur að heiman

Nokkrir textar Bobs Dylan

 

Inngangur

Ég tók mig til árið 2000 fyrir áeggjan bernskuvinar míns, Árna Mogens Björnssonar prentsmiðs, og þýddi úrval af textum Bobs Dylans, auk æviágrips hans. Við ætluðum síðan að gefa þetta efni út í litlu hefti, á stærð við hljómdisk, til heiðurs Dylan. Þýðingin er þannig að ég reyndi að endurskapa stemn­ingu og blæ textana sem ljóðræns texta en hirti minna um form, takt og bragarhátt enda ekki ætlaðir til að syngja þá. Textana átti einnig að birta á ensku. Við reyndum mánuðum saman að fá leyfi umboðsmanna Bobs Dylans til að gefa úr þessar þýðingar en fengum loks afsvar þar sem það stangaðist á við hagsmuni einhverra hljómplötuútgefenda hérlendis. Þetta efni er nú birt hér til gamans og vonandi hafa einhverjir aðrir unun af því en við Árni. Fyrst kemur íslenski textinn , svo sá enski. Og æviágripið sem nær aðeins til þess tíma þegar átti að gefa efnið út er aftast. Ég hef lagfært textana örlítið.

 

Óður til Woodys

Hér er ég, þúsund mílur að heiman, og geng eftir vegi sem aðrir menn hafa troðið. Ég horfi á veröldina, fulla af fólki og hlutum, niðursetningum og bændum, prinsum og kóngum.

 

Heill þér, Woody Guthrie, ég orti óð til þín um þennan gamla, skrítna heim sem heldur áfram göngu sinni. Hann virðist veik­ur, er svangur, þreyttur og lúinn. Hann virðist í dauðateygj­unum, þótt hann sé vart fæddur.

 

Komdu sæll, Woody Guthrie, ég veit að þú þekkir allt sem ég tala um og svo ótalmargt fleira. Ég syng þér þennan söng en get ekki sungið þér nóg því að þeir eru ekki margir sem hafa áorkað jafn miklu og þú.

 

Skál fyrir Cisco og Sonny og Leadbelly og öllum þeim góðu mönnum sem áttu samleið með þér. Skál fyrir hjörtum og höndum þeirra manna sem komu með rykinu og eru horfnir með vindinum.

 

Ég fer aftur á morgun, en gæti allt eins farið í dag, eitthvert áfram veginn, einhvern daginn. Að síðustu langar mig til að segja þér að ég hef einnig átt erfiða ferð.

 

Song to Woody

(af plötunni „Bob Dylan“)

 

I'm out here a thousand miles from my home,

Walkin' a road other men have gone down.

I'm seein' your world of people and things,

Your paupers and peasants and princes and kings.

 

Hey, hey Woody Guthrie, I wrote you a song

'Bout a funny ol' world that's a-comin' along.

Seems sick an' it's hungry, it's tired an' it's torn,

 It looks like it's a-dyin' an' it's hardly been born.

 

Hey, Woody Guthrie, but I know that you know

All the things that I'm a-sayin' an' a-many times more.

I'm a-singin' you the song, but I can't sing enough,

'Cause there's not many men that done the things that you've done.

 

Here's to Cisco an' Sonny an' Leadbelly too,

An' to all the good people that traveled with you.

Here's to the hearts and the hands of the men

That come with the dust and are gone with the wind.

 

I'm a-leaving' tomorrow, but I could leave today,

Somewhere down the road someday.

The very last thing that I'd want to do

Is to say I've been hittin' some hard travelin' too.

 

Berst með vindinum

Hve marga vegi verður einn maður að ganga til enda, áður en hann geti kallast karlmaður? Já, og hve mörg höf verður hvít dúfa að sigla, áður en hún sofnar í sandinum? Já, og hversu oft þarf fallbyssukúlan að þjóta, áður en hún verður að eiflífu bönnuð? Svarið, vinur, berst með vindinum. Svarið berst með vindinum.

 

Hversu oft þarf maður að líta til lofts, áður en hann sér til himins? Já, og hversu mörg eyru þarf manninum að vaxa, áður en hann heyrir fólkið gráta? Já, og hversu marga dauðdaga þarf hann til að skilja að allt of margt fólk hefur látist? Svarið, vinur, berst með vindinum. Svarið berst með vindinum.

 

Hversu mörg ár getur fjall verið til, áður en það skolast til sjávar? Já, og hve mörg ár getur mannkynið verið til, áður en því er leyft að vera frjálst? Já, og hversu oft getur einn maður litið undan og þóst ekkert sjá? Svarið, vinur, berst með vindinum. Svarið berst með vindinum.

 

Blowin´ in the Wind

(af plötunni „The Freewheelin« Bob Dylan“)

 

How many roads must a man walk down

Before you call him a man?

Yes, 'n' how many seas must a white dove sail

Before she sleeps in the sand?

Yes, 'n' how many times must the cannon balls fly

Before they're forever banned?

The answer, my friend, is blowin' in the wind,

The answer is blowin' in the wind.

 

How many times must a man look up

Before he can see the sky?

Yes, 'n' how many ears must one man have

Before he can hear people cry?

Yes, 'n' how many deaths will it take till he knows

That too many people have died?

The answer, my friend, is blowin' in the wind,

The answer is blowin' in the wind.

 

How many years can a mountain exist

Before it's washed to the sea?

Yes, 'n' how many years can some people exist

Before they're allowed to be free?

Yes, 'n' how many times can a man turn his head,

Pretending he just doesn't see?

The answer, my friend, is blowin' in the wind,

The answer is blowin' in the wind.

 

Brátt verður steypiregn

Ó, hvar hefurðu verið, bláeygi sonur? Ó, hvar hefurðu verið, kæri ungi sveinn? Ég hef reikað um hlíðar tólf skýhulinna fjalla. Ég hef gengið og skriðið á sex krókóttum þjóðvegum. Ég hef dansað í miðju sjö depurðarskóga. Ég hef staðið frammi fyrir tylft dauðahafa. Ég hef farið tíu þúsund mílur að mynni kirkjugarðs. Brátt verður steypi, verður steypi ... verður steypi­regn.

 

Ó, hvað sástu, bláeygi sonur? Ó, hvað sástu, kæri ungi sveinn? Ég sá nýfætt barn umkringt villiúlfahjörð. Ég sá demöntum skreyttan þjóðveg þar sem enginn var. Ég sá svarta grein sem blóðið draup af. Ég sá herbergi fullt af mönnum með blóði drifna hamra. Ég sá hvítan stiga þakinn vatni. Ég sá tíu þúsund ræðumenn með afhöggnar tungur. Ég sá byssur og beitt sverð í höndum ungra barna. Brátt verður steypi, verður steypi ... verður steypiregn.

 

Ó, hvað heyrðirðu, bláeygi sonur? Ó, hvað heyrðirðu, kæri ungi sveinn? Ég heyrði þrumugný, sem öskraði í viðvörunar­skyni. Ég heyrði brimhljóð í öldu sem gæti drekkt gjörvöllum heiminum. Ég heyrði í hundrað trumbuslögurum með logsára lófa. Ég heyrði tíu þúsundir hvísla en enginn hlustaði. Ég heyrði einn mann svelta en fjöldi fólks hló. Ég heyrði söng skálds sem dó í ræsinu. Ég heyrði í trúði sem grét í trjágöng­unum. Brátt verður steypi, verður steypi ... verður steypiregn.

 

Ó, hvern hittirðu, bláeygi sonur? Ó, hvern hittirðu, kæri ungi sveinn? Ég hitti ungt barn hjá dauðum hesti. Ég hitti hvítan mann á gönguferð með svartan hund. Ég hitti unga konu með brennandi líkama. Ég hitti unga stúlku sem færði mér regnboga. Ég hitti mann sem var lostinn af ást. Ég hitti annan mann sem var sár af hatri. Brátt verður steypi, verður steypi ... verður steypiregn.

 

Ó, hvað ætlarðu nú að gera, bláeygi sonur? Ó, hvað ætlarðu nú að gera, kæri ungi sveinn? Ég ætla aftur af stað áður en regnið tekur að falla. Ég ætla að ganga lengst inn í myrkur hins dimmasta skógar þar sem fólkið er svo margt og hendur þess tómar, þar sem eiturhöglin menga vatn þess, þar sem heimilin í dalnum og rakt skítugt fangelsið mætast, þar sem andlit böðulsins er ávallt vel hulið, þar sem hungrið er ljótt, þar sem sálirnar eru gleymdar, þar sem svart er eini liturinn, þar sem ekkert er eina talan. Og ég mun segja frá því, hugsa það, tala það og anda því og endurvarpa því frá fjöllunum, svo að allar sálir megi sjá það. Síðan stend ég á hafinu þar til ég fer að sökkva. En ég mun þekkja sönginn minn til hlýtar áður en ég fer að syngja hann. Brátt verður steypi, verður steypi ... verður steypiregn.

 

A Hard Rain´s A-Gonna Fall

(af plötunni „The Freewheelin« Bob Dylan“ )

 

Oh, where have you been, my blue-eyed son?

Oh, where have you been, my darling young one?

I've stumbled on the side of twelve misty mountains,

I've walked and I've crawled on six crooked highways,

I've stepped in the middle of seven sad forests,

I've been out in front of a dozen dead oceans,

I've been ten thousand miles in the mouth of a graveyard,

And it's a hard, and it's a hard, it's a hard, and it's a hard,

And it's a hard rain's a-gonna fall.

 

Oh, what did you see, my blue-eyed son?

Oh, what did you see, my darling young one?

I saw a newborn baby with wild wolves all around it

I saw a highway of diamonds with nobody on it,

I saw a black branch with blood that kept drippin',

I saw a room full of men with their hammers a-bleedin',

I saw a white ladder all covered with water,

I saw ten thousand talkers whose tongues were all broken,

I saw guns and sharp swords in the hands of young children,

And it's a hard, and it's a hard, it's a hard, it's a hard,

And it's a hard rain's a-gonna fall.

 

And what did you hear, my blue-eyed son?

And what did you hear, my darling young one?

I heard the sound of a thunder, it roared out a warnin',

Heard the roar of a wave that could drown the whole world,

Heard one hundred drummers whose hands were a-blazin',

Heard ten thousand whisperin' and nobody listenin',

Heard one person starve, I heard many people laughin',

Heard the song of a poet who died in the gutter,

Heard the sound of a clown who cried in the alley,

And it's a hard, and it's a hard, it's a hard, it's a hard,

And it's a hard rain's a-gonna fall.

 

Oh, who did you meet, my blue-eyed son?

Who did you meet, my darling young one?

I met a young child beside a dead pony,

I met a white man who walked a black dog,

I met a young woman whose body was burning,

I met a young girl, she gave me a rainbow,

I met one man who was wounded in love,

I met another man who was wounded with hatred,

And it's a hard, it's a hard, it's a hard, it's a hard,

It's a hard rain's a-gonna fall.

 

Oh, what'll you do now, my blue-eyed son?

Oh, what'll you do now, my darling young one?

I'm a-goin' back out 'fore the rain starts a-fallin',

I'll walk to the depths of the deepest black forest,

Where the people are many and their hands are all empty,

Where the pellets of poison are flooding their waters,

Where the home in the valley meets the damp dirty prison,

Where the executioner's face is always well hidden,

Where hunger is ugly, where souls are forgotten,

Where black is the color, where none is the number,

And I'll tell it and think it and speak it and breathe it,

And reflect it from the mountain so all souls can see it,

Then I'll stand on the ocean until I start sinkin',

But I'll know my song well before I start singin',

And it's a hard, it's a hard, it's a hard, it's a hard,

It's a hard rain's a-gonna fall.

 

Stúlka að norðan

Ef þú átt leið um fegurðina fyrir norðan þar sem vindarnir blása við landamærin mundu þá eftir að skila kveðju til einnar sem þar á heima. Hún var eitt sinn mín sanna ást.

 

Ef þú ferð þar um þegar snjókornin lemjast, þegar árnar frjósa og sumri lýkur gáðu hvort hún er í nógu hlýrri úlpu til að verjast ýlfrandi vindunum.

 

Gáðu fyrir mig hvort hár hennar er slegið, hvort það bylgist niður yfir brjóstin. Gáðu fyrir mig hvort hár hennar er slegið því þannig man ég hana best.

 

Ég velti því fyrir mér hvort hún muni nokkuð eftir mér. Oft hef ég beðið þess í myrkri næturinnar og birtu dagsins.

 

Svo að ef þú átt leið um fegurðina fyrir norðan þar sem vindarnir blása við landamærin mundu eftir að skila kveðju til einnar sem þar á heima. Hún var eitt sinn mín sanna ást.

 

Girl From the North Country

(af plötunni „The Freewheelin´ Bob Dylan“)

 

Well, if you're travelin' in the north country fair,

Where the winds hit heavy on the borderline,

Remember me to one who lives there.

She once was a true love of mine.

 

Well, if you go when the snowflakes storm,

When the rivers freeze and summer ends,

Please see if she's wearing a coat so warm,

To keep her from the howlin' winds.

  

Please see for me if her hair hangs long,

If it rolls and flows all down her breast.

Please see for me if her hair hangs long,

That's the way I remember her best.

 

I'm a-wonderin' if she remembers me at all.

Many times I've often prayed

In the darkness of my night,

In the brightness of my day.

 

So if you're travelin' in the north country fair,

Where the winds hit heavy on the borderline,

Remember me to one who lives there.

She once was a true love of mine.

 

Hugsaðu þig ekki um, þetta er allt í lagi

Það er til einskis að brjóta heilann um hversvegna, ljúfan, það skiptir heldur engu máli. Og það er til einskis að brjóta heilann um hversvegna, ljúfan, ef þú veist það ekki nú þegar. Þegar haninn þinn galar í dagrenningu líttu þá út um gluggann og sjáðu að ég er farinn. Þín vegna held ég áfram ferð minni. Hugsaðu þig ekki um, þetta er allt í lagi.

 

Það er til einskis að kveikja á ljósinu þínu, ljúfan, ljósinu sem ég kynntist aldrei. Og það er til einskis að kveikja á ljósinu þínu, ljúfan, ég er skuggamegin við veginn. Samt vildi ég óska að þú gerðir eða segðir eitthvað til að fá mig til að skipta um skoðun og vera kyrr. Við töluðum svo sem ekki mikið saman, svo að hugsaðu þig ekki um, þetta er allt í lagi.

 

Það er til einskis að kalla nafnið mitt, ljúfan, enda hefur þú aldrei gert það áður. Það er til einskis að kalla nafnið mitt, ljúfan, ég heyri ekki lengur til þín. Á leið minni eftir veginum hugsa ég og grufla - eitt sinn elskaði ég konu, barn að því er mér er sagt. Ég gaf henni hjarta mitt en hún vildi sál mína. En hugsaðu þig ekki um, þetta er allt í lagi.

 

Ég geng eftir löngum, einmanalegum veginum, ljúfan. Hvert ég stefni get ég ekki sagt. En vertu sæl er of góð kveðja, ljúfan, svo að ég segi bara bless. Ég segi ekki að þú hafir komið illa fram við mig, þú hefðir getað gert betur en mér er alveg sama, þú sóaðir bara dýrmætum tíma mínum. En hugsaðu þig ekki um, þetta er allt í lagi.

 

Don´t Think Twice, It´s all Right

(af plötunni „The Freewheelin« Bob Dylan“)

 

It ain't no use to sit and wonder why, babe

It don't matter, anyhow

An' it ain't no use to sit and wonder why, babe

If you don't know by now

When your rooster crows at the break of dawn

Look out your window and I'll be gone

You're the reason I'm trav'lin' on

Don't think twice, it's all right

 

It ain't no use in turnin' on your light, babe

That light I never knowed

An' it ain't no use in turnin' on your light, babe

I'm on the dark side of the road

Still I wish there was somethin' you would do or say

To try and make me change my mind and stay

We never did too much talkin' anyway

So don't think twice, it's all right

 

It ain't no use in callin' out my name, gal

Like you never did before

It ain't no use in callin' out my name, gal

I can't hear you any more

I'm a-thinkin' and a-wond'rin' all the way down the road

I once loved a woman, a child I'm told

I give her my heart but she wanted my soul

But don't think twice, it's all right

 

I'm walkin' down that long, lonesome road, babe

Where I'm bound, I can't tell

But goodbye's too good a word, gal

So I'll just say fare thee well

I ain't sayin' you treated me unkind

You could have done better but I don't mind

You just kinda wasted my precious time

But don't think twice, it's all right.

 

Einmanalegur dauðdagi Hattie Carroll

William Zanzinger drap vesalings Hattie Carroll með göngustaf sem hann sveiflaði með demantskrýddum baugfingri á fínni samkomu á hóteli í Baltimore. Og lögreglumenn voru kallaðir til og vopnið tekið af honum á leið þeirra með hann í gæslu­varðhald á stöðinni. Og þeir kærðu William Zanzinger fyrir morð að yfirlögðu ráði. En þið sem stundið heimspekilegar hugleiðingar um smánina og gagnrýnið allan ótta, takið klútinn frá andlitinu. Nú er ekki rétti tíminn til að gráta.

 

William Zanzinger er aðeins 24 ára gamall en á samt tóbaks­búgarð upp á 600 ekrur og vellauðuga foreldra sem sjá honum fyrir öllu og vernda hann og hann hefur góð sambönd í opin­berum stjórnmálum Marylands. Hann brást við ódæði sínu með því að yppta öxlum, bölva, glotta og fýla grön. Eftir örfáar mínútur gekk hann út sem frjáls maður eftir að lausnarfé hafði verið greitt fyrir hann. En þið sem stundið heimspeki­legar hugleiðingar um smánina og gagnrýnið allan ótta, takið klútinn frá andlitinu. Nú er ekki rétti tíminn til að gráta.

 

Hattie Carroll var vinnukona í eldhúsinu. Hún var 51 árs gömul, móðir 10 barna sem tóku af borðinu og fóru út með ruslið. Og hún hafði aldrei svo mikið sem setið við borðsenda og talaði ekki einu sinni við borðþjónustufólkið sem var ný­búið að hreinsa allan mat af borðinu og tæma öskubakkana á allt annari hæð. Hún var drepin í einu vetfangi, slátrað með göngustaf sem þaut í gegnum loftið þvert yfir herbergið, boðinn og búinn til að eyða öllu göfugu. Og hún hafði aldrei gert William Zanzinger eitt eða neitt. En þið sem stundið heimspeki­legar hugleiðingar um smánina og gagnrýnið allan ótta, takið klútinn frá andlitinu. Nú er ekki rétti tíminn til að gráta.

 

Í hæstvirtum dómssal sló dómarinn hamrinum í púlt sitt til að sýna að allir væru jafnir og dómurinn réttlátur, að ekki væri teygt og togað í strengi lögbókanna, að jafnvel hinir tignu fengju réttláta meðferð, svo fremi verðir laganna hefðu elt þá og náð þeim, - armur laganna ætti sér engin takmörk. Hann starði á manninn sem drap án ástæðu, sem hafði aðeins feng­ið þessa löngun svo skyndilega, og hann talaði í gegnum skikkj­una svo djúpt og af ákveðni og felldi af myndugleik dóm sinn til framkvæmdar og eftirbreytni: William Zanzinger fékk hálfs árs dóm. Ó, þið sem stundið heimspekilegar hugleiðingar um smánina og gagnrýnið allan ótta, setjið klútinn fyrir andlitið því nú er rétti tíminn til að gráta.

 

The Lonesome Death of Hattie Carroll

(af plötunni „The Times They Are A-Changin´“)

 

William Zanzinger killed poor Hattie Carroll

With a cane that he twirled around his diamond ring finger

At a Baltimore hotel society gath'rin'.

And the cops were called in and his weapon took from him

As they rode him in custody down to the station

And booked William Zanzinger for first-degree murder.

But you who philosophize disgrace and criticize all fears,

Take the rag away from your face.

Now ain't the time for your tears.

 

William Zanzinger, who at twenty-four years

Owns a tobacco farm of six hundred acres

With rich wealthy parents who provide and protect him

And high office relations in the politics of Maryland,

Reacted to his deed with a shrug of his shoulders

And swear words and sneering, and his tongue it was snarling,

In a matter of minutes on bail was out walking.

But you who philosophize disgrace and criticize all fears,

Take the rag away from your face.

Now ain't the time for your tears.

 

Hattie Carroll was a maid of the kitchen.

She was fifty-one years old and gave birth to ten children

Who carried the dishes and took out the garbage

And never sat once at the head of the table

And didn't even talk to the people at the table

Who just cleaned up all the food from the table

And emptied the ashtrays on a whole other level,

Got killed by a blow, lay slain by a cane

That sailed through the air and came down through the room,

Doomed and determined to destroy all the gentle.

And she never done nothing to William Zanzinger.

But you who philosophize disgrace and criticize all fears,

Take the rag away from your face.

Now ain't the time for your tears.

 

In the courtroom of honor, the judge pounded his gavel

To show that all's equal and that the courts are on the level

And that the strings in the books ain't pulled and persuaded

And that even the nobles get properly handled

Once that the cops have chased after and caught 'em

And that the ladder of law has no top and no bottom,

Stared at the person who killed for no reason

Who just happened to be feelin' that way without warnin'.

And he spoke through his cloak, most deep and distinguished,

And handed out strongly, for penalty and repentance,

William Zanzinger with a six-month sentence.

Oh, but you who philosophize disgrace and criticize all fears,

Bury the rag deep in your face

For now's the time for your tears.

 

Tímarnir breytast

Safnist saman, gott fólk, hvar sem þið eruð á flakki, og viður­kennið að vötnin umhverfis ykkur hafa vaxið. Sættið ykkur við að brátt verðið þið holdvot. Sé ævi ykkar þess virði að bjarga henni, ættuð þið að leggjast til sunds, annars sökkvið þið eins og steinar því að tímarnir breytast.

 

Komið rithöfundar og gagnrýnendur sem spáið með pennum ykkar. Haldið augunum galopnum, tækifærið gefst ekki aftur. Takið ekki of fljótt til máls, því að hjólið snýst enn og enginn veit á hvers nafni það lendir. Þeir sem tapa núna munu sigra síðar því að tímarnir breytast.

 

Komið, öldungadeildarmenn, þingmenn, sinnið kallinu. Stand­ið ekki í dyragættinni, fyllið ekki gangana. Sá sem meiðist verður sá sem hindrar. Það er bardagi úti og hann geysar enn. Brátt mun hann hrista glugga ykkar og veggi því að tímarnir breytast.

 

Komið, mæður og feður alls staðar að. Gagnrýnið ekki það sem þið getið ekki skilið. Synir ykkar og dætur taka ekki lengur við skipunum ykkar. Gamla brautin ykkar eldist hratt. Farið út af nýju brautunum nema þið getið rétt hjálparhönd því að tímarnir breytast.

 

Komið er að lokum, bölvunin skollin á. Sá sem er hægfara nú verður hraðfara síðar, rétt eins og nútíðin nú verður síðar að fortíð. Reglan er á hröðu undanhaldi og þeir fyrstu nú verða síðastir síðar því að tímarnir breytast.

 

The Times They Are A-Changin«

(af plötunni „The Times They Are A-Changin«“)

 

Come gather 'round people

Wherever you roam

And admit that the waters

Around you have grown

And accept it that soon

You'll be drenched to the bone.

If your time to you

Is worth savin'

Then you better start swimmin'

Or you'll sink like a stone

For the times they are a-changin'.

 

Come writers and critics

Who prophesize with your pen

And keep your eyes wide

The chance won't come again

And don't speak too soon

For the wheel's still in spin

And there's no tellin' who

That it's namin'.

For the loser now

Will be later to win

For the times they are a-changin'.

 

Come senators, congressmen

Please heed the call

Don't stand in the doorway

Don't block up the hall

For he that gets hurt

Will be he who has stalled

There's a battle outside

And it is ragin'.

It'll soon shake your windows

And rattle your walls

For the times they are a-changin'.

 

Come mothers and fathers

Throughout the land

And don't criticize

What you can't understand

Your sons and your daughters

Are beyond your command

Your old road is

Rapidly agin'.

Please get out of the new one

If you can't lend your hand

For the times they are a-changin'.

 

The line it is drawn

The curse it is cast

The slow one now

Will later be fast

As the present now

Will later be past

The order is

Rapidly fadin'.

And the first one now

Will later be last

For the times they are a-changin'.

 

Stígvél úr spænsku leðri

Ó, nú sigli ég burtu, mín eina sanna ást. Ég sigli burt í fyrra­mál­ið. Er eitthvað sem ég get sent þér handan hafsins? Þaðan sem ég lendi?

 

Nei, það er ekkert sem þú getur sent mér, mín eina sanna ást, það er ekkert sem mig langar til að eiga. Flyttu sjálfan þig aðeins óskemmdan til baka handan einmanalegs hafsins.

 

Ó, ég hélt að þig kynni að langa í eitthvað fallegt, gert af silfri eða gulli, annaðhvort úr fjöllum Madridar eða af strönd Barce­lónu.

 

Ó, ætti ég stjörnur dimmustu nátta og demanta djúpasta sjáv­ar mundi ég gefa þá alla í skiptum fyrir sætan koss þinn, því það er allt sem mig langar til að eiga.

 

Kannski verð ég lengi í burtu svo að allt sem ég spyr þig um er þetta: Er eitthvað sem ég get sent þér til að minna þig á mig, til að létta þér stundina?

 

Ó, hvernig geturðu, hvernig geturðu spurt mig aftur? Það fær­ir mér aðeins sorg. Það sama og ég þrái frá þér í dag, þrái ég aftur á morgun.

 

Ég fékk bréf einn einmanalegan dag. Það kom frá skipinu sem hún sigldi með. Í því segir: Ég veit ekki hvenær ég kem aftur. Það veltur á því hvernig mér líður.

 

Jæja, ástin mín, ef þú verður að hugsa þannig, veit ég að hugur þinn er á reiki, veit að hjarta þitt er ekki hjá mér, heldur landinu sem þú stefnir til.

 

Gefðu því gaum, gefðu gaum að vestanvindinum, gefðu gaum að óveðrinu. Og raunar er eitt sem þú gætir sent mér, spænsk stígvél úr spænsku leðri.

 

Boots of Spanish Leather

(af plötunni „The Times They Are A-Changin´“)

 

Oh, I'm sailin' away my own true love,

I'm sailin' away in the morning.

Is there something I can send you from across the sea,

From the place that I'll be landing?

 

No, there's nothin' you can send me, my own true love,

There's nothin' I wish to be ownin'.

Just carry yourself back to me unspoiled,

From across that lonesome ocean.

 

Oh, but I just thought you might want something fine

Made of silver or of golden,

Either from the mountains of Madrid

Or from the coast of Barcelona.

 

Oh, but if I had the stars from the darkest night

And the diamonds from the deepest ocean,

I'd forsake them all for your sweet kiss,

For that's all I'm wishin' to be ownin'.

 

That I might be gone a long time

And it's only that I'm askin',

Is there something I can send you to remember me by,

To make your time more easy passin'.

 

Oh, how can, how can you ask me again,

It only brings me sorrow.

The same thing I want from you today,

I would want again tomorrow.

 

I got a letter on a lonesome day,

It was from her ship a-sailin',

Saying I don't know when I'll be comin' back again,

It depends on how I'm a-feelin'.

 

Well, if you, my love, must think that-a-way,

I'm sure your mind is roamin'.

I'm sure your heart is not with me,

But with the country to where you're goin'.

 

So take heed, take heed of the western wind,

Take heed of the stormy weather.

And yes, there's something you can send back to me,

Spanish boots of Spanish leather.

 

Eirðarlaus kveðja

Ó, allir þessir peningar sem ég sóaði allt mitt líf, hvort sem ég fékk þá með réttu eða röngu. Ég lét þá renna um greipar vina minna til að hnýta saman tímann með handafli. En flöskurnar eru tómar, við höfum tæmt þær allar. Og borðið er fullt og of­hlaðið og á skiltinu á horninu segir að komið sé að lokun­ar­tíma. Ég kveð því og held áfram veginn.

 

Ó, sérhver stúlka sem ég hef snert, ég gerði það ekki til að skaða hana. Og sérhver stúlka sem ég hef sært, ég gerði það ekki af ásettu ráði. En svo að við skiljumst sem vinir og bætum fyrir allt þarftu þinn tíma og verður eftir. Og þar sem fætur mínir hlaupa og beinast brott frá fortíðinni, kveð ég og held áfram brautina.

 

Ó, sérhver óvinur sem ég stóð frammi fyrir, málstaðurinn var þar áður en við birtumst. Og fyrir sérhvern málstað sem ég barðist fyrir, barðist ég án iðrunar eða skammar. En myrkrið deyr þegar tjöldin eru dregin frá og augu einhverra hljóta að mæta dagrenningunni. Og ef ég sé dagsljósið neyðist ég að­eins til að dvelja lengur, svo að ég kveð um nótt og fer.

 

Ó, sérhver hugsun sem hefur bundið hnút í huga mér, ég yrði geðveikur ef ekki mætti leysa hann. En það er ekki til að geta staðið nakinn fyrir óvitandi augum. Fyrir mig og vini mína eru sögur mínar sungnar. En tíminn er ekki hár í loftinu. Samt reiðum við okkur á tímann og orðin eru ekki eign neins sér­staks vinar. Og þótt línan sé rofin, eru það engin endalok alls. Ég kveð aðeins þar til við hittumst aftur.

 

Ó, fölsk klukka reynir að tifa burt tíma minn til að smána mig, rugla og angra. Og skítur slúðursins feykist í andlit mér og rykagnir orðrómsins hylja mig. En sé örin bein og oddurinn hvass, getur hann komist í gegnum rykið, sama hve þykkt það er. Svo að ég tek afstöðu og held áfram að vera ég sjálfur, kveð og læt mér standa á sama.

 

Restless Farewell

(af plötunni „The Times They Are A-Changin´“)

 

Oh all the money that in my whole life I did spend,

Be it mine right or wrongfully,

I let it slip gladly past the hands of my friends

To tie up the time most forcefully.

But the bottles are done,

We've killed each one

And the table's full and overflowed.

And the corner sign

Says it's closing time,

So I'll bid farewell and be down the road.

 

Oh ev'ry girl that ever l've touched,

I did not do it harmfully.

And ev'ry girl that ever I've hurt,

I did not do it knowin'ly.

But to remain as friends and make amends

You need the time and stay behind.

And since my feet are now fast

And point away from the past,

I'll bid farewell and be down the line.

 

Oh ev'ry foe that ever I faced,

The cause was there before we came.

And ev'ry cause that ever I fought,

I fought it full without regret or shame.

But the dark does die

As the curtain is drawn and somebody's eyes

Must meet the dawn.

And if I see the day

I'd only have to stay,

So I'll bid farewell in the night and be gone.

 

Oh, ev'ry thought that's strung a knot in my mind,

I might go insane if it couldn't be sprung.

But it's not to stand naked under unknowin' eyes,

It's for myself and my friends my stories are sung.

But the time ain't tall,

Yet on time you depend and no word is possessed

By no special friend.

And though the line is cut,

It ain't quite the end,

I'll just bid farewell till we meet again.

 

Oh a false clock tries to tick out my time

To disgrace, distract, and bother me.

And the dirt of gossip blows into my face,

And the dust of rumors covers me.

But if the arrow is straight

And the point is slick,

It can pierce through dust no matter how thick.

So I'll make my stand

And remain as I am

And bid farewell and not give a damn.

  

Það er ekki ég, ljúfan

Farðu burt frá glugganum mínum, farðu á þeim hraða sem þú kýst. Ég er ekki sá sem þú vilt, ljúfan, ég er ekki sá sem þú þarft. Þú segist vera að leita að einhverjum sem er aldrei veikur, alltaf sterkur, til að vernda þig og verja hvort sem þú hafir á réttu að standa eða röngu, manni til að opna þér allar dyr. En það er ekki ég, ljúfan. Nei, nei, nei, það er ekki ég, ljúfan. Þú ert ekki að leita að mér, ljúfan.

 

Gakktu létt frá syllunni, ljúfan, gakktu létt á jörðinni. Ég er ekki sá sem þú vilt, ljúfan, ég mun aðeins bregðast þér. Þú segist vera að leita að einhverjum sem lofi að yfirgefa þig aldrei, manni sem vilji loka augum sínum fyrir þig, manni sem vilji loka hjarta sínu, manni sem vilji deyja fyrir þig og jafnvel meira. En það er ekki ég, ljúfan. Nei, nei, nei, það er ekki ég, ljúfan. Þú ert ekki að leita að mér, ljúfan.

 

Hverfðu aftur inn í nóttina, ljúfan. Allt hér inni er gert úr steini. Ekkert bærist hér inni. Og auk þess er ég ekki einn. Þú segist vera að leita að einhverjum, sem muni reisa þig á fætur í hvert sinn sem þú hrasir, manni sem tíni stöðugt blóm og hlýði hverju þínu kalli. Mann sem sé lífstíðar­elskhugi þinn og ekkert annað. En það er ekki ég, ljúfan. Nei, nei, nei, það er ekki ég, ljúfan. Þú ert ekki að leita að mér, ljúfan.

 

It Ain«t Me Babe

(af plötunni „Another Side of Bob Dylan“)

 

Go 'way from my window,

Leave at your own chosen speed.

I'm not the one you want, babe,

I'm not the one you need.

You say you're lookin' for someone

Never weak but always strong,

To protect you an' defend you

Whether you are right or wrong,

Someone to open each and every door,

But it ain't me, babe,

No, no, no, it ain't me, babe,

It ain't me you're lookin' for, babe.

 

Go lightly from the ledge, babe,

Go lightly on the ground.

I'm not the one you want, babe,

I will only let you down.

You say you're lookin' for someone

Who will promise never to part,

Someone to close his eyes for you,

Someone to close his heart,

Someone who will die for you an' more,

But it ain't me, babe,

No, no, no, it ain't me, babe,

It ain't me you're lookin' for, babe.

 

Go melt back into the night, babe,

Everything inside is made of stone.

There's nothing in here moving

An' anyway I'm not alone.

You say you're looking for someone

Who'll pick you up each time you fall,

To gather flowers constantly

An' to come each time you call,

A lover for your life an' nothing more,

But it ain't me, babe,

No, no, no, it ain't me, babe,

It ain't me you're lookin' for, babe.

 

Ballaða í D-moll

Ég elskaði eitt sinn stúlku, hörund hennar var sem brons. Með sakleysi lambsins var hún viðkvæm eins og hindarkálfur. Ég biðlaði til hennar stoltur en nú er hún farin, farin eins og árs­tíðin sem hún tók með sér.

 

Í vorgolu hreif ég hana burt frá móður sinni og systur, þó héldu þær sig nálægt. Allar þjáðust þær vegna mistaka ævi sinnar. Með strengjum sektar sinnar reyndu þær af alefli að leiðbeina okkur.

 

Ég elskaði hina yngri tveggja systra. Skyn hennar var næmt, hún var sú þeirra sem var skapandi. Þar sem hún var stöðugur blóraböggul var auðvelt að skaða hana með afbrýði annarra í kringum sig.

 

Fyrir sníkjusystur hennar bar ég enga virðingu. Hún var fjötruð af eigin leiðindum, eigin metnaði til að vernda. Óteljandi sýnir hinnar speglaði hún sem hækju fyrir sínar eigin uppákomur og umhverfi.

 

Ég hef enga afsökun fyrir því sem ég gerði. Breytingarnar sem ég gekk í gegnum er ekki einu sinni hægt að nota til að afsaka lygarnar sem ég bar á borð í þeirri von að missa hana ekki, hana sem hefði getað orðið draumaástmey allrar ævi minnar.

 

Ómeðvitað hélt ég í hendi mér stórkostlegum gimsteini þótt kjarni hans væri skörðóttur og veitti því ekki athygli að ég var horfinn inn í synd falsks öryggis ástarinnar.

 

Þannig barst ég frá útlínum reiðinnar til tilbúins friðar, tóm­legra svara, radda sem þögðu þar til að við mér blöstu frá leg­steinum skaðans engar spurningar, heldur: Já, en hvað er það, hvað er það sem er í ólagi?

 

Og þannig gerðist það eins og sjá hefði mátt fyrir, tímalaus sprenging drauma ímyndunaraflsins. Á hátindi næturinnar hrundu bæði kóngur og drottning og leystust upp til agna.

 

Vesalings stúlkan! hrópaði systir hennar. Láttu hana í friði. Til fjandans með þig, farðu út! Og ég sneri mér að henni í fullum herklæðum og negldi hana fasta við rústir smæðar hennar.

 

Undir nakinni ljósaperu molnaði gifsið, systir hennar og ég í öskrandi bardaga. Og hún á milli, fórnarlamb óhljóðanna. Brátt niðurbrotin sem barn undir skuggum.

 

Allt er búið, allt er búið, viðurkenndu það, taktu flugið, stundi ég tvisvar og tvisvar sinnum það. Tárin blinduðu mig. Hugur minn var limlestur, ég hljóp út í nóttina og skildi eftir mig ösku ástarinnar.

 

Vindurinn lemur glugga minn, herbergið er rakt. Afsökunar­orðin hef ég ekki fundið enn. Ég hugsa oft til hennar og vona, að hver sá sem hefur hitt hana geri sér fulla grein fyrir því hve dýrmæt hún er.

 

Já, en fangelsisfélagar mínir spyrja: Hversu gott, hversu gott finnst þér að vera frjáls? Og ég svara þeim á dulúðugan hátt: Eru fuglarnir frjálsir frá hlekkjum himinsbrauta?

 

Ballad in Plain D

(af plötunni „Another Side of Bob Dylan“)

 

I once loved a girl, her skin it was bronze.

With the innocence of a lamb, she was gentle like a fawn.

I courted her proudly but now she is gone,

Gone as the season she's taken.

 

Through young summer's breeze, I stole her away

From her mother and sister, though close did they stay.

Each one of them suffering from the failures of their day,

With strings of guilt they tried hard to guide us.

 

Of the two sisters, I loved the young.

With sensitive instincts, she was the creative one.

The constant scapegoat, she was easily undone

By the jealousy of others around her.

 

For her parasite sister, I had no respect,

Bound by her boredom, her pride to protect.

Countless visions of the other she'd reflect

As a crutch for her scenes and her society.

 

Myself, for what I did, I cannot be excused,

The changes I was going through can't even be used,

For the lies that I told her in hopes not to lose

The could-be dream-lover of my lifetime.

 

With unknown consciousness, I possessed in my grip

A magnificent mantelpiece, though its heart being chipped,

Noticing not that I'd already slipped

To a sin of love's false security.

 

From silhouetted anger to manufactured peace,

Answers of emptiness, voice vacancies,

Till the tombstones of damage read me no questions but, "Please,

What's wrong and what's exactly the matter?"

 

And so it did happen like it could have been foreseen,

The timeless explosion of fantasy's dream.

At the peak of the night, the king and the queen

Tumbled all down into pieces.

 

"The tragic figure!" her sister did shout,

"Leave her alone, God damn you, get out!"

And I in my armor, turning about

And nailing her to the ruins of her pettiness.

 

Beneath a bare light bulb the plaster did pound

Her sister and I in a screaming battleground.

And she in between, the victim of sound,

Soon shattered as a child 'neath her shadows.

 

All is gone, all is gone, admit it, take flight.

I gagged twice, doubled, tears blinding my sight.

My mind it was mangled, I ran into the night

Leaving all of love's ashes behind me.

 

The wind knocks my window, the room it is wet.

The words to say I'm sorry, I haven't found yet.

I think of her often and hope whoever she's met

Will be fully aware of how precious she is.

 

Ah, my friends from the prison, they ask unto me,

"How good, how good does it feel to be free?"

And I answer them most mysteriously,

"Are birds free from the chains of the skyway?"

 

Neðanjarðarheimþrárljóð

Johnny er í kjallaranum að blanda meðalið. Ég er uppi á gang­stétt að hugsa um ríkisstjórnina. Maðurinn í rykfrakka, skjöld­ur­inn út, til sýnis. Segist vera með vont kvef, vill láta múta sér. Gættu þín, drengur, það var eitthvað sem þú gerðir, Guð veit hvenær, en þú ert enn að gera það. Flýðu heldur í skjóli húsasunda og leitaðu nýrra vina. Maðurinn með bjarnar­skinns­hattinn í stóru stíunni vill fá ellefu dollaraseðla. Þú átt bara tíu.

 

Maggie kemur snarfætt með andlitið fullt af svörtu sóti, segir að hitinn kveiki plöntur í rúminu. Síminn er hleraður hvort sem er. Maggie segir að margir segi að þau hljóti að blómstra í byrjun maí. Fyrirmæli frá umdæmissaksóknaranum: Gættu þín, drengur, það skiptir ekki máli hvað þú gerðir. Gakktu á tánum. Reyndu ekki það sem ekki má. Haltu þig burtu frá þeim sem halda á slökkvislöngu. Haltu nefinu hreinu. Sjáðu þessi einföldu klæði. Það þarf engan veðurfræðing til að finna hvað­an vindurinn blæs.

 

Vertu veikur, vertu hress, hangsaðu við blekbyttu. Hringdu bjöllu, erfitt að segja hvort eitthvað seljist. Reyndu til þrautar, láttu fangelsa þig, komdu aftur, skrifaðu blindraletur, farðu í steininn, stingdu af frá tryggingunni. Farðu í herinn ef þér mistekst. Gættu þín, drengur, þú verður skotinn. En notendur, svindlarar, margfaldir taparar hangsa fyrir utan leikhúsin. Stúlka við hringiðuna leitar sér að nýjum bjána. Fylgdu ekki foringjum. Fylgstu með stöðumælum.

 

Leyfðu þér að fæðast, vera hlýtt. Fáður þér stuttbuxur, ástar­ævintýri, lærðu að dansa. Klæddu þig, láttu blessa þig, reyndu að slá í gegn. Þóknastu henni, þóknastu honum, keyptu gjafir. Þú skalt ekki stela eða hnupla. Eftir 20 ára skólagöngu setja þeir þig á dagvakt. Gættu þín, drengur, þeir halda því öllu leyndu. Stökktu heldur niður í mannhol, kveiktu á kerti. Not­aðu ekki sandala, reyndu að forðast hneykslin. Viljirðu ekki verða róni, skaltu heldur tyggja tyggjó. Dælan virkar ekki, því að skemmdarvargarnir tóku handföngin.

 

Subterranean Homesick Blues

(af plötunni „Bringing It All Back Home“)

 

Johnny's in the basement

Mixing up the medicine

I'm on the pavement

Thinking about the government

The man in the trench coat

Badge out, laid off

Says he's got a bad cough

Wants to get it paid off

Look out kid

It's somethin' you did

God knows when

But you're doin' it again

You better duck down the alley way

Lookin' for a new friend

The man in the coon-skin cap

In the big pen

Wants eleven dollar bills

You only got ten

  

Maggie comes fleet foot

Face full of black soot

Talkin' that the heat put

Plants in the bed but

The phone's tapped anyway

Maggie says that many say

They must bust in early May

Orders from the D. A.

Look out kid

Don't matter what you did

Walk on your tip toes

Don't try "No Doz"

Better stay away from those

That carry around a fire hose

Keep a clean nose

Watch the plain clothes

You don't need a weather man

To know which way the wind blows

 

Get sick, get well

Hang around a ink well

Ring bell, hard to tell

If anything is goin' to sell

Try hard, get barred

Get back, write braille

Get jailed, jump bail

Join the army, if you fail

Look out kid

You're gonna get hit

But users, cheaters

Six-time losers

Hang around the theaters

Girl by the whirlpool

Lookin' for a new fool

Don't follow leaders

Watch the parkin' meters

 

Ah get born, keep warm

Short pants, romance, learn to dance

Get dressed, get blessed

Try to be a success

Please her, please him, buy gifts

Don't steal, don't lift

Twenty years of schoolin'

And they put you on the day shift

Look out kid

They keep it all hid

Better jump down a manhole

Light yourself a candle

Don't wear sandals

Try to avoid the scandals

Don't wanna be a bum

You better chew gum

The pump don't work

'Cause the vandals took the handles.

 

Hr. tambúrínuleikari

Sæll, hr. tambúrínuleikari, leiktu mér lag. Ég er ekki syfjaður og get ekkert farið. Sæll, hr. tambúrínuleikari, leiktu mér lag. Í myrrakyrrafyrramálið ætla ég að fylgja þér.

 

Samt veit ég að heimsveldi kvöldsins hefur aftur breyst í sand og horfið milli fingra mér, skilið mig hér eftir standandi í blindni en sofna ekki. Þreytan kemur mér á óvart, fætur mínir eru markaðir. Ég þarf engan að hitta og gamalt, autt strætið er of dautt til að láta sig dreyma þar.

 

Sæll, hr. tambúrínuleikari, leiktu mér lag. Ég er ekki syfjaður og get ekkert farið. Sæll, hr. tambúrínuleikari, leiktu mér lag. Í myrrakyrrafyrramálið ætla ég að fylgja þér.

 

Taktu mig með í ferð á iðandi töfraskipinu þínu. Skynfæri mín eru tóm og hendurnar finna ekkert grip. Tærnar eru of dofnar til að dansa og bíða þess eins að stígvélahælarnir gangi áfram. Ég er ferðbúinn hvert sem er, ég er tilbúinn til að hverfa inn í mína eigin skrúðgöngu. Stráðu dansgöldrum þínum yfir mig, ég lofa að gangast undir þá.

 

Sæll, hr. tambúrínuleikari, leiktu mér lag. Ég er ekki syfjaður og get ekkert farið. Sæll, hr. tambúrínuleikari, leiktu mér lag. Í myrrakyrrafyrramálið ætla ég að fylgja þér.

 

Þó þú heyrir geðveikislegan hlátur, snúning, sveiflu upp yfir sól­ina er henni ekki beint að neinum sérstökum. Hún sleppur bara út á flóttanum. Og fyrir utan skýin eru engar hindranir í vegi. Og ef þú heyrir óljós merki um skoppandi fjörugt lag í tambúrínunni þinni er það aðeins tötralegur trúður að baki. Ég mundi ekki gefa því neinar gætur, það er aðeins skugginn sem þú sérð hann eltast við.

 

Sæll, hr. tambúrínuleikari, leiktu mér lag. Ég er ekki syfjaður og get ekkert farið..Sæll, hr. tambúrínuleikari, leiktu mér lag. Í myrrakyrrafyrramálið ætla ég að fylgja þér.

 

Láttu mig síðan hverfa með þér í gegnum reykhringi huga míns, niður þokukenndar rústir tímans, langt fram hjá frosn­um laufunum, hundelt, óttaslegin trén, út til storma strandar­innar, langt í burtu frá snúnum greipum geðveikrar sorgar. Samt dansa ég undir demantaskýjum og veifa frjálslega með annarri hendi, útlínurnar ber við hafið umgirt af sirkussandi með allar minningarnar og örlögin kaffærð djúpt undir öldun­um. Leyfðu mér að gleyma deginum í dag til morguns.

 

Sæll, hr. tambúrínuleikari, leiktu mér lag. Ég er ekki syfjaður og get ekkert farið. Sæll, hr. tambúrínuleikari, leiktu mér lag. Í myrrakyrrafyrramálið ætla ég að fylgja þér.

 

Mr. Tambourine Man

(af plötunni „Bringing It All Back Home“)

 

Hey! Mr. Tambourine Man, play a song for me,

I'm not sleepy and there is no place I'm going to.

Hey! Mr. Tambourine Man, play a song for me,

In the jingle jangle morning I'll come followin' you.

 

Though I know that evenin's empire has returned into sand,

Vanished from my hand,

Left me blindly here to stand but still not sleeping.

My weariness amazes me, I'm branded on my feet,

I have no one to meet

And the ancient empty street's too dead for dreaming.

 

Hey! Mr. Tambourine Man, play a song for me,

I'm not sleepy and there is no place I'm going to.

Hey! Mr. Tambourine Man, play a song for me,

In the jingle jangle morning I'll come followin' you.

 

Take me on a trip upon your magic swirlin' ship,

My senses have been stripped, my hands can't feel to grip,

My toes too numb to step, wait only for my boot heels

To be wanderin'.

I'm ready to go anywhere, I'm ready for to fade

Into my own parade, cast your dancing spell my way,

I promise to go under it.

 

Hey! Mr. Tambourine Man, play a song for me,

I'm not sleepy and there is no place I'm going to.

Hey! Mr. Tambourine Man, play a song for me,

In the jingle jangle morning I'll come followin' you.

 

Though you might hear laughin', spinnin', swingin' madly across the sun,

It's not aimed at anyone, it's just escapin' on the run

And but for the sky there are no fences facin'.

And if you hear vague traces of skippin' reels of rhyme

To your tambourine in time, it's just a ragged clown behind,

I wouldn't pay it any mind, it's just a shadow you're

Seein' that he's chasing.

 

Hey! Mr. Tambourine Man, play a song for me,

I'm not sleepy and there is no place I'm going to.

Hey! Mr. Tambourine Man, play a song for me,

In the jingle jangle morning I'll come followin' you.

 

Then take me disappearin' through the smoke rings of my mind,

Down the foggy ruins of time, far past the frozen leaves,

The haunted, frightened trees, out to the windy beach,

Far from the twisted reach of crazy sorrow.

Yes, to dance beneath the diamond sky with one hand waving free,

Silhouetted by the sea, circled by the circus sands,

With all memory and fate driven deep beneath the waves,

Let me forget about today until tomorrow.

 

Hey! Mr. Tambourine Man, play a song for me,

I'm not sleepy and there is no place I'm going to.

Hey! Mr. Tambourine Man, play a song for me,

In the jingle jangle morning I'll come followin' you.

  

Því er öllu lokið, ljúfan mædda

 

Nú verður þú að fara, taktu með þér það sem þú þarfnast og heldur að endist. En því sem þú vilt halda, ættirðu að halda fast. Þarna hinum megin stendur munaðarleysinginn þinn með byssu, öskrar eins og eldur sólar. Passaðu þig, dýrling­arnir eru að komast í gegn og því er öllu lokið, ljúfan mædda.

 

Þjóðvegurinn er fyrir fjárhættuspilara, notaðu heldur skyn­sem­ina. Taktu heldur það sem að þér hefur safnast fyrir til­viljun. Tómhenti málarinn af strætunum þínum er að teikna geggjuð mynstur á blöðin þín. Og þessi himinn lykst yfir þér, og því er öllu lokið.

 

Allir sjóveiku sjómennirnir þínir róa nú heim á leið og hrein­dýraherirnir þínir eru líka á heimleið. Elskhuginn sem nýlega yfirgaf þig tók með sér ábreiðurnar sínar af gólfinu þínu. Teppið bifast líka undir fótum þér og því er öllu lokið, ljúfan mædda.

 

Skildu gangsteinana eftir, eitthvað kallar þig til sín. Gleymdu þeim dauðu sem eru að baki, þeir munu ekki fylgja þér. Flakk­arinn sem hamast á dyrunum hjá þér stendur þarna í fötunum sem þú áttir eitt sinn. Kveiktu á annarri eldspýtu, byrjaðu á nýjan leik, því er öllu lokið, ljúfan mædda.

 

It«s All Over Now, Baby Blue

(af plötunni „Bringing It All Back Home“)

 

You must leave now, take what you need, you think will last.

But whatever you wish to keep, you better grab it fast.

Yonder stands your orphan with his gun,

Crying like a fire in the sun.

Look out the saints are comin' through

And it's all over now, Baby Blue.

 

The highway is for gamblers, better use your sense.

Take what you have gathered from coincidence.

The empty-handed painter from your streets

Is drawing crazy patterns on your sheets.

This sky, too, is folding under you

And it's all over now, Baby Blue.

 

All your seasick sailors, they are rowing home.

All your reindeer armies, are all going home.

The lover who just walked out your door

Has taken all his blankets from the floor.

The carpet, too, is moving under you

And it's all over now, Baby Blue.

 

Leave your stepping stones behind, something calls for you.

Forget the dead you've left, they will not follow you.

The vagabond who's rapping at your door

Is standing in the clothes that you once wore.

Strike another match, go start anew

And it's all over now, Baby Blue.

 

Eins og veltandi grjót

Eitt sinn klæddist þú svo fínum fötum. Þegar þú varst í blóma varstu vanur að kasta skildingi til rónans, ekki satt? Fólk kallaði til þín: Gættu þín, brúða, þú átt eftir að lúta lágt. Þú hélst að fólkið væri allt að stríða þér. Þú hlóst upphátt að öllum sem þvældust um. Nú talarðu ekki jafn hátt, nú ertu ekki eins hreykin af að þurfa að nurla saman fyrir hverri mál­tíð.

 

Hvernig finnst þér, hvernig finnst þér að eiga hvergi heima, vera eins og framandi gestur, eins og veltandi grjót?

 

Þú hefur svo sem gengið í bestu skólana, ungfrú Einsemd, en þú veist að þar lærðirðu aðeins að drekka. Og enginn hefur kennt þér hvernig á að lifa af á götunni. Nú skilurðu að þú verður að venjast því. Þú sagðist aldrei mundu sætta þig til mála­mynda við dularfullan rónann. En nú skilurðu að hann er ekki að selja fjarvistarsannanir þegar þú starir í augu honum og spyrð hann: Eigum við að semja?

 

Hvernig finnst þér, hvernig finnst þér að vera upp á sjálfa þig komin og eiga enga stefnu heim, vera eins og framandi gestur, eins og veltandi grjót?

 

Þú snerir þér aldrei við til að sjá yglibrúnina á töframönnum og trúðum sem stilltu sér upp og sýndu þér brögð sín. Þú skildir aldrei að það er til einskis, þú átt aldrei að láta annað fólk fá spörkin sem þér eru ætluð. Þú varst vön að spóka þig á krómhesti með diplómatanum þínum sem var með Síamskött á öxlinni. Er ekki erfitt að uppgötva að hann var eitthvað allt annað, þegar hann hann var búinn að stela af þér öllu sem hönd á festi?

 

Hvernig finnst þér, hvernig finnst þér að vera upp á sjálfa þig komin og eiga enga stefnu heim, vera eins og framandi gestur, eins og veltandi grjót?

 

Prinsessan í turninum og allt þetta fallega fólk, nú drekkur það og hugsar með sér að allt þetta hafi því tekist. Það skiptist á dýrmætum gjöfum en þú ættir heldur að lyfta demantshring þínum, þú ættir að setja hann í pant, ljúfan. Þú hafðir alltaf svo gaman af að sjá keisarann í kotungsklæðum og hlusta á málið sem hann talaði. Gakktu nú til hans, hann kallar á þig, þú getur ekki neitað. Þeir sem ekkert eiga, hafa engu að tapa. Núna ertu ósýnileg, þú átt engin leyndarmál til að fela.

 

Hvernig finnst þér, hvernig finnst þér að vera upp á sjálfa þig komin og eiga enga stefnu heim, vera eins og framandi gestur, eins og veltandi grjót?

 

Like a Rolling Stone

(af plötunni "Highway 61 Revisited")

 

Once upon a time you dressed so fine

You threw the bums a dime in your prime, didn't you?

People'd call, say, "Beware doll, you're bound to fall"

You thought they were all kiddin' you

You used to laugh about

Everybody that was hangin' out

Now you don't talk so loud

Now you don't seem so proud

About having to be scrounging for your next meal.

 

How does it feel

How does it feel

To be without a home

Like a complete unknown

Like a rolling stone?

 

You've gone to the finest school all right, Miss Lonely

But you know you only used to get juiced in it

And nobody has ever taught you how to live on the street

And now you find out you're gonna have to get used to it

You said you'd never compromise

With the mystery tramp, but now you realize

He's not selling any alibis

As you stare into the vacuum of his eyes

And ask him do you want to make a deal?

 

How does it feel

How does it feel

To be on your own

With no direction home

Like a complete unknown

Like a rolling stone?

 

You never turned around to see the frowns on the jugglers and the clowns

When they all come down and did tricks for you

You never understood that it ain't no good

You shouldn't let other people get your kicks for you

You used to ride on the chrome horse with your diplomat

Who carried on his shoulder a Siamese cat

Ain't it hard when you discover that

He really wasn't where it's at

After he took from you everything he could steal.

 

How does it feel

How does it feel

To be on your own

With no direction home

Like a complete unknown

Like a rolling stone?

 

Princess on the steeple and all the pretty people

They're drinkin', thinkin' that they got it made

Exchanging all kinds of precious gifts and things

But you'd better lift your diamond ring, you'd better pawn it babe

You used to be so amused

At Napoleon in rags and the language that he used

Go to him now, he calls you, you can't refuse

When you got nothing, you got nothing to lose

You're invisible now, you got no secrets to conceal.

 

How does it feel

How does it feel

To be on your own

With no direction home

Like a complete unknown

Like a rolling stone?

 

Kona í rigningu nr. 12 og 35

Já, þeir grýta þig þegar þig langar að vera svo góð, þeir grýta þig eins og þeir sögðust ætla að gera, þeir grýta þig þegar þú ætlar að reyna að komast heim og svo grýta þeir þig þegar þú ert alein. En mér mundi ekki finnast ég vera svo ein, allir verða að detta í það.

 

Já, þeir grýta þig þegar þú gengur eftir götunni, þeir grýta þig þegar þú reynir að halda sætinu, þeir grýta þig þegar þú gengur um gólf og þeir grýta þig þegar þú ferð til dyra. En mér mundi ekki finnast ég vera svo ein, allir verða að detta í það.

 

Þeir grýta þig þegar þú ert að fá þér morgunmat, þeir grýta þig þegar þú ert ung og fær, þeir grýta þig þegar þú ert að reyna að vinna þér inn pening og þeir grýta þig og segja svo: Gangi þér vel. En ég get sagt þér að mér mundi ekki finnast ég vera svo ein, allir verða að detta í það.

 

Já, þeir grýta þig og segja að nú sé því lokið, þeir grýta þig og svo koma þeir aftur, þeir grýta þig þegar þú ekur í bílnum þínum og þeir grýta þig þegar þú ert að leika á gítarinn þinn. Já en mér mundi ekki finnast ég vera svo ein, allir verða að detta í það.

 

Já, þeir grýta þig þegar þú gengur alveg ein, þeir grýta þig þegar þú gengur heim á leið, þeir grýta þig og segja svo að þú sért hugrökk og þeir grýta þig þegar þú ert á leið í gröfina. En mér mundi ekki finnast ég vera svo ein, allir verða að detta í það.

 

Rainy Day Women # 12 & 35

(af plötunni „Blonde on Blonde“)

 

Well, they'll stone ya when you're trying to be so good,

They'll stone ya just a-like they said they would.

They'll stone ya when you're tryin' to go home.

Then they'll stone ya when you're there all alone.

But I would not feel so all alone,

Everybody must get stoned.

 

Well, they'll stone ya when you're walkin' 'long the street.

They'll stone ya when you're tryin' to keep your seat.

They'll stone ya when you're walkin' on the floor.

They'll stone ya when you're walkin' to the door.

But I would not feel so all alone,

Everybody must get stoned.

 

They'll stone ya when you're at the breakfast table.

They'll stone ya when you are young and able.

They'll stone ya when you're tryin' to make a buck.

They'll stone ya and then they'll say, "good luck."

Tell ya what, I would not feel so all alone,

Everybody must get stoned.

 

Well, they'll stone you and say that it's the end.

Then they'll stone you and then they'll come back again.

They'll stone you when you're riding in your car.

They'll stone you when you're playing your guitar.

Yes, but I would not feel so all alone,

Everybody must get stoned.

 

Well, they'll stone you when you walk all alone.

They'll stone you when you are walking home.

They'll stone you and then say you are brave.

They'll stone you when you are set down in your grave.

But I would not feel so all alone,

Everybody must get stoned.

  

Fastur á ný inni í farsíma með Memphis-þunglyndi

Ó, tötrarinn teiknar hringi upp og niður eftir götunni. Ég gæti spurt hann hvað sé að en ég veit að hann talar ekki. Og konurnar fara vel með mig og láta mig hafa nóg af hljóð­snældum. En djúpt í hjarta mér veit ég að ég get ekki sloppið. Ó, mamma, getur verið að þetta séu lokin? Að vera fastur inni í farsíma með Memphis-þunglyndi?

 

Jú, Shakespeare er í húsasundinu í oddmjóu skónum sínum og með bjöllurnar sínar. Hann er að tala við einhverja franska stelpu sem segist þekkja mig vel. Og ég myndi senda skilaboð til að komast að því hvort hún hefur talað en pósthúsinu hefur verið stolið og póstkassinn er lokaður. Ó, mamma, getur verið að þetta séu lokin? Að vera fastur inni í farsíma með Memphis-þunglyndi?

 

Mona reyndi að segja mér að halda mig fjarri járnbrauta­teinunum. Hún sagði að allir járnbrautamennirnir drykkju bara úr manni blóðið eins og vín. Og ég sagði: Ó, ég vissi það ekki en ég hef raunar ekki hitt nema einn og hann reykti bara augnlokin í mér og sló í sígarettuna mína. Ó, mamma, getur verið að þetta séu lokin? Að vera fastur inni í farsíma með Memphis-þunglyndi?

 

Afi dó í síðustu viku og nú er búið að jarða hann uppi í klett­unum. En ennþá tala allir ekki um annað en hve mikið áfall þeir fengu. En ég, ég átti von á því, ég vissi að hann var búinn að missa tökin þegar hann hlóð bálköst í Aðalstræti og skaut hann sundur og saman. Ó, mamma, getur verið að þetta séu lokin? Að vera fastur inni í farsíma með Memphis-þunglyndi?

 

Áðan kom þingmaðurinn hingað niður og sýndi öllum byssuna sína og deildi út ókeypis aðgöngumiðum að brúðkaupi sonar síns. Og ég, ég var næstum gripinn. Væri það ekki eftir mér að vera tekinn án aðgöngumiða og finnast undir flutningabíl? Ó, mamma, getur verið að þetta séu lokin? Að vera fastur inni á Mobile með Memphis-þunglyndi?

 

Áðan varð presturinn svo hissa þegar ég spurði hann hvers vegna hann væri klæddur í tuttugu pund af fyrirsögnum sem heflaðar væru á brjóstkassann á honum. En hann bölvaði mér þegar ég sannaði það fyrir honum. Síðan hvíslaði ég: Jafnvel þú getur ekki falist. Þarna sérðu að þú ert alveg eins og ég. Ég vona að þú sért ánægður. - Ó, mamma, getur verið að þetta séu lokin? Að vera fastur inni í farsíma með Memphis-þunglyndi?

 

Áðan gaf regnmaðurinn mér tvo skammta. Svo sagði hann: Hoppaðu upp í. - Annað var lyf frá Texas, hitt var bara járn­brautagin. Og eins og asni ruglaði ég þeim saman og ég var alveg lokaður á eftir. Og nú verður fólkið bara ljótara og ljótara og ég hef ekkert tímaskyn. Ó, mamma, getur verið að þetta séu lokin? Að vera fastur inni í farsíma með Memphis-þunglyndi?

 

Þegar Ruthie segir: Komdu og sjáðu hana í honky-tonk-lóninu þar sem ég get horft á hana dansa vals ókeypis undir Panama-mánaskini og ég segi: Æ, komdu, þú hlýtur að vita um fyrstu ástina mína. Og hún svarar: Fyrsta ástin þín veit hvers þú þarfnast en ég veit hvað þú vilt. - Ó, mamma, getur verið að þetta séu lokin? Að vera fastur inni í farsíma með Memphis-þunglyndi?

 

Nú liggja múrsteinarnir á Stórastræti þar sem neonljósa­brjálæðingarnar klifra. Þeir detta allir þar á svo fullkominn hátt, tímasetningin virðist frábær. Og hér sit ég svo þolin­móður og bíð þess að komast að því hvaða verð þú verðir að greiða til að komast af eftir að hafa þurft að ganga í gegnum þetta allt tvisvar. Ó, mamma, getur verið að þetta séu lokin? Að vera fastur inni í farsíma með Memphis-þunglyndi?

 

Stuck Inside of Mobile With the Memphis Blues Again

(af plötunni „Blonde on Blonde“)

 

Oh, the ragman draws circles

Up and down the block.

I'd ask him what the matter was

But I know that he don't talk.

And the ladies treat me kindly

And furnish me with tape,

But deep inside my heart

I know I can't escape.

Oh, Mama, can this really be the end,

To be stuck inside of Mobile

With the Memphis blues again.

 

Well, Shakespeare, he's in the alley

With his pointed shoes and his bells,

Speaking to some French girl,

Who says she knows me well.

And I would send a message

To find out if she's talked,

But the post office has been stolen

And the mailbox is locked.

Oh, Mama, can this really be the end,

To be stuck inside of Mobile

With the Memphis blues again.

 

Mona tried to tell me

To stay away from the train line.

She said that all the railroad men

Just drink up your blood like wine.

An' I said, "Oh, I didn't know that,

But then again, there's only one I've met

An' he just smoked my eyelids

An' punched my cigarette."

Oh, Mama, can this really be the end,

To be stuck inside of Mobile

With the Memphis blues again.

 

Grandpa died last week

And now he's buried in the rocks,

But everybody still talks about

How badly they were shocked.

But me, I expected it to happen,

I knew he'd lost control

When he built a fire on Main Street

And shot it full of holes.

Oh, Mama, can this really be the end,

To be stuck inside of Mobile

With the Memphis blues again.

 

Now the senator came down here

Showing ev'ryone his gun,

Handing out free tickets

To the wedding of his son.

An' me, I nearly got busted

An' wouldn't it be my luck

To get caught without a ticket

And be discovered beneath a truck.

Oh, Mama, can this really be the end,

To be stuck inside of Mobile

With the Memphis blues again.

 

Now the preacher looked so baffled

When I asked him why he dressed

With twenty pounds of headlines

Stapled to his chest.

But he cursed me when I proved it to him,

Then I whispered, "Not even you can hide.

You see, you're just like me,

I hope you're satisfied."

Oh, Mama, can this really be the end,

To be stuck inside of Mobile

With the Memphis blues again.

 

Now the rainman gave me two cures,

Then he said, "Jump right in."

The one was Texas medicine,

The other was just railroad gin.

An' like a fool I mixed them

An' it strangled up my mind,

An' now people just get uglier

An' I have no sense of time.

Oh, Mama, can this really be the end,

To be stuck inside of Mobile

With the Memphis blues again.

 

When Ruthie says come see her

In her honky-tonk lagoon,

Where I can watch her waltz for free

'Neath her Panamanian moon.

An' I say, "Aw come on now,

You must know about my debutante."

An' she says, "Your debutante just knows what you need

But I know what you want."

Oh, Mama, can this really be the end,

To be stuck inside of Mobile

With the Memphis blues again.

 

Now the bricks lay on Grand Street

Where the neon madmen climb.

They all fall there so perfectly,

It all seems so well timed.

An' here I sit so patiently

Waiting to find out what price

You have to pay to get out of

Going through all these things twice.

Oh, Mama, can this really be the end,

To be stuck inside of Mobile

With the Memphis blues again.

 

Myndir af Jóhönnu

Er þetta nú rétta nóttin fyrir töfrabrögð, þegar þú reynir að vera svo hljóð? Við sitjum hér föst þótt við reynum öll að þræta fyrir það. Og Louise heldur á lófafylli af regni, reynir að fá þig til að ögra því. Ljósið blikkar í þakherberginu á móti. Í þessu herbergi hósta hitapípurnar. Sveitasöngvastöðin leikur ljúf lög en það er ekkert, alls ekkert sem ástæða er til að slökkva á. Aðeins Louise og elskhugi hennar svo samtvinnuð. Og þessar myndir af Jóhönnu sem sigra huga minn.

 

Í tóminu þar sem konurnar leika blindingjaleik með lyklakipp­una og stúlkur næturinnar hvíslast á um flóttamenn úr D-lestinni getum við heyrt næturvarðmanninn kveikja á vasa­ljósinu sínu og spyrja sjálfan sig hvort það sé hann eða þau sem séu geðveik. Louise, hún er í lagi, hún er bara svo nærri. Hún er brothætt og virðist eins og spegillinn. En hennar vegna verður það bara of nákvæmt og of skýrt að Jóhanna er ekki hér. Draugur rafmagnsins ýlfrar í beinum andlits hennar þar sem þessar myndir af Jóhönnu hafa nú komið í minn stað.

 

Núna tekur litli, týndi drengurinn sjálfan sig svo alvarlega. Hann stærir sig af vesöld sinni, hann vill lifa áhættusömu lífi. Og þegar nafn hennar ber á góma, talar hann um kveðjukoss við mig. Vissulega hefur hann mikinn kjark að vera svona gagns­laus, muldrandi innihaldslaus orð að veggnum á meðan ég er úti á gangi. Hvernig get ég útskýrt þetta? Ó, það er svo erfitt að átta sig og þessar myndir af Jóhönnu héldu vöku fyrir mér fram yfir dagrenningu.

 

Inni á söfnunum er óendanleikinn fyrir rétti. Raddir bergmála að þetta hljóti að vera eins og frelsunin verði eftir skamma hríð. En Móna Lísa hlýtur að hafa verið haldin þjóðvega­þunglyndi, það sést á brosinu. Sjáið frumstætt veggblómið frjósa þegar konurnar með hlaupkennd andlitin hnerra. Heyrið manninn með yfirskeggið segja: Jesús minn, ég finn ekki fyrir hnjánum. Ó, gimsteinar og sjónaukar hanga á haus múldýrsins, en þessar myndir af Jóhönnu gera þetta allt svo grimmdarlegt.

 

Ræðarinn talar nú við greifynjuna sem þykist láta sér annt um hann og segir: Nefndu mér einhvern sem ekki er sníkjudýr. Þá skal ég fara og biðja fyrir honum. En eins og Louise er vön að segja: Maður getur ekki horft á margt, er það nokkuð? Og hún undirbýr sig sjálf fyrir komu hans og Madonna hefur enn ekki birst. Við sjáum nú þetta tóma búr ryðga þar sem herðaslá hennar áður flæddi. Fiðlarinn gengur nú út á veginn. Hann skrifar að öllu hafi nú verið skilað sem aðrir áttu upp á pall fiskflutningabílsins sem verið er að hlaða á meðan vitund mín springur. Munnhörpurnar leika beinagrindarlykla og rigningu, og þessar myndir af Jóhönnu eru allt sem eftir er.

 

Visions of Johanna

(af plötunni "Blonde on Blonde")

 

Ain't it just like the night to play tricks when you're tryin' to be so quiet?

We sit here stranded, though we're all doin' our best to deny it

And Louise holds a handful of rain, temptin' you to defy it

Lights flicker from the opposite loft

In this room the heat pipes just cough

The country music station plays soft

But there's nothing, really nothing to turn off

Just Louise and her lover so entwined

And these visions of Johanna that conquer my mind

 

In the empty lot where the ladies play blindman's bluff with the key chain

And the all-night girls they whisper of escapades out on the "D" train

We can hear the night watchman click his flashlight

Ask himself if it's him or them that's really insane

Louise, she's all right, she's just near

She's delicate and seems like the mirror

But she just makes it all too concise and too clear

That Johanna's not here

The ghost of 'lectricity howls in the bones of her face

Where these visions of Johanna have now taken my place

 

Now, little boy lost, he takes himself so seriously

He brags of his misery, he likes to live dangerously

And when bringing her name up

He speaks of a farewell kiss to me

He's sure got a lotta gall to be so useless and all

Muttering small talk at the wall while I'm in the hall

How can I explain?

Oh, it's so hard to get on

And these visions of Johanna, they kept me up past the dawn

 

Inside the museums, Infinity goes up on trial

Voices echo this is what salvation must be like after a while

But Mona Lisa musta had the highway blues

You can tell by the way she smiles

See the primitive wallflower freeze

When the jelly-faced women all sneeze

Hear the one with the mustache say, "Jeeze

I can't find my knees"

Oh, jewels and binoculars hang from the head of the mule

But these visions of Johanna, they make it all seem so cruel

 

The peddler now speaks to the countess who's pretending to care for him

Sayin', "Name me someone that's not a parasite and I'll go out and say a prayer for him"

But like Louise always says

"Ya can't look at much, can ya man?"

As she, herself, prepares for him

And Madonna, she still has not showed

We see this empty cage now corrode

Where her cape of the stage once had flowed

The fiddler, he now steps to the road

He writes ev'rything's been returned which was owed

On the back of the fish truck that loads

While my conscience explodes

The harmonicas play the skeleton keys and the rain

And these visions of Johanna are now all that remain

  

Þú, dapureyga kona frá Láglöndunum

Þú með þinn kvikasilfursmunn á þessum trúboðstímum og augu sem reyk og bænir sem vers og silfurkross og rödd eins og bjöllur. Ó, hver af þeim halda þeir að geti jarðað þig? Þú, með vasa þína loksins vel verndaða og sporvagnsdrauma sem þú leggur í grasið og með hold eins og silki og andlit eins og gler. Hver af þeim halda þeir að geti borið þig? Þú, dapureyga kona frá Láglöndunum þangað sem dapureygir spámenn segja að engin mannvera komi, hvað með vöruhúsaaugun mín, arabísku trommurnar mínar, ætti ég að skilja þær eftir við hlið þitt? Eða, þú dapureyga kona, ætti ég að doka við?

 

Þú, sem átt lök eins og málm og belti eins og blúndu, og ert með spilastokk án gosa og ása, og ert í kjallarafötum og með holt andlit. Hver af þeim halda þeir að geti reiknað þig út? Með útlínur þínar þegar sólskinið dofnar, inn í augu þín þar sem mánaskinið syndir, með þína kappleikjasöngva og sígauna­sálma. Hver af þeim mundi reyna að vekja aðdáun þína? Þú, dapureyga kona frá Láglöndunum þangað sem dapureygir spámenn segja að engin mannvera komi, hvað með vöruhúsaaugun mín, arabísku trommurnar mínar, ætti ég að skilja þær eftir við hlið þitt? Eða, þú dapureyga kona, ætti ég að doka við?

 

Kóngarnir í Týrus með lista sinn yfir grunaða bíða í röð eftir geraniumkossi sínum, og þú mundir ekki vita af því að það gerðist bara sísona. Hvern af þeim langar raunverulega til að kyssa þig? Þú, með elda æskunnar á miðnæturteppinu og spánska framkomu þína og eiturlyf móður þinnar og kúrekamunn og útgöngubannskló. Hver af þeim heldurðu að gæti staðist þig? Þú, dapureyga kona frá Láglöndunum þangað sem dapureygir spámenn segja að engin mannvera komi, hvað með vöruhúsaaugun mín, arabísku trommurnar mínar, ætti ég að skilja þær eftir við hlið þitt? Eða, þú dapureyga kona, ætti ég að doka við?

 

Ó, bændurnir og kaupmennirnir, þeir ákváðu allir að sýna þér dauðu englana sem þeir áður voru vanir að fela. En hvers vegna reyndu þeir að fá þig til að sýna málstað sínum samúð? Ó, hvernig gátu þeir misreiknað sig svo um þig? Þeir vildu láta þig taka á þig sökina fyrir bóndabýlið. En þú sem ert með sjó­inn við fætur þér og falska uppgerðarviðvörun og með þorp­ara­barn í fangi, hvernig gátu þeir nokkurn tíma, nokkurn tíma fengið af sér að sannfæra þig? Þú, dapureyga kona frá Lág­lönd­unum þangað sem dapureygir spámenn segja að engin mannvera komi, hvað með vöruhúsaaugun mín, arabísku trommurnar mínar, ætti ég að skilja þær eftir við hlið þitt? Eða, þú dapureyga kona, ætti ég að doka við?

 

Þú með þitt málmblaðsminni um Cannery Row og tímarita­eiginmanninn sem dag einn þurfti bara að fara og með næmleika þinn núna sem þú sýnir án þess að vita af því. Hver af þeim heldurðu að vildi ráða þig í vinnu? Núna stendurðu með þjófnum þínum, þú ert á reynslulausninni hans, með heilaga orðu sem fingurgómarnir lykjast um, með þitt heilag­leika­andlit og þína draugalegu sál. Ó, hver af þeim heldurðu að gæti tortímt þér? Þú dapureyga kona frá Láglöndunum þangað sem dapureygir spámenn segja að engin mannvera komi, hvað með vöruhúsaaugun mín, arabísku trommurnar mínar, ætti ég að skilja þær eftir við hlið þitt? Eða, þú dapur­eyga kona, ætti ég að doka við?

 

Sad Eyed Lady of the Lowlands

(af plötunni „Blonde on Blonde“)

 

With your mercury mouth in the missionary times,

And your eyes like smoke and your prayers like rhymes,

And your silver cross, and your voice like chimes,

Oh, who among them do they think could bury you?

With your pockets well protected at last,

And your streetcar visions which you place on the grass,

And your flesh like silk, and your face like glass,

Who among them do they think could carry you?

Sad-eyed lady of the lowlands,

Where the sad-eyed prophet says that no man comes,

My warehouse eyes, my Arabian drums,

Should I leave them by your gate,

Or, sad-eyed lady, should I wait?

 

 

 

With your sheets like metal and your belt like lace,

And your deck of cards missing the jack and the ace,

And your basement clothes and your hollow face,

Who among them can think he could outguess you?

With your silhouette when the sunlight dims

Into your eyes where the moonlight swims,

And your match-book songs and your gypsy hymns,

Who among them would try to impress you?

Sad-eyed lady of the lowlands,

Where the sad-eyed prophet says that no man comes,

My warehouse eyes, my Arabian drums,

Should I leave them by your gate,

Or, sad-eyed lady, should I wait?

 

The kings of Tyrus with their convict list

Are waiting in line for their geranium kiss,

And you wouldn't know it would happen like this,

But who among them really wants just to kiss you?

With your childhood flames on your midnight rug,

And your Spanish manners and your mother's drugs,

And your cowboy mouth and your curfew plugs,

Who among them do you think could resist you?

Sad-eyed lady of the lowlands,

Where the sad-eyed prophet says that no man comes,

My warehouse eyes, my Arabian drums,

Should I leave them by your gate,

Or, sad-eyed lady, should I wait?

 

Oh, the farmers and the businessmen, they all did decide

To show you the dead angels that they used to hide.

But why did they pick you to sympathize with their side?

Oh, how could they ever mistake you?

They wished you'd accepted the blame for the farm,

But with the sea at your feet and the phony false alarm,

And with the child of a hoodlum wrapped up in your arms,

How could they ever, ever persuade you?

Sad-eyed lady of the lowlands,

Where the sad-eyed prophet says that no man comes,

My warehouse eyes, my Arabian drums,

Should I leave them by your gate,

Or, sad-eyed lady, should I wait?

 

With your sheet-metal memory of Cannery Row,

And your magazine-husband who one day just had to go,

And your gentleness now, which you just can't help but show,

Who among them do you think would employ you?

Now you stand with your thief, you're on his parole

With your holy medallion which your fingertips fold,

And your saintlike face and your ghostlike soul,

Oh, who among them do you think could destroy you

Sad-eyed lady of the lowlands,

Where the sad-eyed prophet says that no man comes,

My warehouse eyes, my Arabian drums,

Should I leave them by your gate,

Or, sad-eyed lady, should I wait?

 

Ég er einmana flækingur

Ég er einmana flækingur, á hvorki fjölskyldu né vini. Þar sem líf annars manns gæti byrjað, nákvæmlega þar lýkur mínu. Ég hef sýslað við mútur, fjárkúgun og svik og hef setið inni fyrir allt nema að betla á götum úti.

 

Jú, eitt sinn var ég efnaður og skorti ekki neitt. Ég var með 14 karata gull í munninum og silki við bakið. En ég treysti ekki bróður mínum og kom honum í smán. Það leiddi yfir mig örlagadóminn - að fara burt í skömm.

 

Ágætu herramenn og frúr, brátt verð ég horfinn á braut. En leyfið mér að vara ykkur við áður en ég held áfram. Haldið ykkur frá smásálarlegri afbrýði, lifið ekki eftir reglum annarra. Haldið dómgreind ykkar fyrir ykkur sjálf, annars endið þið á þessum vegi.

 

I´m a Lonesome Hobo

(af plötunni „John Wesley Harding“)

 

I am a lonesome hobo

Without family or friends,

Where another man's life might begin,

That's exactly where mine ends.

I have tried my hand at bribery,

Blackmail and deceit,

And I've served time for ev'rything

'Cept beggin' on the street.

 

Well, once I was rather prosperous,

There was nothing I did lack.

I had fourteen-karat gold in my mouth

And silk upon my back.

But I did not trust my brother,

I carried him to blame,

Which led me to my fatal doom,

To wander off in shame.

 

Kind ladies and kind gentlemen,

Soon I will be gone,

But let me just warn you all,

Before I do pass on;

Stay free from petty jealousies,

Live by no man's code,

And hold your judgment for yourself

Lest you wind up on this road.

 

Ég fleygði því öllu frá mér

Eitt sinn hélt ég henni í örmum mér, hún sagðist alltaf mundu verða hjá mér. En ég var grimmur, ég fór eins og bjáni með hana. Ég fleygði því öllu frá mér.

 

Eitt sinn hélt ég fjöllum í lófa mér og og ám sem runnu sér­hvern dag. Ég hlýt að hafa verið óður. Ég vissi ekki hvað ég átti fyrr en ég hafði fleygt því öllu frá mér.

 

Ástin er allt sem skiptir máli. Af hennar völdum gengur heim­urinn sinn gang. Ást og aðeins ást, því verður aldrei neitað. Það er sama hvað þú heldur, þú getur ekki án hennar verið. Hlustaðu á ráð þess sem hefur reynt það.

 

Svo að ef þú finnur einhverja sem gefur þér alla ást sína varð­veittu hana í hjarta þér. Láttu hana ekki líða hjá því að að eitt er víst að þú munt örugglega særa einhvern ef þú fleygir því öllu frá þér.

 

I Threw It All Away

(af plötunni „Nashville Skyline“)

 

I once held her in my arms,

She said she would always stay.

But I was cruel,

I treated her like a fool,

I threw it all away.

 

Once I had mountains in the palm of my hand,

And rivers that ran through ev'ry day.

I must have been mad,

I never knew what I had,

Until I threw it all away.

 

Love is all there is, it makes the world go 'round,

Love and only love, it can't be denied.

No matter what you think about it

You just won't be able to do without it.

Take a tip from one who's tried.

 

So if you find someone that gives you all of her love,

Take it to your heart, don't let it stray,

For one thing that's certain,

You will surely be a-hurtin',

If you throw it all away.

 

Liggðu, kona, liggðu

Liggðu, kona, liggðu - liggðu á stóra látúnsrúminu mínu. Liggðu, kona, liggðu - liggðu á stóra látúnsrúminu mínu. Alla liti sem þú geymir í huga þér skal ég sýna þér og þú munt sjá þá skína.

 

Liggðu, kona, liggðu - liggðu á stóra látúnsrúminu mínu. Dveldu, kona, dveldu - dveldu með manninum þínum um stund þar til dagur rennur. Lof mér að sjá þig fá hann til að brosa. Fötin hans eru óhrein en hendurnar hreinar og þú ert það besta sem hann hefur nokkurn tíma séð.

 

Dveldu, kona, dveldu - dveldu með manninum þínum um stund. Því að bíða lengur eftir að heimurinn hefjist? Þú getur fengið kökuna og borðað hana líka. Því að bíða lengur eftir þeim sem þú elskar, þegar hann stendur frammi fyrir þér?

 

Liggðu, kona, liggðu - liggðu á stóra látúnsrúminu mínu. Dveldu, kona, dveldu - dveldu meðan nóttin er ennþá ung. Ég þrái að sjá þig í morgunbirtunni. Ég þrái að teygja mig eftir þér í næturmyrkrinu. Dveldu, kona, dveldu - dveldu meðan nóttin er ennþá ung.

 

Lay, Lady, Lay

(af plötunni "Nashville Skyline")

 

Lay, lady, lay, lay across my big brass bed

Lay, lady, lay, lay across my big brass bed

Whatever colors you have in your mind

I'll show them to you and you'll see them shine

 

Lay, lady, lay, lay across my big brass bed

Stay, lady, stay, stay with your man awhile

Until the break of day, let me see you make him smile

His clothes are dirty but his hands are clean

And you're the best thing that he's ever seen

 

Stay, lady, stay, stay with your man awhile

Why wait any longer for the world to begin

You can have your cake and eat it too

Why wait any longer for the one you love

When he's standing in front of you

 

Lay, lady, lay, lay across my big brass bed

Stay, lady, stay, stay while the night is still ahead

I long to see you in the morning light

I long to reach for you in the night

Stay, lady, stay, stay while the night is still ahead

  

Að berja að dyrum himnaríkis

Mamma, taktu þetta merki af mér, ég hef ekki lengur not fyrir það. Það er að verða dimmt, of dimmt til að sjá. Mér finnst eins og ég sé að berja að dyrum himnaríkis.

 

Berja, berja, berja að dyrum himnaríkis. Berja, berja, berja að dyrum himnaríkis. Berja, berja, berja að dyrum himnaríkis. Berja, berja, berja að dyrum himnaríkis.

 

Mamma, settu byssurnar mínar á jörðina, ég get ekki skotið úr þeim lengur. Langa, svarta skýið er að færast neðar og neðar. Mér finnst eins og ég sé að berja að dyrum himnaríkis.

 

Berja, berja, berja að dyrum himnaríkis. Berja, berja, berja að dyrum himnaríkis. Berja, berja, berja að dyrum himnaríkis. Berja, berja, berja að dyrum himnaríkis.

 

Knockin« on Heavens Door

(Úr kvikmyndinni „Pat Garret and Billy the Kid“)

 

Mama, take this badge off of me

I can't use it anymore.

It's gettin' dark, too dark for me to see

I feel like I'm knockin' on heaven's door.

 

Knock, knock, knockin' on heaven's door

Knock, knock, knockin' on heaven's door

Knock, knock, knockin' on heaven's door

Knock, knock, knockin' on heaven's door

 

Mama, put my guns in the ground

I can't shoot them anymore.

That long black cloud is comin' down

I feel like I'm knockin' on heaven's door.

 

Knock, knock, knockin' on heaven's door

Knock, knock, knockin' on heaven's door

Knock, knock, knockin' on heaven's door

Knock, knock, knockin' on heaven's door

 

Brúðkaupssöngur

Ég elska þig meira en nokkurn tíma fyrr, meira en tímann, meira en ástina. Ég elska þig meira en peninga og meira en stjörnurnar á himninum. Elska þig meira en brjálæðið, meira en öldur hafsins. Elska þig meira en lífið sjálft, svo mikils virði ertu mér.

 

Síðan þú gekkst inn, hefur hringurinn verið heill. Ég hef kvatt reimleikaherbergin sem ég heimsótti svo oft og andlitin á götunni. Kvatt dómsal hirðfíflsins sem er falinn fyrir sólu. Ég elska þig meira en nokkru sinni fyrr og er samt varla byrjaður.

 

Þú andaðir á mig og augðaðir allt líf mitt. Þegar ég var djúpt sokkinn í fátækt, kenndir þú mér að gefa. Þerraðir tár drauma minna og dróst mig upp úr holunni. Svalaðir þorsta mínum og líknaðir brunanum í sál minni.

 

Þú gafst mér börn - eitt, tvö, þrjú - og það sem meira er, bjargaðir lífi mínu. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, ást þín er hnífbeitt. Hugsanir mínar um þig hvílast aldrei, þær dræpu mig ef ég segði ósatt. Ég mundi fórna öllum heiminum fyrir þig og horfa á skilningarvit mín deyja.

 

Lagið sem mér og þér ber að leika á þessari jörð, við munum leika það eins vel og okkur er unnt, hvers virði sem það er. Hið týnda er týnt, við öðlumst ekki aftur það sem skolaðist burt í flóðinu. En fyrir mér ert þú hamingjan, og ég elska þig meira en blóð.

 

Það hefur aldrei verið skylda mín að endurskapa allan heiminn, né heldur er það ætlan mín að blása til orrustu. Því ég elska þig meira en þetta allt og ást mín tekur ekki á sig krók. Og sé eilífðin til, mun ég elska þig einnig þar.

 

Ó, sérðu ekki að þú fæddist til að standa mér við hlið? Og ég fæddist til að vera með þér, þú fæddist til að verða brúður mín. Þú ert hinn helmingurinn af því sem ég er, þú ert hlutinn sem vantaði. Og ég elska þig meira en nokkru sinni fyrr með ást sem aldrei dvín.

 

Þú snýrð sjávarföllunum að mér á hverjum degi og kennir augum mínum að sjá. Bara það að standa þér næst er það eðlilegasta í heimi. Og ég gæti aldrei látið þig fara, sama hvað á gengi, því að ég elska þig meira en nokkru sinni fyrr, nú þegar hið liðna er horfið.

 

Wedding Song

(af plötunni „Planet Waves“)

 

I love you more than ever, more than time and more than love,

I love you more than money and more than the stars above,

Love you more than madness, more than waves upon the sea,

Love you more than life itself, you mean that much to me.

 

Ever since you walked right in, the circle's been complete,

I've said goodbye to haunted rooms and faces in the street,

To the courtyard of the jester which is hidden from the sun,

I love you more than ever and I haven't yet begun.

 

You breathed on me and made my life a richer one to live,

When I was deep in poverty you taught me how to give,

Dried the tears up from my dreams and pulled me from the hole,

Quenched my thirst and satisfied the burning in my soul.

 

You gave me babies one, two, three, what is more, you saved my life,

Eye for eye and tooth for tooth, your love cuts like a knife,

My thoughts of you don't ever rest, they'd kill me if I lie,

I'd sacrifice the world for you and watch my senses die.

 

The tune that is yours and mine to play upon this earth,

We'll play it out the best we know, whatever it is worth,

What's lost is lost, we can't regain what went down in the flood,

But happiness to me is you and I love you more than blood.

 

It's never been my duty to remake the world at large,

Nor is it my intention to sound a battle charge,

'Cause I love you more than all of that with a love that doesn't bend,

And if there is eternity I'd love you there again.

 

Oh, can't you see that you were born to stand by my side

And I was born to be with you, you were born to be my bride,

You're the other half of what I am, you're the missing piece

And I love you more than ever with that love that doesn't cease.

 

You turn the tide on me each day and teach my eyes to see,

Just bein' next to you is a natural thing for me

And I could never let you go, no matter what goes on,

'Cause I love you more than ever now that the past is gone.

 

Flæktur í trega

Dag einn snemma morguns skein sólin og ég lá í rúminu og velti fyrir mér hvort hún hefði nokkuð breyst, hvort hár hennar væri enn rautt. Fjölskylda hennar sagði að líf okkar yrði áreiðanlega erfitt. Þeim líkaði illa heimagerði kjóllinn hennar mömmu og bankabókin hans pabba var ekki nógu þykk. Og ég stóð við vegarbrúnina og regnið féll á skóna mína. Ferðinni var heitið til austurstrandarinnar. Guð veit að ég hef þurft að gjalda mitt fyrir að komast alla leið, flæktur í trega.

 

Hún var gift þegar við hittumst fyrst en skildi fljótlega. Ég býst við að ég hafi hjálpað henni úr öngþveiti en ég notaði heldur of mikið afl. Við ókum á bílnum eins langt burt og við gátum, yfirgáfum hann langt fyrir vestan, skildumst að eina dimma sorgarnótt, sammála um að það væri best.

 

Hún sneri sér við til að horfa á mig þegar ég gekk burt. Ég heyrði hana segja yfir öxl mér: Við hittumst aftur einhvern tíma á breiðgötunni. Og ég var flæktur í trega.

 

Ég fékk vinnu í norðurskógunum miklu, vann sem matsveinn fyrir vinnuflokk í stuttan tíma. En mér líkaði það aldrei vel og dag einn var ég rekinn. Síðan flæktist ég suður til New Orleans þar sem svo vildi til að ég var ráðinn um stund á fiskibát rétt utan við Delacroix. En allan tímann var ég einn, fortíðin læst að baki. Ég hitti margar konur en hún hvarf aldrei úr huga mér og ég varð æ meira flæktur í trega.

 

Hún vann á brjóstabar þar sem ég staldraði við til að fá mér bjór. Ég einblíndi á vangasvip hennar sem var svo skýr í flóð­ljósinu. Og seinna, þegar mannfjöldinn fór að þynnast og ég var á sömu leið, stóð hún þarna bak við stólinn minn og sagði: Veit ég ekki hver þú ert? Ég muldraði eitthvað niður í bring­una. Hún skoðaði andlitsdrætti mína. Ég verð að játa að mér var örlítið órótt, þegar hún beygði sig til að hnýta reimarnar á skónum mínum, flæktar í trega.

 

Hún kveikti upp í arninum og bauð mér pípu. Ég hélt að þú mundir aldrei heilsa mér, sagði hún. Þú virðist vera þessi þögla manngerð. Síðan opnaði hún ljóðabók og rétti mér, skrifaða af ítölsku ljóðskáldi á 13. öld. Og sérhvert orð klingdi af sannleika og glóði eins og brennandi kol, streymdi frá hverri síðu, eins og þau væru skrifuð til þín í sál mína, flækta í trega.

 

Ég bjó hjá þeim við Montague-stræti í niðurgröfnum kjallara. Það var tónlist á kaffihúsunum á kvöldin og bylting í loftinu. Þá fór hann að blandast inn í þrælasölu og eitthvað inni í honum dó. Hún varð að selja allt sem hún átti og sál hennar fraus. Og þegar botninn gaf sig að lokum, dró ég mig í hlé. Það eina sem ég kunni var að halda áfram að halda áfram eins og fljúgandi fugl, flæktur í trega.

 

Svo að núna er ég á leið til baka, ég verð einhvern veginn að ná til hennar. Allt fólkið sem við þekktum er hugarburður fyrir mér núna. Sumt eru stærðfræðingar, sumt er eiginkonur vegg­fóðrara. Ég veit ekki hvernig það byrjaði, ég veit ekki hvað þau eru að gera við líf sitt. En ég, ég er enn á veginum, stefni í áttina að næstu pípu. Við fundum alltaf fyrir því sama en sáum það hvort frá sínu sjónarhorni, flækt í trega.

 

Tangled Up in Blue

(af plötunni „Blood on the Tracks“)

 

Early one mornin' the sun was shinin',

I was layin' in bed

Wond'rin' if she'd changed at all

If her hair was still red.

Her folks they said our lives together

Sure was gonna be rough

They never did like Mama's homemade dress

Papa's bankbook wasn't big enough.

And I was standin' on the side of the road

Rain fallin' on my shoes

Heading out for the East Coast

Lord knows I've paid some dues gettin' through,

Tangled up in blue.

 

She was married when we first met

Soon to be divorced

I helped her out of a jam, I guess,

But I used a little too much force.

We drove that car as far as we could

Abandoned it out West

Split up on a dark sad night

Both agreeing it was best.

She turned around to look at me

As I was walkin' away

I heard her say over my shoulder,

"We'll meet again someday on the avenue,"

Tangled up in blue.

 

I had a job in the great north woods

Working as a cook for a spell

But I never did like it all that much

And one day the ax just fell.

So I drifted down to New Orleans

Where I happened to be employed

Workin' for a while on a fishin' boat

Right outside of Delacroix.

But all the while I was alone

The past was close behind,

I seen a lot of women

But she never escaped my mind, and I just grew

Tangled up in blue.

 

She was workin' in a topless place

And I stopped in for a beer,

I just kept lookin' at the side of her face

In the spotlight so clear.

And later on as the crowd thinned out

I's just about to do the same,

She was standing there in back of my chair

Said to me, "Don't I know your name?"

I muttered somethin' underneath my breath,

She studied the lines on my face.

I must admit I felt a little uneasy

When she bent down to tie the laces of my shoe,

Tangled up in blue.

 

She lit a burner on the stove and offered me a pipe

"I thought you'd never say hello," she said

"You look like the silent type."

Then she opened up a book of poems

And handed it to me

Written by an Italian poet

From the thirteenth century.

And every one of them words rang true

And glowed like burnin' coal

Pourin' off of every page

Like it was written in my soul from me to you,

Tangled up in blue.

 

I lived with them on Montague Street

In a basement down the stairs,

There was music in the cafes at night

And revolution in the air.

Then he started into dealing with slaves

And something inside of him died.

She had to sell everything she owned

And froze up inside.

And when finally the bottom fell out

I became withdrawn,

The only thing I knew how to do

Was to keep on keepin' on like a bird that flew,

Tangled up in blue.

 

So now I'm goin' back again,

I got to get to her somehow.

All the people we used to know

They're an illusion to me now.

Some are mathematicians

Some are carpenter's wives.

Don't know how it all got started,

I don't know what they're doin' with their lives.

But me, I'm still on the road

Headin' for another joint

We always did feel the same,

We just saw it from a different point of view,

Tangled up in blue.

 

Fíflafjúk

Einhver ætlar að ná sér niðri á mér, þeir settu sögur í blöðin. Hver svo sem það er vildi ég að þeir þurrkuðu það út en ég get aðeins getið mér til um hvenær þeir gera það. Þeir segja að ég hafi skotið mann að nafni Gray og farið með konunni hans til Ítalíu. Hún hafi erft milljón dollara og þegar hún hafi dáið hafi þeir gengið til mín. Ég geti ekki að því gert þótt ég sé heppinn.

 

Fólk sér mig alltaf og það getur bara ekki munað hvernig á að haga sér. Hugur þess er fullur af stórum hugmyndum, mynd­um og afbökuðum staðreyndum. Jafnvel þú, í gær þurft­irðu að spyrja mig hvað væri til í þessu. Ég gat varla trúað því að eftir öll þessi ár þekktirðu mig ekki betur en svo, fagra frú.

 

Fíflafjúk sem blæs í hvert sinn sem þú hreyfir munninn, blæs suður sveitavegina í áttina suður. Fíflafjúk sem blæs í hvert sinn sem þú hreyfir tennurnar. Þú ert fífl, elskan, það er mesta furða að þú skulir enn vita hvernig á að anda.

 

Ég rakst á spákonu sem sagði: Gættu þín á eldingu sem gæti slegið niður. Ég hef ekki fundið frið og ró svo lengi að ég man ekki hvernig það er. Það er einmana hermaður á krossinum, reykur liðast út um dyrnar á sendibílnum. Þú vissir það ekki, þú hélst að það væri ekki hægt. Að lokum vann hann styrj­öldina eftir að hafa beðið ósigur í sérhverri orrustu.

 

Ég vaknaði á vegarbrúninni, með dagdrauma um það hvernig hlutirnir stundum eru. Myndir af kastaníubrúna hestinum þínum flugu um huga minn svo að ég sé stjörnur. Þú meiðir þá sem ég elska mest og felur sannleikann í lygi. Dag einn lendir þú í síkinu með flugur suðandi fyrir augum þér og blóð á hnakkn­um.

 

Fíflafjúk sem blæs í hvert sinn sem þú hreyfir munninn, blæs suður sveitavegina í áttina suður. Fíflafjúk sem blæs í hvert sinn sem þú hreyfir tennurnar. Þú ert fífl, elskan, það er mesta furða að þú skulir enn vita hvernig á að anda.

 

Það var þyngdaraflið sem togaði okkur niður og örlögin sem skildu okkur að. Þú tamdir ljónið í búri mínu en það nægði ekki til að breyta hjarta mínu. Nú er allt einhvern veginn öfugsnúið, raunar hafa hjólin hætt að snúast.

 

Það sem er gott er vont, það sem er vont er gott, þú kemst að því þegar þú nærð tindinum. Þú ert á botninum.

 

Ég tók eftir því við athöfnina, spilltar aðferðir þínar höfðu loks blindað þig. Ég man ekki lengur andlit þitt, munnurinn er breyttur, augu þín mæta ekki mínum. Presturinn var í svörtu á sjöunda degi og sat með steinrunnið andlit á meðan byggingin brann. Ég beið þín á hlaupabrettinu, nærri sýprustrénu, á meðan vorið breyttist hægt í haust.

 

Fíflafjúk, sem blæs um hauskúpuna á mér eins og hvirfill frá Stóru Kúlí-tjörn til Kapítól-byggingarinnar. Fíflafjúk, sem blæs í hvert sinn sem þú hreyfir tennurnar. Þú ert fífl, elskan, það er mesta furða að þú skulir enn vita hvernig á að anda.

 

Ég finn ekki lengur fyrir þér, ég get ekki einu sinni snert bæk­urnar sem þú hefur lesið. Í hvert sinn sem ég skríð framhjá dyrum þínum hef ég óskað þess að vera einhver annar en ég er. Suður eftir þjóðveginum, suður eftir slóðun­um, suður veg­inn í átt til alsælu - ég fylgdi þér undir stjörnunum, hundeltur af minningu þinni og allri þinni glæstu dýrð.

 

Nú hef ég verið svikinn í síðasta sinn og nú er ég loksins frjáls. Ég kyssti í kveðjuskyni gólandi skrímslið á markalínunni sem skildi okkur að. Þú munt aldrei kynnast sárindunum sem ég leið né þjáningunni sem ég reis upp yfir og ég mun aldrei kynn­ast því sama hjá þér, heilagleika þínum og þinni tegund ástar og það gerir mig svo hryggan.

 

Fíflafjúk sem blæs í gegnum hnappana á kápunni þinni, blæs í gegnum bréfin sem við skrifuðum. Fíflafjúk sem blæs í gegn­um rykið á hillum okkar. Við erum fífl, elskan, það er mesta furða að við skulum geta nært okkur sjálf.

 

Idiot Wind

(af plötunni „Blood on the Tracks“)

 

Someone's got it in for me, they're planting stories in the press

Whoever it is I wish they'd cut it out but when they will I can only guess.

They say I shot a man named Gray and took his wife to Italy,

She inherited a million bucks and when she died it came to me.

I can't help it if I'm lucky.

 

People see me all the time and they just can't remember how to act

Their minds are filled with big ideas, images and distorted facts.

Even you, yesterday you had to ask me where it was at,

I couldn't believe after all these years, you didn't know me better than that Sweet lady.

 

Idiot wind, blowing every time you move your mouth,

Blowing down the backroads headin' south.

Idiot wind, blowing every time you move your teeth,

You're an idiot, babe.

It's a wonder that you still know how to breathe.

 

I ran into the fortune-teller, who said beware of lightning that might strike

I haven't known peace and quiet for so long I can't remember what it's like.

There's a lone soldier on the cross, smoke pourin' out of a boxcar door,

You didn't know it, you didn't think it could be done, in the final end he won the wars

After losin' every battle.

 

I woke up on the roadside, daydreamin' 'bout the way things sometimes are

Visions of your chestnut mare shoot through my head and are makin' me see stars.

You hurt the ones that I love best and cover up the truth with lies.

One day you'll be in the ditch, flies buzzin' around your eyes,

Blood on your saddle.

 

Idiot wind, blowing through the flowers on your tomb,

Blowing through the curtains in your room.

Idiot wind, blowing every time you move your teeth,

You're an idiot, babe.

It's a wonder that you still know how to breathe.

 

It was gravity which pulled us down and destiny which broke us apart

You tamed the lion in my cage but it just wasn't enough to change my heart.

Now everything's a little upside down, as a matter of fact the wheels have stopped,

What's good is bad, what's bad is good, you'll find out when you reach the top

You're on the bottom.

 

I noticed at the ceremony, your corrupt ways had finally made you blind

I can't remember your face anymore, your mouth has changed, your eyes

don't look into mine.

The priest wore black on the seventh day and sat stone-faced while the  building burned.

I waited for you on the running boards, near the cypress trees, while the springtime turned

Slowly into autumn.

 

Idiot wind, blowing like a circle around my skull,

From the Grand Coulee Dam to the Capitol.

Idiot wind, blowing every time you move your teeth,

You're an idiot, babe.

It's a wonder that you still know how to breathe.

 

I can't feel you anymore, I can't even touch the books you've read

Every time I crawl past your door, I been wishin' I was somebody else instead.

Down the highway, down the tracks, down the road to ecstasy,

I followed you beneath the stars, hounded by your memory

And all your ragin' glory.

 

I been double-crossed now for the very last time and now I'm finally free,

I kissed goodbye the howling beast on the borderline which separated you from me.

You'll never know the hurt I suffered nor the pain I rise above,

And I'll never know the same about you, your holiness or your kind of love,

And it makes me feel so sorry.

 

Idiot wind, blowing through the buttons of our coats,

Blowing through the letters that we wrote.

Idiot wind, blowing through the dust upon our shelves,

We're idiots, babe.

It's a wonder we can even feed ourselves.

 

Skjól frá stominum

Það var önnur ævi, ævi strits og blóðs, þegar það var dyggð að vera svartur og vegurinn var fullur af for. Ég kom utan af öræf­unum, formlaus óskapnaður. Komdu inn, sagði hún, ég skal skýla þér fyrir storminum.

 

Og ef ég fer þessa leið á ný hefurðu ekkert að óttast. Ég mun alltaf gera mitt besta fyrir hana, ég lofa þér því í heimi stáleygs dauða og menn sem berjast til að halda á sér hita. Komdu inn, sagði hún, ég skal skýla þér fyrir storminum.

 

Ekkert orð fór á milli okkar, engin áhætta í gangi. Allt fram að þessu hafði verið skilið eftir óleyst. Reyndu að ímynda þér stað þar sem alltaf er öruggt og hlýtt. Komdu inn, sagði hún, ég skal skýla þér fyrir storminum.

 

Ég var útbrunninn af ofþreytu, grafinn í haglinu, eitrað fyrir mér í runnunum og blásið burt af slóðinni, hundeltur eins og krókódíll, tortímt í korninu. Komdu inn, sagði hún, ég skal skýla þér fyrir storminum.

 

Skyndilega sneri ég mér við og þar stóð hún með silfur­arm­band um úlnliðinn og blóm í hárinu. Hún gekk svo þokkafull að mér og tók af mér þyrnikórónuna. Komdu inn, sagði hún, ég skal skýla þér fyrir storminum.

 

Nú er veggur á milli okkar, eitthvað hefur týnst. Ég tók of mörgu sem gefnu, ruglaðist á merkjunum. Að hugsa sér að það skyldi allt byrja á löngu gleymdum morgni. Komdu inn, sagði hún, ég skal skýla þér fyrir storminum.

 

Já, lögreglumaðurinn gengur á hörðum nöglum og prédikarinn ríður hesti En ekkert skiptir í rauninni máli, það er dómurinn einn sem telur. Og eineygði útfararstjórinn blæs í gagnslausan lúður. Komdu inn, sagði hún, ég skal skýla þér fyrir storm­inum.

 

Ég hef heyrt nýfædd börn væla eins og syrgjandi dúfur og gamla menn með brotnar tennur í ástlausu strandi. Skil ég spurningu þína, maður, er það vonlaust og yfirgefið? Komdu inn, sagði hún, ég skal skýla þér fyrir storminum.

 

Í litlu hæðarorpi var spilað um fötin mín. Ég prúttaði um frels­un en var gefinn banvænn skammtur. Ég bauð fram sakleysi mitt en fékk endurgjald í fyrirlitningu. Komdu inn, sagði hún, ég skal skýla þér fyrir storminum.

 

Já, ég lifi í ókunnu landi en verð að fara yfir landamærin. Feg­urðin gengur á hnífskarpri egg, einhvern tíma verður hún mín. Ef ég gæti bara snúið klukkunni aftur á bak til þess tíma er Guð og hún urðu til. Komdu inn, sagði hún, ég skal skýla þér fyrir storminum.

 

Shelter From the Storm

(af plötunni "Blood on the Tracks")

 

'Twas in another lifetime, one of toil and blood

When blackness was a virtue and the road was full of mud

I came in from the wilderness, a creature void of form.

"Come in," she said,

"I'll give you shelter from the storm."

 

And if I pass this way again, you can rest assured

I'll always do my best for her, on that I give my word

In a world of steel-eyed death, and men who are fighting to be warm.

"Come in," she said,

"I'll give you shelter from the storm."

 

Not a word was spoke between us, there was little risk involved

Everything up to that point had been left unresolved.

Try imagining a place where it's always safe and warm.

"Come in," she said,

"I'll give you shelter from the storm."

 

I was burned out from exhaustion, buried in the hail,

Poisoned in the bushes an' blown out on the trail,

Hunted like a crocodile, ravaged in the corn.

"Come in," she said,

"I'll give you shelter from the storm."

 

Suddenly I turned around and she was standin' there

With silver bracelets on her wrists and flowers in her hair.

She walked up to me so gracefully and took my crown of thorns.

"Come in," she said,

"I'll give you shelter from the storm."

 

Now there's a wall between us, somethin' there's been lost

I took too much for granted, got my signals crossed.

Just to think that it all began on a long-forgotten morn.

"Come in," she said,

"I'll give you shelter from the storm."

 

Well, the deputy walks on hard nails and the preacher rides a mount

But nothing really matters much, it's doom alone that counts

And the one-eyed undertaker, he blows a futile horn.

"Come in," she said,

"I'll give you shelter from the storm."

  

I've heard newborn babies wailin' like a mournin' dove

And old men with broken teeth stranded without love.

Do I understand your question, man, is it hopeless and forlorn?

"Come in," she said,

"I'll give you shelter from the storm."

 

In a little hilltop village, they gambled for my clothes

I bargained for salvation an' they gave me a lethal dose.

I offered up my innocence and got repaid with scorn.

"Come in," she said,

"I'll give you shelter from the storm."

 

Well, I'm livin' in a foreign country but I'm bound to cross the line

Beauty walks a razor's edge, someday I'll make it mine.

If I could only turn back the clock to when God and her were born.

"Come in," she said,

"I'll give you shelter from the storm."

 

Það er kviknað í þessu hjóli

Ef minnið þjónar þér vel munum við hittast á ný og bíða. Ég ætla því að taka upp úr töskunum og setjast áður en verður of framorðið. Engin önnur lifandi sála mun koma til þín til að segja þér aðra sögu. En þú veist að við munum hittast á ný ef minnið þjónar þér vel. Það er kviknað í þessu hjóli sem rúllar eftir veginum. Láttu nánasta skyldmenni mitt vita, þetta hjól er að springa!

 

Ef minnið þjónar þér vel ætlaði ég að hnupla blúndunum og hnýta þær í sjómannahnút og fela þær í töskunni þinni. Ef ég vissi bara að þetta væri taskan þín ... En ó, það var svo erfitt að segja. En þú vissir að við mundum hittast aftur ef minnið þjónar þér vel. Það er kviknað í þessu hjóli sem rúllar eftir veg­inum. Láttu nánasta skyldmenni mitt vita, þetta hjól er að springa!

 

Ef minnið þjónar þér vel manstu að þú ert sú sem baðst mig að sækja þá heim og biðja þá að gera þér greiða. Og eftir að allar áætlanir höfðu brugðist og ekkert meira um það að segja vissir þú að við mundum hittast aftur ef minnið þjónaði þér vel. Það er kviknað í þessu hjóli sem ekið er eftir veginum. Láttu nánasta skyldmenni mitt vita, þetta hjól er að springa!

 

This Wheel´s on Fire

(af plötunni „The Basement Tapes“)

 

If your mem'ry serves you well,

We were goin' to meet again and wait,

So I'm goin' to unpack all my things

And sit before it gets too late.

No man alive will come to you

With another tale to tell,

But you know that we shall meet again

If your mem'ry serves you well.

This wheel's on fire,

Rolling down the road,

Best notify my next of kin,

This wheel shall explode!

 

If your mem'ry serves you well,

I was goin' to confiscate your lace,

And wrap it up in a sailor's knot

And hide it in your case.

If I knew for sure that it was yours . . .

But it was oh so hard to tell.

But you knew that we would meet again,

If your mem'ry serves you well.

This wheel's on fire,

Rolling down the road,

Best notify my next of kin,

This wheel shall explode!

 

If your mem'ry serves you well,

You'll remember you're the one

That called on me to call on them

To get you your favors done.

And after ev'ry plan had failed

And there was nothing more to tell,

You knew that we would meet again,

If your mem'ry served you well.

This wheel's on fire,

Rolling down the road,

Best notify my next of kin,

This wheel shall explode!

 

Hvirfilbylur

Skammbyssuskothríð gellur á barnum um kvöld og Patty Valentine birtist af efri hæðinni. Hún sér barþjóninn í blóðpolli og hrópar: Guð minn góður, þeir hafa drepið þau öll! Hér kemur sagan um Hvirfilbyl, manninn sem stjórnvöld sökuðu um nokkuð sem hann hafði aldrei gert. Honum var stungið í fangaklefa en einhvern tíma hefði hann getað orðið heims­meistari.

 

Patty sér að þarna liggja þrjú lík en maður að nafni Bello færir sig til á dularfullan hátt. Ég gerði það ekki, segir hann og réttir upp hendur sínar, ég var bara að stela skuldaskránni, ég vona að þú skiljir það. Ég sá þá þegar þeir voru að fara burt. Og hann hikar við. Annaðhvort okkar ætti að kalla á lögregluna. Þá hringir Petty í lögregluna og þeir birtast á vettvangi með rauð, blikkandi ljósin í heitri New Jersey-nóttinni.

 

Á meðan, langt í burtu í öðrum borgarhluta flækjast Rubin Carter og nokkrir vinir hans um. Titiláskorandi númer eitt í millivigt hafði enga hugmynd um þann óverra sem nú var í vændum þegar lögga dró hann yfir að vegarbrúninni. Eins og síðast og eins og þar á undan þannig gerast hlutirnir bara í Paterson. Sé maður svartur er eins gott að láta ekki sjá sig á götunni nema maður vilji draga að sér vandræðin.

 

Alfred Bello átti sér félaga sem átti inni greiða hjá lögreglunni. Hann og Arthur Cexter Bradley voru úti í göngutúr, sagði hann. Ég sá tvo menn hlaupa út, þeir litu út eins og millivigtar­menn. Þeir stukku upp í hvítan bíl með utanfylkisnúmerum. Og ungfrú Patty Valentine kinkaði aðeins kolli. Löggan sagði: Bíðið strákar, þessi er ekki dauður. Síðan fóru þeir með hann á sjúkrastofu og þótt hann væri nærri blindur sögðu þeir að hann gæti borið kennsl á hina seku.

 

Klukkan var fjögur um nótt og þeir drösla Rubin inn, fara með hann á sjúkrahúsið og upp á efri hæð. Særði maðurinn lítur upp með öðru hálfdauðu auganu og segir: Til hvers komuð þið með hann hingað? Þetta er ekki maðurinn! Já þetta er sagan um Hvirfilvind, manninn sem stjórnvöld sökuðu um nokkuð sem hann hafði aldrei gert. Honum var stungið í fangaklefa en einhvern tíma hefði hann getað orðið heimsmeistari.

 

Fjórum mánuðum síðar eru fátækrahverfin logandi. Rubin er í Suður-Ameríku að berjast fyrir frægð sinni. Á meðan er Arthur Dexter Bradley í ræningjaleiknum sínum. Og löggurnar setja á hann þumalskrúfu, leita að einhverjum til að setja sökina á. Manstu eftir morðinu sem framið var á barnum? Manstu að þú sagðist hafa séð bílinn sem flúði á brott? Heldurðu að þú fáir að leika þér með lögin? Heldurðu að það gæti hafa verið þessi boxari sem þú sást flýja þetta kvöld? Gleymdu ekki að þú ert hvítur.

 

Arthur Dexter Bradley sagði: Ég veit svei mér ekki. Löggurnar sögðu: Fátækur strákur eins og þú gætir notið hlésins. Við náðum þér fyrir mótel-málið og við erum að ræða við Bello vin þinn. Ekki viltu fara aftur í fangelsið. Vertu góður náungi og gerðu samfélaginu greiða. Þessi tíkarsonur hefur það gott og sífellt betra. Við viljum hræra upp í helvítinu. Við viljum koma þessu þrefalda morði á hann. Hann er enginn Harrý heiðursmaður.

 

Rubin gat rotað mann með einu höggi en hann vildi aldrei fjölyrða neitt um það. Þetta er vinnan mín sem ég fæ borgað fyrir. Og þegar því er lokið vil ég helst fara strax mína leið - til einhvers himnaríkis þar sem silungavöðurnar streyma og loft­ið er hreint og ríða hesti eftir stígnum. En þá fóru þeir með hann í fangelsið þar sem reynt er að  breyta mönnum í mýs.

 

Öll spilin hans Rubins voru merkt fyrirfram. Réttarhöldin voru svínasírkus. Hann átti aldrei neinn möguleika. Dómarinn gerði vitni Rubins að fyllibyttum úr ræsinu. Í augum þeirra hvítu sem fylgdust með var hann byltingarsinnaður róni, í augum þeirra svörtu aðeins brjálaður negri. Enginn efaðist um að hann hefði hleypt af gikknum. Og þótt byssan kæmi aldrei fram lýsti saksóknarinn því yfir að hann hefði unnið þetta ódæði. Og alhvítur kviðdómurinn samykkti.

 

Það var réttað yfir Rubin Carter með svikum. Glæpurinn morð af fyrstu gráðu en gettu hverjir báru vitni? Bello og Bradley sem báðir lugu kokhraustir. Og dagblöðin, þau tóku öll þátt í herförinni. Hvernig getur líf slíks manns verið í greipum slíkra fífla? Þegar ég sá hve sökinni var augljóslega komið á hann gat ég ekki varist því að skammast mín fyrir að lifa í landi þar sem menn leika sér að réttætinu.

 

Og nú er öllum glæpamönnunum leyft að fylgjast með sólar­upp­rásinni í fínum frökkum með bindi á meðan Rubin situr eins og Búddhalíkneski í þriggja fermetra klefa. Saklaus maður í lifandi helvíti. Þetta er sagan um Hvirfilbyl. En henni lýkur ekki fyrr en þeir hreinsa nafn hans og gefa honum aftur þann tíma sem hann er búinn að afplána. Honum var stungið í fang­elsis­klefa en einhvern tíma hefði hann getað orðið heims­meistari.

 

Hurricane

(af plötunni „Desire“)

 

Pistol shots ring out in the barroom night

Enter Patty Valentine from the upper hall.

She sees the bartender in a pool of blood,

Cries out, "My God, they killed them all!"

Here comes the story of the Hurricane,

The man the authorities came to blame

For somethin' that he never done.

Put in a prison cell, but one time he could-a been

The champion of the world.

 

Three bodies lyin' there does Patty see

And another man named Bello, movin' around mysteriously.

"I didn't do it," he says, and he throws up his hands

"I was only robbin' the register, I hope you understand.

I saw them leavin'," he says, and he stops

"One of us had better call up the cops."

And so Patty calls the cops

And they arrive on the scene with their red lights flashin'

In the hot New Jersey night.

 

Meanwhile, far away in another part of town

Rubin Carter and a couple of friends are drivin' around.

Number one contender for the middleweight crown

Had no idea what kinda shit was about to go down

When a cop pulled him over to the side of the road

Just like the time before and the time before that.

In Paterson that's just the way things go.

If you're black you might as well not show up on the street

'Less you wanna draw the heat.

 

Alfred Bello had a partner and he had a rap for the cops.

Him and Arthur Dexter Bradley were just out prowlin' around

He said, "I saw two men runnin' out, they looked like middleweights

They jumped into a white car with out-of-state plates."

And Miss Patty Valentine just nodded her head.

Cop said, "Wait a minute, boys, this one's not dead"

So they took him to the infirmary

And though this man could hardly see

They told him that he could identify the guilty men.

 

Four in the mornin' and they haul Rubin in,

Take him to the hospital and they bring him upstairs.

The wounded man looks up through his one dyin' eye

Says, "Wha'd you bring him in here for? He ain't the guy!"

Yes, here's the story of the Hurricane,

The man the authorities came to blame

For somethin' that he never done.

Put in a prison cell, but one time he could-a been

The champion of the world.

 

Four months later, the ghettos are in flame,

Rubin's in South America, fightin' for his name

While Arthur Dexter Bradley's still in the robbery game

And the cops are puttin' the screws to him, lookin' for somebody to blame.

"Remember that murder that happened in a bar?"

"Remember you said you saw the getaway car?"

"You think you'd like to play ball with the law?"

"Think it might-a been that fighter that you saw runnin' that night?"

"Don't forget that you are white."

 

Arthur Dexter Bradley said, "I'm really not sure."

Cops said, "A poor boy like you could use a break

We got you for the motel job and we're talkin' to your friend Bello

Now you don't wanta have to go back to jail, be a nice fellow.

You'll be doin' society a favor.

That sonofabitch is brave and gettin' braver.

We want to put his ass in stir

We want to pin this triple murder on him

He ain't no Gentleman Jim."

 

Rubin could take a man out with just one punch

But he never did like to talk about it all that much.

It's my work, he'd say, and I do it for pay

And when it's over I'd just as soon go on my way

Up to some paradise

Where the trout streams flow and the air is nice

And ride a horse along a trail.

But then they took him to the jailhouse

Where they try to turn a man into a mouse.

 

All of Rubin's cards were marked in advance

The trial was a pig-circus, he never had a chance.

The judge made Rubin's witnesses drunkards from the slums

To the white folks who watched he was a revolutionary bum

And to the black folks he was just a crazy nigger.

No one doubted that he pulled the trigger.

And though they could not produce the gun,

The D.A. said he was the one who did the deed

And the all-white jury agreed.

 

Rubin Carter was falsely tried.

The crime was murder "one," guess who testified?

Bello and Bradley and they both baldly lied

And the newspapers, they all went along for the ride.

How can the life of such a man

Be in the palm of some fool's hand?

To see him obviously framed

Couldn't help but make me feel ashamed to live in a land

Where justice is a game.

 

Now all the criminals in their coats and their ties

Are free to drink martinis and watch the sun rise

While Rubin sits like Buddha in a ten-foot cell

An innocent man in a living hell.

That's the story of the Hurricane,

But it won't be over till they clear his name

And give him back the time he's done.

Put in a prison cell, but one time he could-a been

The champion of the world.

 

Svarti demantaflói

Uppi á hvítri veröndinni klæðist hún hálsbindi og Panama­hatti. Í vegabréfinu er andlit frá öðrum tíma og stað. Hún er gjörólík því. Og allar leifar nýliðins tíma hafa tvístrast í trylltum storminum. Hún gengur yfir marmaragólfið þar sem rödd innan úr spilaherbergi kallar hana inn. En hún brosir, gengur burt á meðan síðasta skipið siglir hjá og máninn líður burt frá Svarta demantaflóla.

 

Þegar morgunbirtan hellist yfir kemur Grikkinn niður og biður um reipi og penna sem hægt sé að skrifa með. Afsakið, herra, segir afgreiðslumaðurinn og tekur húfuna sína varlega ofan. Er það rétt sem ég heyri? Og á meðan gula þokan léttist stefnir Grikkinn hratt upp á aðra hæð. Hún mætir honum á hring­stiga­pallinum og heldur að hann sé sovéski sendiherrann. Hún byrjar að segja eitthvað en hann gengur í burtu á meðan storm­skýin lyftast og pálmagreinarnar sveiflast við Svarta demantaflóa.

 

Hermaður situr undir viftunni og á viðskipti við lítinn náunga sem selur honum hring. Elding brestur yfir, ljósin fara. Af­greiðslumaðurinn vaknar og byrjar að kalla: Sjáið þið eitt­hvað? Þá kemur Grikkinn í ljós á annarri hæðinni, berfættur með reipi um hálsinn. Á meðan kveikir tapari í spilaherberginu á kerti og segir: Hlustaðu á mig! En regnið dynur yfir og trönurnar fljúga burt frá Svarta demantaflóa.

 

Afgreiðslumaðurinn heyrði konuna hlæja þegar hann horfði á eftirleikinn. Og hermaðurinn varð grófur, hann reyndi að grípa hönd konunnar og sagði: Hérna er hringur, hann kostar hell­ing. Hún svaraði: Það er ekki nóg. Síðan hljóp hún upp til að setja niður í töskurnar sínar en leiguvagn dreginn af hesti beið beislaður. Hún gekk framhjá dyrunum sem Grikkinn hafði læst. Þar hékk handskrifað skilti: Truflið ekki! Samt barði hún að dyrum á meðan sólin hneig til viðar og tónlistin ómaði við Svarta demantaflóa.

 

Ég verð að tala við einhvern strax! En Grikkinn sagði: Farðu burt! og sparkaði stólnum um koll. Þarna hékk hann niður úr ljósakrónunni Hún hrópaði: Hjálp! Það er hætta á ferðum. Gerðu það, opnaðu! Þá gaus eldfjallið og hraunið vall niður úr fjallinu hátt fyrir ofan. Hermaðurinn og litli náunginn grúfðu sig úti í horni og hugsuðu um forboðnar ástir. En afgreiðslu­maður­inn sagði: Þetta gerist á hverjum degi, á meðan stjörn­urnar hröpuðu og akrar brunnu við Svarta demantsflóa.

 

Á meðan eyjan sökk hægt í sæ, sprengdi taparinn loks bank­ann í spilaherberginu. Gjafarinn sagði: Það er orðið of seint. Þú getur tekið peningana þína en ég veit ekki hvernig þú ætlar að eyða þeim í grafhýsinu. Litli maðurinn beit hermanninn í eyrað en gólfið bylgjaðist og miðstöðvar­ketillinnn í kjallar­anum blés hástöfum. Á meðan hún stendur þarna frammi á svölunum segir ókunnur maður við hana: Ástin mín, ég elska þig! Hún tárast og biðst síðan fyrir á meðan eldar brenna og reykurinn feykist burt frá Svarta demantaflóa.

 

Ég sat einn heima kvöld eitt í Los Angeles, horfði á Cronkite gamla í sjö-fréttunum. Svo virðist sem jarðskjálfti hafi riðið yfir og skilið ekkert eftir annað en Panama-hatt og gamla sandala. Það virðist ekki mikið hafa gerst, svo að ég slökkti á fréttunum og fór að fá mér annan bjór. Það er eins og að í hvert skipti sem maður snýr sér við heyri maður enn eina hrakfallasöguna. Við því er svo sem ekkert að segja. Ég ætlaði hvort sem er aldrei að fara til Svarta demantaflóa.

 

Black Diamond Bay

(af plötunni „Desire“)

 

Up on the white veranda

She wears a necktie and a Panama hat.

Her passport shows a face

From another time and place

She looks nothin' like that.

And all the remnants of her recent past

Are scattered in the wild wind.

She walks across the marble floor

Where a voice from the gambling room is callin' her to come on in.

She smiles, walks the other way

As the last ship sails and the moon fades away

From Black Diamond Bay.

 

As the mornin' light breaks open, the Greek comes down

And he asks for a rope and a pen that will write.

"Pardon, monsieur," the desk clerk says,

Carefully removes his fez,

"Am I hearin' you right?"

And as the yellow fog is liftin'

The Greek is quickly headin' for the second floor.

She passes him on the spiral staircase

Thinkin' he's the Soviet Ambassador,

She starts to speak, but he walks away

As the storm clouds rise and the palm branches sway

On Black Diamond Bay.

 

A soldier sits beneath the fan

Doin' business with a tiny man who sells him a ring.

Lightning strikes, the lights blow out.

The desk clerk wakes and begins to shout,

"Can you see anything?"

Then the Greek appears on the second floor

In his bare feet with a rope around his neck,

While a loser in the gambling room lights up a candle,

Says, "Open up another deck."

But the dealer says, "Attendez-vous, s'il vous plait,''

As the rain beats down and the cranes fly away

From Black Diamond Bay.

 

The desk clerk heard the woman laugh

As he looked around the aftermath and the soldier got tough.

He tried to grab the woman's hand,

Said, "Here's a ring, it cost a grand."

She said, "That ain't enough."

Then she ran upstairs to pack her bags

While a horse-drawn taxi waited at the curb.

She passed the door that the Greek had locked,

Where a handwritten sign read, "Do Not Disturb."

She knocked upon it anyway

As the sun went down and the music did play

On Black Diamond Bay.

 

"I've got to talk to someone quick!"

But the Greek said, "Go away," and he kicked the chair to the floor.

He hung there from the chandelier.

She cried, "Help, there's danger near

Please open up the door!"

Then the volcano erupted

And the lava flowed down from the mountain high above.

The soldier and the tiny man were crouched in the corner

Thinking of forbidden love.

But the desk clerk said, "It happens every day,"

As the stars fell down and the fields burned away

On Black Diamond Bay.

 

As the island slowly sank

The loser finally broke the bank in the gambling room.

The dealer said, "It's too late now.

You can take your money, but I don't know how

You'll spend it in the tomb."

The tiny man bit the soldier's ear

As the floor caved in and the boiler in the basement blew,

While she's out on the balcony, where a stranger tells her,

"My darling, je vous aime beaucoup."

She sheds a tear and then begins to pray

As the fire burns on and the smoke drifts away

From Black Diamond Bay.

 

I was sittin' home alone one night in L.A.,

Watchin' old Cronkite on the seven o'clock news.

It seems there was an earthquake that

Left nothin' but a Panama hat

And a pair of old Greek shoes.

Didn't seem like much was happenin',

So I turned it off and went to grab another beer.

Seems like every time you turn around

There's another hard-luck story that you're gonna hear

And there's really nothin' anyone can say

And I never did plan to go anyway

To Black Diamond Bay.

  

Sara

Ég lá á sólstólnum og horfði upp í loftið, þegar börnin voru smábörn og léku sér á ströndinni. Þú komst aftan að mér, ég sá þig ganga framhjá. Þú varst alltaf svo nálæg og enn í seilingarfæri.

 

Sara, Sara, hvað fékk þig til að skipta um skoðun? Sara, Sara, svo auðvelt að horfa á þig, svo erfitt að skilgreina þig.

 

Ég sé þau enn fyrir mér leika sér með föturnar sínar í sandin­um. Þau hlupu að vatninu til að fylla þær. Ég sé skeljarnar enn hrynja úr lófum þeirra þegar þau hlupu aftur upp hæðina.

 

Sara, Sara, þú sæta englafljóð, dýrasta ástin í lífi mínu. Sara, Sara, glóandi gimsteinn, dularfull eiginkona.

 

Við sváfum í skóginum við eldinn um nótt og drukkum hvítt romm á portúgölskum bar. Þau léku sér í höfrungaleik og hlust­uðu á Mjallhvít. Þú fórst á markaðinn í Savanna-la-Mar.

 

Sara, Sara, þetta er allt svo skýrt, ég gæti aldrei gleymt því. Sara, Sara, ástin til þín er það eina sem ég mun aldrei iðrast.

 

Ég heyri enn hljóðin í bjöllum meþódistanna. Ég hafði farið í meðferð og var rétt kominn yfir það. Vakti dögum saman inni á Hótel Chelsea og samdi Dapureygu konuna frá Láglönd­unum til þín.

 

Sara, Sara, hvert sem við förum, fær ekkert skilið okkur að. Sara, Sara, fagra kona, svo kær hjarta mínu.

 

Hvernig hitti ég þig? Ég veit það ekki. Sendiboði færði mér hitabeltisstorm. Þú varst þarna um veturinn, tunglskinið merl­aði í snjónum. Og á Liljutjarnartröð þegar veðrið varð hlýtt.

 

Ó, Sara, Sara, sporðdrekasvings í bómullarfötum. Sara, Sara, fyr­ir­­gefðu hve ég er óverðugur.

 

Nú er ströndin auð fyrir utan svolítið þang og brak úr gömlu skipi sem liggur í fjörunni. Þú brást alltaf við þegar ég þarfnað­ist hjálpar þinnar. Þú færðir mér alltaf kort og lykil að dyrum þínum.

 

Ó, Sara, Sara, glæsilega vatnadís með boga og örvar. Ó, Sara, Sara, yfirgefðu mig aldrei, farðu ekki frá mér.

 

Sara

(af plötunni „Desire“)

 

I laid on a dune, I looked at the sky,

When the children were babies and played on the beach.

You came up behind me, I saw you go by,

You were always so close and still within reach.

 

Sara, Sara,

Whatever made you want to change your mind?

Sara, Sara,

So easy to look at, so hard to define.

 

I can still see them playin' with their pails in the sand,

They run to the water their buckets to fill.

I can still see the shells fallin' out of their hands

As they follow each other back up the hill.

 

Sara, Sara,

Sweet virgin angel, sweet love of my life,

Sara, Sara,

Radiant jewel, mystical wife.

 

Sleepin' in the woods by a fire in the night,

Drinkin' white rum in a Portugal bar,

Them playin' leapfrog and hearin' about Snow White,

You in the marketplace in Savanna-la-Mar.

 

Sara, Sara,

It's all so clear, I could never forget,

Sara, Sara,

Lovin' you is the one thing I'll never regret.

 

I can still hear the sounds of those Methodist bells,

I'd taken the cure and had just gotten through,

Stayin' up for days in the Chelsea Hotel,

Writin' "Sad-Eyed Lady of the Lowlands" for you.

 

Sara, Sara,

Wherever we travel we're never apart.

Sara, oh Sara,

Beautiful lady, so dear to my heart.

 

How did I meet you? I don't know.

A messenger sent me in a tropical storm.

You were there in the winter, moonlight on the snow

And on Lily Pond Lane when the weather was warm.

 

Sara, oh Sara,

Scorpio Sphinx in a calico dress,

Sara, Sara,

You must forgive me my unworthiness.

 

Now the beach is deserted except for some kelp

And a piece of an old ship that lies on the shore.

You always responded when I needed your help,

You gimme a map and a key to your door.

 

Sara, oh Sara,

Glamorous nymph with an arrow and bow,

Sara, oh Sara,

Don't ever leave me, don't ever go.

 

Þú verður að þjóna einhverjum

Ef til vill ertu sendiherra í Englandi eða Frakklandi, ef til vill hefurðu gaman af fjárhættuspili, ef til vill elskarðu dans. Ef til vill ertu heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum, ef til vill ertu samkvæmisljón með langt perluband.

 

En þú verður svo sannarlega að þjóna einhverjum, þú verður að þjóna einhverjum. Ef til vill er það satan, ef til vill er það Guð. En þú verður að þjóna einhverjum.

 

Ef til vill ertu rokkfíkill sem sprangar um á sviði, ef til vill veð­urðu í eiturlyfjum eða konum. Ef til vill ertu kaupsýslu­maður eða forframaður þjófur, ef til vill ertu kallaður doktor, ef til vill nefndur stjóri.

 

En þú verður svo sannarlega að þjóna einhverjum, þú verður að þjóna einhverjum. Ef til vill er það satan, ef til vill er það Guð. En þú verður að þjóna einhverjum.

 

Ef til vill ertu liðsforingi í ríkishernum, ef til vill ungur Tyrki. Ef til vill ertu yfirmaður stórrar sjónvarpsstöðvar. Ef til vill ertu fátækur eða ríkur, ef til vill ertu blindur eða fatlaður. Ef til vill býrðu í öðru landi undir öðru nafni.

 

En þú verður svo sannarlega að þjóna einhverjum, þú verður að þjóna einhverjum. Ef til vill er það satan, ef til vill er það Guð. En þú verður að þjóna einhverjum.

 

Ef til vill ertu verkamaður sem vinnur við að byggja hús. Ef til vill býrðu í höfðingjasetri, ef til vill býrðu undir hvolfþaki. Ef til vill áttu þínar eigin byssur og jafnvel þína eigin skriðdreka. Ef til vill ertu landeigandi, ef til áttu jafnvel banka.

 

En þú verður svo sannarlega að þjóna einhverjum, þú verður að þjóna einhverjum. Ef til vill er það satan, ef til vill er það Guð. En þú verður að þjóna einhverjum..

 

Ef til vill ertu prédikari fullur af andlegu stolti. Ef til vill ertu borgarstarfsmaður sem tekur við mútum framhjá. Ef til vill vinn­urðu á rakarastofu, ef til vill kanntu að klippa. Ef til vill ertu ástkona einhvers, ef til vill erfingi einhvers.

 

En þú verður svo sannarlega að þjóna einhverjum, þú verður að þjóna einhverjum. Ef til vill er það satan, ef til vill er það Guð. En þú verður að þjóna einhverjum.

 

Ef til vill finnst þér gott að klæðast baðmull, ef til vill velurðu heldur silki. Ef til vill finnst þér gott að drekka viský, ef til vill viltu mjólk. Ef til vill finnst þér kavíar góður, ef til vill viltu heldur brauð. Ef til vill sefurðu á gólfinu, ef til vill í king-size rúmi.

 

En þú verður svo sannarlega að þjóna einhverjum, þú verður að þjóna einhverjum. Ef til vill er það satan, ef til vill er það Guð. En þú verður að þjóna einhverjum.

 

Ef til vill kallarðu mig Terry, ef til vill kallarðu mig Timmy. Ef til vill kallarðu mig Bobby, ef til vill kallarðu mig Zimmy. Ef til vill kallarðu mig RJ, ef til vill kallarðu mig Ray. Þú mátt kalla mig hvað sem er en það er sama hvað þú segir:

 

Þú verður svo sannarlega að þjóna einhverjum, þú verður að þjóna einhverjum. Ef til vill er það satan, ef til vill er það Guð. En þú verður að þjóna einhverjum.

 

Gotta Serve Somebody

(af plötunni „Slow Train Coming“)

 

You may be an ambassador to England or France,

You may like to gamble, you might like to dance,

You may be the heavyweight champion of the world,

You may be a socialite with a long string of pearls

 

But you're gonna have to serve somebody, yes indeed

You're gonna have to serve somebody,

Well, it may be the devil or it may be the Lord

But you're gonna have to serve somebody.

 

You might be a rock 'n' roll addict prancing on the stage,

You might have drugs at your command, women in a cage,

You may be a business man or some high degree thief,

They may call you Doctor or they may call you Chief

 

But you're gonna have to serve somebody, yes indeed

You're gonna have to serve somebody,

Well, it may be the devil or it may be the Lord

But you're gonna have to serve somebody.

 

You may be a state trooper, you might be a young Turk,

You may be the head of some big TV network,

You may be rich or poor, you may be blind or lame,

You may be living in another country under another name

 

But you're gonna have to serve somebody, yes indeed

You're gonna have to serve somebody,

Well, it may be the devil or it may be the Lord

But you're gonna have to serve somebody.

 

You may be a construction worker working on a home,

You may be living in a mansion or you might live in a dome,

You might own guns and you might even own tanks,

You might be somebody's landlord, you might even own banks

 

But you're gonna have to serve somebody, yes indeed

You're gonna have to serve somebody,

Well, it may be the devil or it may be the Lord

But you're gonna have to serve somebody.

 

You may be a preacher with your spiritual pride,

You may be a city councilman taking bribes on the side,

You may be workin' in a barbershop, you may know how to cut hair,

You may be somebody's mistress, may be somebody's heir

 

But you're gonna have to serve somebody, yes indeed

You're gonna have to serve somebody,

Well, it may be the devil or it may be the Lord

But you're gonna have to serve somebody.

 

Might like to wear cotton, might like to wear silk,

Might like to drink whiskey, might like to drink milk,

You might like to eat caviar, you might like to eat bread,

You may be sleeping on the floor, sleeping in a king-sized bed

 

But you're gonna have to serve somebody, yes indeed

You're gonna have to serve somebody,

Well, it may be the devil or it may be the Lord

But you're gonna have to serve somebody.

 

You may call me Terry, you may call me Timmy,

You may call me Bobby, you may call me Zimmy,

You may call me R.J., you may call me Ray,

You may call me anything but no matter what you say

 

You're gonna have to serve somebody, yes indeed

You're gonna have to serve somebody.

Well, it may be the devil or it may be the Lord

But you're gonna have to serve somebody.

 

Í sérhverju sandkorni

Á stund játningar minnar þegar neyð mín er sárust, þegar táraflóðið við fætur mér skolar burt hverju nýfæddu sáðkorni, er deyjandi rödd inni í mér sem teygir sig eitthvert út, byltist um í hættunni og boðskap örvæntingarinnar.

 

Hafðu ekki tilhneigingu til að horfa til baka á sérhver mistök. Eins og Kain held ég nú í hendi mér þeirri keðju atburða sem ég verð að slíta. Í eldi andartaksins sé ég hönd Drottins í sér­hverju skjálfandi laufi, í sérhverju sandkorni.

 

Ó, þessi blóm eftirlætisins og illgresi fyrri ára. Eins og glæpa­menn hafa þau kæft anda samviskunnar og alla gleði. Sólin varpar geislum sínum á þrep tímans til að lýsa leiðina, til að létta kvöl iðjuleysisins og minningarinnar um hrörnun.

 

Ég stari inn um dyragætt hins reiða loga freistingarinnar og í hvert sinn sem ég fer framhjá þessari gátt heyri ég nafn mitt. Síðar á ferð minni rennur upp fyrir mér að hvert hár er tölu­sett, rétt eins og sérhvert sandkorn.

 

Ég hef gengið frá eymd til ríkidæmis í sorg næturinnar, í rofi sumardraumsins, í svala vetrarbirtunnar, í bitrum dansi ein­semd­arinnar sem hverfur út í geiminn, í brotnum spegli sak­leysisins, í hverju gleymdu andliti.

 

Ég heyri hið forna fótatak eins og hreyfingu hafsins. Stundum lít ég um öxl, þarna er einhver á ferli, stundum er það aðeins ég sjálfur. Ég svíf í jafnvægi mannlegs raunveruleika eins og spörfugl sem fatast flugið, eins og sérhvert sandkorn.

 

 

Every Grain of Sand

(af plötunni „Shot of Love“)

 

In the time of my confession, in the hour of my deepest need

When the pool of tears beneath my feet flood every newborn seed

There's a dyin' voice within me reaching out somewhere,

Toiling in the danger and in the morals of despair.

 

Don't have the inclination to look back on any mistake,

Like Cain, I now behold this chain of events that I must break.

In the fury of the moment I can see the Master's hand

In every leaf that trembles, in every grain of sand.

 

Oh, the flowers of indulgence and the weeds of yesteryear,

Like criminals, they have choked the breath of conscience and good cheer.

The sun beat down upon the steps of time to light the way

To ease the pain of idleness and the memory of decay.

 

I gaze into the doorway of temptation's angry flame

And every time I pass that way I always hear my name.

Then onward in my journey I come to understand

That every hair is numbered like every grain of sand.

 

I have gone from rags to riches in the sorrow of the night

In the violence of a summer's dream, in the chill of a wintry light,

In the bitter dance of loneliness fading into space,

In the broken mirror of innocence on each forgotten face.

 

I hear the ancient footsteps like the motion of the sea

Sometimes I turn, there's someone there, other times it's only me.

I am hanging in the balance of the reality of man

Like every sparrow falling, like every grain of sand.

 

Brandarakarl

Þú stendur á bakkanum og fleygir brauðinu þínu út í, á meðan augu eftilætisgoðsins glóa í járnhöfðinu, fjarlæg skip sigla út í þokuna. Þú fæddist með snák í báðum lófum meðan hvirfil­bylurinn blés. Frelsi þitt handan við hornið en þegar sannleik­urinn er svo víðs fjarri hvað gagnar þá frelsið?

 

Brandarakarl, dansaðu við tóna næturgalans. Fugl, fljúgðu hátt í mánaskini. Ó, ó, ó, brandarakarl.

 

Svo birtist sólin snögglega á himni. Þú ríst á fætur og kveður engan. Fíflin hópast þangað sem englar þora ekki að stíga. Fram­tíð beggja er svo full af ótta, en þú sýnir ekkert slíkt. Flettir burt enn einu húðlagi, heldur þig skrefi á undan þeim sem ofsækir.

 

Brandarakarl, dansaðu við tóna næturgalans. Fugl, fljúgðu hátt í mánaskini. Ó, ó, ó, brandarakarl.

 

Þú ert maður fjallanna, þú getur gengið á skýjum, þú stjórnar mannfjöldanum, þú sundrar draumum. Þú ert á leiðinni til Sód­ómu og Gómorru. En hvað snertir það þig? Það er enginn þar sem mundi vilja giftast systur þinni. Vinur píslarvottarins, vinur seku konunnar. Þú horfir inn í logandi ofninn, sérð ríka, nafnlausa manninn.

 

Brandarakarl, dansaðu við tóna næturgalans. Fugl, fljúgðu hátt í mánaskini. Ó, ó, ó, brandarakarl.

 

Já, bók Levitikusar og Deuteronomýs, frumskógarlögmálið og lögmál sjávarins eru kennarar þínir. Í eim ljósaskiptanna á mjólkurhvítum fáki hefði Michelangelo svo sannarlega getað meitlað útlínur þínar. Hvílist á ökrunum, langt fjarri truflandi geimnum, hálfsofandi nærri stjörnunum með lítinn hund sem sleikir andlit þitt.

 

Brandarakarl, dansaðu við tóna næturgalans. Fugl, fljúgðu hátt í mánaskini. Ó, ó, ó, brandarakarl.

 

Jæja, riffilskyttan situr fyrir þeim sjúku og fötluðu. Predikarinn leitar þess sama, óvíst er hvor verður fyrri til. Næturstafir og vatnsfallbyssur, táragas, hengilásar, Mólotoff-kokkteilar og grjót á bak við hver gluggatjöld. Hjartafalskir dómarar deyj­andi í vefnum sem þeir hafa spunnið sjálfir. Aðeins tíma­spurning hvenær nóttin leggst yfir.

 

Brandarakarl, dansaðu við tóna næturgalans. Fugl, fljúgðu hátt í mánaskini. Ó, ó, ó, brandarakarl.

 

Þetta er skuggaleg veröld, skýin eru sleipgrá. Kona fæddi kon­ungsson í dag og klæddi hann í skarlat. Hann mun stinga prest­inum í vasa sinn, skerpa egg sína í hitanum, fjarlægja móð­ur­laus börnin af götunum og setja þau við fætur vændis­konunnar. Ó, brandarakarl, þú veist hvað hann vill. Ó, brand­arakarl, þú sýnir engin viðbrögð.

 

Brandarakarl, dansaðu við tóna næturgalans. Fugl, fljúgðu hátt í mánaskini. Ó, ó, ó, brandarakarl.

 

Jokerman

(af plötunni „Infidels“)

 

Standing on the waters casting your bread

While the eyes of the idol with the iron head are glowing.

Distant ships sailing into the mist,

You were born with a snake in both of your fists while a hurricane was blowing.

Freedom just around the corner for you

But with the truth so far off, what good will it do?

 

Jokerman dance to the nightingale tune,

Bird fly high by the light of the moon,

Oh, oh, oh, Jokerman.

 

So swiftly the sun sets in the sky,

You rise up and say goodbye to no one.

Fools rush in where angels fear to tread,

Both of their futures, so full of dread, you don't show one.

Shedding off one more layer of skin,

Keeping one step ahead of the persecutor within.

 

Jokerman dance to the nightingale tune,

Bird fly high by the light of the moon,

Oh, oh, oh, Jokerman.

 

You're a man of the mountains, you can walk on the clouds,

Manipulator of crowds, you're a dream twister.

You're going to Sodom and Gomorrah

But what do you care? Ain't nobody there would want to marry your sister.

Friend to the martyr, a friend to the woman of shame,

You look into the fiery furnace, see the rich man without any name.

 

Jokerman dance to the nightingale tune,

Bird fly high by the light of the moon,

Oh, oh, oh, Jokerman.

 

 

 

Well, the Book of Leviticus and Deuteronomy,

The law of the jungle and the sea are your only teachers.

In the smoke of the twilight on a milk-white steed,

Michelangelo indeed could've carved out your features.

Resting in the fields, far from the turbulent space,

Half asleep near the stars with a small dog licking your face.

 

Jokerman dance to the nightingale tune,

Bird fly high by the light of the moon,

Oh. oh. oh. Jokerman.

 

Well, the rifleman's stalking the sick and the lame,

Preacherman seeks the same, who'll get there first is uncertain.

Nightsticks and water cannons, tear gas, padlocks,

Molotov cocktails and rocks behind every curtain,

False-hearted judges dying in the webs that they spin,

Only a matter of time 'til night comes steppin' in.

 

Jokerman dance to the nightingale tune,

Bird fly high by the light of the moon,

Oh, oh, oh, Jokerman.

 

It's a shadowy world, skies are slippery gray,

A woman just gave birth to a prince today and dressed him in scarlet.

He'll put the priest in his pocket, put the blade to the heat,

Take the motherless children off the street

And place them at the feet of a harlot.

Oh, Jokerman, you know what he wants,

Oh, Jokerman, you don't show any response.

 

Jokerman dance to the nightingale tune,

Bird fly high by the light of the moon,

Oh, oh, oh, Jokerman.

 

 

 

 

Ekki falla saman hjá mér í kvöld

Andartak, áður en þú ferð, stúlka. Andartak, áður en þú snert­ir hurðina. Hvað er það sem þú ert að reyna að ná fram? Held­urðu að við getum talað meira um það? Þú veist að strætin eru full af höggormum sem hafa týnt allri vonarglætu. Þú veist að það er jafnvel ekki lengur öruggt í höll páfans.

 

Ekki falla saman hjá mér í kvöld. Ég held ég gæti ekki afborið það. Ekki falla saman hjá mér í kvöld. Gærdagurinn er aðeins minning og morgundagurinn verður aldrei eins og reiknað er með. Og ég þarfnast þín, já.

 

Komdu þaðan og hingað, stúlka. Sestu hérna, þú mátt sitja í mínu sæti. Ég sé ekki að við séum að fara neitt, stúlka, eini staðurinn sem er opinn er í þúsund mílna fjarlægð og ég get ekki farið með þig þangað. Ég vildi að ég hefði orðið læknir, þá hefði ég kannski getað bjargað einhverju lífi sem glataðist, þá hefði ég kannski getað komið einhverju góðu til leiðar, í stað þess að brenna allar brýr að baki mér.

 

Ekki falla saman hjá mér í kvöld. Ég held ég gæti ekki afborið það. Ekki falla saman hjá mér í kvöld. Gærdagurinn er aðeins minning og morgundagurinn verður aldrei eins og reiknað er með. Og ég þarfnast þín, já.

 

Ég er ekkert of góður í samræðum, stúlka, svo að þú veist kannski ekki alveg hvernig mér líður. En ef ég gæti mundi ég fara með þig upp á fjallstind, stúlka, og byggja þér hús úr ryðfríu stáli. En það er eins og ég sé fastur inni í málverki sem hangir uppi í Louvre-safninu. Það sé fiðringur í hálsinum á mér og mig klæi í nefið, en ég viti að ég geti ekki hreyft mig.

 

Ekki falla saman hjá mér í kvöld. Ég held ég gæti ekki afborið það. Ekki falla saman hjá mér í kvöld. Gærdagurinn er aðeins minning og morgundagurinn verður aldrei eins og reiknað er með. Og ég þarfnast þín, já.

 

Hvaða fólk gengur í áttina til þín? Þekkirðu það, eða verða slagsmál? Bros þess eru glettnislaus og gegnsæ. Getur það sagt þér hvað sé rétt og hvað sé rangt? Manstu eftir St. James-stræti þar sem þú gerðir Jackie P. sturlaðan? Þú varst svo glæsileg að Clark Gable hefði fallið að fótum þér og lagt líf sitt að veði.

 

Reynum að komast undir yfirborðsúrganginn, stúlka. Engar fleiri sprengjugildrur og sprengjur. Enga meiri úrkynjun og töfra. Ekki meiri óviðeigandi tilgerð, stúlka. Enga fleiri drullu­kökukarla í faðmi þér. Hvað með milljónamæringinn með trommu­kjuðana í buxunum? Hann virtist svo undrandi og rugl­aður þegar hann lék án þess að við dönsuðum.

 

Ekki falla saman hjá mér í kvöld. Ég held ég gæti ekki afborið það. Ekki falla saman hjá mér í kvöld. Gærdagurinn er aðeins minning og morgundagurinn verður aldrei eins og reiknað er með. Og ég þarfnast þín, já

 


 

Don´t Fall Apart on Me Tonight

(af plötunni „Infidels“)

 

Just a minute before you leave, girl,

Just a minute before you touch the door.

What is it that you're trying to achieve, girl?

Do you think we can talk about it some more?

You know, the streets are filled with vipers

Who've lost all ray of hope,

You know, it ain't even safe no more

In the palace of the Pope.

 

Don't fall apart on me tonight,

I just don't think that I could handle it.

Don't fall apart on me tonight,

Yesterday's just a memory,

Tomorrow is never what it's supposed to be

And I need you, yeah.

 

Come over here from over there, girl,

Sit down here. You can have my chair.

I can't see us goin' anywhere, girl.

The only place open is a thousand miles away and I can't take you there.

I wish I'd have been a doctor,

Maybe I'd have saved some life that had been lost,

Maybe I'd have done some good in the world

'Stead of burning every bridge I crossed.

 

Don't fall apart on me tonight,

I just don't think that I could handle it.

Don't fall apart on me tonight,

Yesterday's just a memory,

Tomorrow is never what it's supposed to be

And I need you, oh, yeah.

 

 

 

I ain't too good at conversation, girl,

So you might not know exactly how I feel,

But if I could, I'd bring you to the mountaintop, girl,

And build you a house made out of stainless steel.

But it's like I'm stuck inside a painting

That's hanging in the Louvre,

My throat start to tickle and my nose itches

But I know that I can't move.

 

Don't fall apart on me tonight,

I just don't think that I could handle it.

Don't fall apart on me tonight,

Yesterday's gone but the past lives on,

Tomorrow's just one step beyond

And I need you, oh, yeah.

 

Who are these people who are walking towards you?

Do you know them or will there be a fight?

With their humorless smiles so easy to see through,

Can they tell you what's wrong from what's right?

 

Do you remember St. James Street

Where you blew Jackie P.'s mind?

You were so fine, Clark Gable would have fell at your feet

And laid his life on the line.

 

Let's try to get beneath the surface waste, girl,

No more booby traps and bombs,

No more decadence and charm,

No more affection that's misplaced, girl,

No more mudcake creatures lying in your arms.

What about that millionaire with the drumsticks in his pants?

He looked so baffled and so bewildered

When he played and we didn't dance.

 

Don't fall apart on me tonight,

I just don't think that I could handle it.

Don't fall apart on me tonight,

Yesterday's just a memory,

Tomorrow is never what it's supposed to be

And I need you, yeah.

Í nánu sambandi við hjarta mitt

Já, ég varð að bregðast hratt við og það gat ég ekki með þig hangandi um hálsinn. Ég sagðist mundu senda eftir þér, sem ég gerði. Við hverju bjóstu? Ég er sveittur á lófunum, þótt við séum varla byrjuð enn. Ég ætla að fylgja sýndarleiknum þang­að til ég get upphugsað einhverja leið út úr honum. Ég veit að þetta var bara einn stór brandari, hvað svo sem hann snerist um. Kannski man ég einhvern tíma eftir því að gleyma.

 

Ég ætla að sækja frakkann minn, ég finn andardrátt stormsins. það er dálítið sem ég þarf að gera í kvöld. Farðu inn og láttu þér ekki verða kalt.

 

Hefur einhver séð ást mína? Hefur einhver séð ást mína? Hefur einhver séð ást mína? Ég veit það ekki. Hefur einhver séð ást mína?

 

Þig langar til að tala við mig. Allt í lagi, talaðu. Hvað svo sem þú þarft að segja, verður það mér ekkert áfall. Ég hlýt að vera sekur um eitthvað, þú hvíslar því bara að mér. Frú Butterfly vaggaði mér í svefn í samúðarlausri borg þar sem vatnið renn­ur í djúpinu. Hún sagði: Taktu því rólega, elskan, hér inni er ekkert þess virði að stela því.

 

Þú ert sú sem ég hef leitað, þú ert sú sem ert með lykilinn. En ég get ekki komist að því hvort ég sé of góður fyrir þig, eða þú of góð fyrir mig.

 

Hefur einhver séð ást mína? Hefur einhver séð ást mína? Hefur einhver séð ást mína? Ég veit það ekki. Hefur einhver séð ást mína?

Jæja, þeir sýna engin ljós í kvöld og það er ekkert tunglskin. Þarna er aðeins blóðheitur söngvari sem syngur Memphis í júní. En á meðan lemja þeir strák með púðurbláa hárkollu í klessu. Seinna verður hann skotinn fyrir að sýna mótþróa við hand­töku. Ég heyri enn rödd hans veina í auðninni. Það sem virðist stórt í fjarlægð, er aldrei jafn stórt í nálægð.

 

Ég gat aldrei lært að drekka þetta blóð og kalla það vín. Ég gat aldrei lært að halda utan um þig, ástin mín, og kalla þig mína.

 

Tight Connection to My Heart

(af plötunni „Empire Burlesque“)

 

Well, I had to move fast

And I couldn't with you around my neck.

I said I'd send for you and I did

What did you expect?

My hands are sweating

And we haven't even started yet.

I'll go along with the charade

Until I can think my way out.

I know it was all a big joke

Whatever it was about.

Someday maybe

I'll remember to forget.

 

I'm gonna get my coat,

I feel the breath of a storm.

There's something I've got to do tonight,

You go inside and stay warm.

 

Has anybody seen my love,

Has anybody seen my love,

Has anybody seen my love.

I don't know,

Has anybody seen my love?

 

 

 

You want to talk to me,

Go ahead and talk.

Whatever you got to say to me

Won't come as any shock.

I must be guilty of something,

You just whisper it into my ear.

Madame Butterfly

She lulled me to sleep,

In a town without pity

Where the water runs deep.

She said, "Be easy, baby,

There ain't nothin' worth stealin' in here."

 

You're the one I've been looking for,

You're the one that's got the key.

But I can't figure out whether I'm too good for you

Or you're too good for me.

 

Has anybody seen my love,

Has anybody seen my love,

Has anybody seen my love.

I don't know,

Has anybody seen my love?

 

Well, they're not showing any lights tonight

And there's no moon.

There's just a hot-blooded singer

Singing "Memphis in June,"

While they're beatin' the devil out of a guy

Who's wearing a powder-blue wig.

Later he'll be shot

For resisting arrest,

I can still hear his voice crying

In the wilderness.

What looks large from a distance,

Close up ain't never that big.

 

Never could learn to drink that blood

And call it wine,

Never could learn to hold you, love,

And call you mine.

Dökk augu

Ó, herrarnir tala og miðnæturtunglið er yfir árbakkanum. Þeir eru að klára drykkina á göngunni og það er kominn tími til þess fyrir mig að hverfa. Ég lifi í öðrum heimi þar sem líf og dauði lifa í minningunni, þar sem jörðin er alsett perlum elsk­enda og ég sé ekkert nema dökk augu.

 

Hani galar langt fjarri og annar hermaður liggur á bæn. Barn einhverrar móður hefur villst burt, hún finnur hann hvergi. En ég heyri aðra trumbu slá vegna hinna dauðu sem rísa upp en villidýr náttúrunnar óttast komu þeirra, og ég sé ekkert nema dökk augu.

 

Þeir segja mér að leyna öllum ætluðum tilgangi. Þeir segja mér að hefndin sé sæt og frá þeirra sjónarhorni er ég viss um að það er satt. En ég finn til einskis vegna leiks þeirra þar sem fegurðin birtist án þess að tekið sé eftir henni. Allt sem ég finn er hiti og bál og ég sé ekkert nema dökk augu.

 

Ó, franska stúlkan, hún er í Paradís og drukkinn maður við stýrið. Hungrið greiðir hátt gjald fyrir fallandi Guði hraða og stáls. Ó, tíminn er stuttur, dagarnir sætir og ástríðan stjórnar örvunum sem fljúga. Milljón andlit eru við fætur mér en ég sé ekkert nema dökk augu.

 


 

Dark Eyes

(af plötunni „Empire Burlesque“)

 

Oh, the gentlemen are talking and the midnight moon is on the riverside,

They're drinking up and walking and it is time for me to slide.

I live in another world where life and death are memorized,

Where the earth is strung with lovers' pearls and all I see are dark eyes.

 

A cock is crowing far away and another soldier's deep in prayer,

Some mother's child has gone astray, she can't find him anywhere.

But I can hear another drum beating for the dead that rise,

Whom nature's beast fears as they come and all I see are dark eyes.

 

They tell me to be discreet for all intended purposes,

They tell me revenge is sweet and from where they stand, I'm sure it is.

But I feel nothing for their game where beauty goes unrecognized,

All I feel is heat and flame and all I see are dark eyes.

 

Oh, the French girl, she's in paradise and a drunken man is at the wheel,

Hunger pays a heavy price to the falling gods of speed and steel.

Oh, time is short and the days are sweet and passion rules the arrow that flies,

A million faces at my feet but all I see are dark eyes.

 

 

 

 

Draumaröð

Ég var að hugsa um draumaröð þar sem ekkert kemst upp á tindinn, allt dvelst niðri þar sem það er sært og stöðvast end­an­lega. Var ekki að hugsa um neitt sérstakt eins og í draumi þegar maður hrekkur upp og æpir. Ekkert svo vísindalegt, bara að hugsa um draumaröð.

 

Hugsa um draumaröð þar sem tími og hljómfall fljúga og hvergi sést nein útgönguleið nema sú sem ekki er hægt að sjá með augunum. Var ekki að komast í neitt frábært samband, var ekki að falla fyrir neinum lymskulegum brögðum, ekkert sem stæðist athugun, bara að hugsa um draumaröð.

 

Draumar þar sem regnhlíf er brotin saman niður í stíginn þar sem mér er fleygt. Og spilin sem þú ert með á hendi eru einsk­is virði, nema þau séu úr öðrum heimi.

 

Á einu þeirra brenna tölurnar, á öðru sá ég glæp framinn. Á einu var ég á hlaupum, á öðru virtist ég ekkert annað gera en að klifra. Var ekki að leita að neinni sérstakri hjálp, ekki á leiðinni út í neinar stórkostlegar öfgar. Ég hafði þegar lagt vega­lengdina að baki. Bara að hugsa um draumaröð.

 


 

Series of Dreams

(af plötunni „Oh Mercy“)

 

I was thinking of a series of dreams

Where nothing comes up to the top

Everything stays down where it's wounded

And comes to a permanent stop

Wasn't thinking of anything specific

Like in a dream, when someone wakes up and screams

Nothing too very scientific

Just thinking of a series of dreams

 

Thinking of a series of dreams

Where the time and the tempo fly

And there's no exit in any direction

'Cept the one that you can't see with your eyes

Wasn't making any great connection

Wasn't falling for any intricate scheme

Nothing that would pass inspection

Just thinking of a series of dreams

 

Dreams where the umbrella is folded

Into the path you are hurled

And the cards are no good that you're holding

Unless they're from another world

 

In one, numbers were burning

In another, I witnessed a crime

In one, I was running, and in another

All I seemed to be doing was climb

Wasn't looking for any special assistance

Not going to any great extremes

I'd already gone the distance

Just thinking of a series of dreams

 

 

 

Stúlka frá Brownsville

Já, þessi bíómynd sem ég sá einu sinni um mann sem ríður yfir eyðimörkina, hún var með Gregory Peck. Hann var skotinn nið­ur af soltnum strák sem var að reyna að verða frægur. Bæjarbúar vildu kremja þennan strák og hengja hann í gálga.

 

Nú jæja, löggan lamdi strákinn síðan þar til hann var einn blóð­­köggull. Á meðan lá deyjandi byssumaðurinn í sólinni og barðist við síðustu andardrættina: Láttu hann lausan, leyfðu honum að fara, segðu honum af sanngirni að hann hafi tekið mér fram í frægð minni og frama. Ég vil að hann finni hvernig það er að standa andspænis dauðanum sérhvert andartak.

 

Já, ég held áfram að horfa á þetta efni og það sækir á mig og veistu að það fýkur í gegnum mig eins og bolti og keðja. Veistu að ég trúi því ekki að við höfum lifað svo lengi en séum samt svo langt hvert frá öðru. Minningin um þig hrópar enn á mig eins og brunandi lest.

 

Ég sé enn fyrir mér daginn þegar þú komst til mín á málaðri eyðimörkinni í illa förnum Fordinum þínum og á þykkbotna hæl­um. Ég komst aldrei að því hvers vegna þú valdir þennan stað til að hittast á. En svei mér þá, þú hafðir rétt fyrir þér. Þetta var fullkomið þegar ég var sestur undir stýri.

 

Og við ókum í bílnum alla nóttina til San Antonio og við sváf­um nærri Alamo, hörund þitt var svo næmt og mjúkt. Á leið­inni suður í Mexíkó fórstu út til að leita að lækni og komst aldrei til baka. Ég hefði elt þig ef hausinn á mér hefði ekki verið að springa.

Já, við ökum í þessum bíl og sólin er að koma upp yfir Kletta­fjöllum. Nú veit ég að hún er ekki þú en hún er hér og hún er með dimmt hljómfallið í sálinni. En ég er líka kominn fram af hengifluginu og er ekki lengur í skapi til að muna þá tíma þegar ég var eini maðurinn í lífi þínu. Og hún hefur enga löng­un til að minna mig á það. Hún veit að þá yrði bíllinn stjórn­laus.

 

Stúlka frá Brownsville með lokka frá Brownsville, tennur eins og perlur sem skína eins og tunglið á himninum. Stúlka frá Brownsville, sýndu mér allan heiminn. Stúlka frá Brownsville, þú ert ástarhunangið mitt.

 

Já, við fórum framhjá pönnuskaftinu og stefndum í átt til Amar­illo. Við stönsuðum þar sem Henry Porter átti heima. Hann átti hrörlega lóð um það bil mílu fyrir utan borgina. Ruby var í bakgarðinum að hengja upp þvott, hún var með rautt hárið bundið aftur. Hún sá okkur koma skröltandi áfram eftir rykslóðinni. Hún sagði: Henry er ekki hér en þið getið komið inn, hann kemur eftir smástund.

 

Síðan sagði hún okkur frá erfiðleikunum og um að hún væri að hugsa um að húkka sér far til að komast aftur þangað sem hún byrjaði. En þú veist, hún skipti alltaf um umræðuefni, þeg­ar talið barst að peningum. Hún sagði: Velkomin í land hinna lifandi dauðu. Það mátti sjá að hún var í hjartasárum. Hún sagði: Jafnvel saumaklúbbarnir hérna eru orðnir spilltir.

 

Hve langt eruð þið að fara? spurði Ruby og andvarpaði. Við förum alla leið þangað til hjólin detta undan og brenna, þang­að til sólin flettir lakkinu af og sætisáklæðin upplitast og vatns­hosurnar sálast. Ruby brosti aðeins og sagði: Æ, þið vitið að sum börn læra aldrei.

 

Það er eitthvað við þessa bíómynd, ég get bara ekki hætt að hugsa um hana. En ég get ekki munað af hverju ég er í henni og hvaða hlutverk mér var ætlað að leika. Það eina sem ég man um hana er Gregory Peck og hvernig fólkið hreyfði sig og margt af því virtist horfa í sömu átt og ég.

 

Stúlka frá Brownsville með lokka frá Brownsville, tennur eins og perlur sem skína eins og tunglið á himninum. Stúlka frá Brownsville, sýndu mér allan heiminn. Stúlka frá Brownsville, þú ert ástarhunangið mitt.

 

Já, þeir voru að leita að einhverri með uppsett hár. Ég var að fara yfir götuna þegar skothríðin hófst. Ég vissi ekki hvort ég ætti að skýla mér eða flýja svo að ég flúði. Við króum hann af inni í kirkjugarði, heyrði ég einhvern kalla.

 

Já, þið sáuð mynd af mér í Corpus Christi-dagblaðinu. Fyrir neðan hana stóð: Maður án fjarvistarsönnunar. Þú tefldir á tæpasta vað með að bera vitni fyrir mig, þú sagðir að ég hefði verið með þér. Og þegar ég sá þig brotna niður frammi fyrir dómaranum og gráta alvöru tárum var það besti leikurinn sem ég hef séð nokkurn leika.

 

En ég hef alltaf verið sú manngerð sem fer inn á bannsvæði en stundum er maður kominn út á ystu nöf. Ó, ef einhver frum­leg hugsun er til þarna úti gæti ég notað hana núna. Veistu að mér líður ágætlega en það segir ekki svo mikið. Mér gæti liðið miklu betur ef þú værir hér við hlið mér til að sýna mér hvernig.

 

 

 

Já, og nú stend ég í röðinni í rigningu og bíð þess að horfa á mynd með Gregory Peck en veistu að þetta er ekki sú mynd sem ég hafði í huga. Það er komin önnur með honum núna, ég veit ekki einu sinni um hvað hún er en ég fer á hvaða mynd sem er með honum. Og því stend ég í röðinni.

 

Stúlka frá Brownsville með lokka frá Brownsville, tennur eins og perlur sem skína eins og tunglið á himninum. Stúlka frá Brownsville, sýndu mér allan heiminn. Stúlka frá Brownsville, þú ert ástarhunangið mitt.

 

Veistu að það er svo skrítið hvernig hlutirnir æxlast alltaf öðru­vísi en við ætlum. Það eina sem við vissum fyrir víst um Henry Porter var að hann hét ekki Henry Porter. Og veistu að það var eitthvað við þig, elskan, sem mér geðjaðist að og sem var alltaf of gott fyrir þennan heim. Alveg eins og þú sagðir að það væri eitthvað við mig sem þér líkaði en sem ég hefði skilið eftir í Franska hverfinu.

 

Skrítið hvernig fólk sem þjáist saman er tengt nánari böndum en þeir sem eru ánægðastir. Ég sé ekki eftir neinu, þeir geta talað nóg um mig þegar ég er horfinn. Þú sagðir alltaf að fólk gerði ekki það sem að tryði á, það gerði aðeins það sem væri ægilegast, síðan sæi það eftir því. Og ég sagði alltaf: Haltu þér við mig, elskan, og við skulum vona að þakið hrynji ekki.

 

Það var bíómynd sem ég sá einu sinni, ég held ég hafi setið yfir henni tvisvar. Ég man ekki hver ég var eða hvert ég var að fara. Það eina sem ég man er að hún var með Gregory Peck, hann var með byssu og var skotinn í bakið. Það virðist svo langt síðan, löngu áður en stjörnurnar voru rifnar niður.

 

Stúlka frá Brownsville með lokka frá Brownsville, tennur eins og perlur sem skína eins og tunglið á himninum. Stúlka frá Brownsville, sýndu mér allan heiminn. Stúlka frá Brownsville, þú ert ástarhunangið mitt.

 

Brownsville Girl

(af plötunni „Knocked Out Loaded“)

 

Well, there was this movie I seen one time,

About a man riding 'cross the desert and it starred Gregory Peck.

He was shot down by a hungry kid trying to make a name for himself.

The townspeople wanted to crush that kid down and string him up by the neck.

 

Well, the marshal, now he beat that kid to a bloody pulp

as the dying gunfighter lay in the sun and gasped for his last breath.

Turn him loose, let him go, let him say he outdrew me fair and square,

I want him to feel what it's like to every moment face his death.

 

Well, I keep seeing this stuff and it just comes a-rolling in

And you know it blows right through me like a ball and chain.

You know I can't believe we've lived so long and are still so far apart.

The memory of you keeps callin' after me like a rollin' train.

 

I can still see the day that you came to me on the painted desert

In your busted down Ford and your platform heels

I could never figure out why you chose that particular place to meet

Ah, but you were right. It was perfect as I got in behind the wheel.

 

Well, we drove that car all night into San Anton'

And we slept near the Alamo, your skin was so tender and soft.

Way down in Mexico you went out to find a doctor and you never came back.

I would have gone on after you but I didn't feel like letting my head get           blown off.

 

Well, we're drivin' this car and the sun is comin' up over the Rockies,

Now I know she ain't you but she's here and she's got that dark rhythm in her soul.

But I'm too over the edge and I ain't in the mood anymore to remember the times when I was your only man

And she don't want to remind me. She knows this car would go out of control.

 

Brownsville girl with your Brownsville curls, teeth like pearls shining like the moon above

Brownsville girl, show me all around the world, Brownsville girl, you're my honey love.

 

Well, we crossed the panhandle and then we headed towards Amarillo

We pulled up where Henry Porter used to live. He owned a wreckin' lot outside of town about a mile.

Ruby was in the backyard hanging clothes, she had her red hair tied back. She saw us come rolling

up in a trail of dust.

She said, "Henry ain't here but you can come on in, he'll be back in a little while."

 

Then she told us how times were tough and about how she was thinkin' of bummin' a ride back to where she started.

But ya know, she changed the subject every time money came up.

She said, "Welcome to the land of the living dead." You could tell she was       so broken-hearted.

She said, "Even the swap meets around here are getting pretty corrupt."

 

"How far are y'all going?" Ruby asked us with a sigh.

"We're going all the way 'til the wheels fall off and burn,

'Til the sun peels the paint and the seat covers fade and the water moccasin   dies."

Ruby just smiled and said, "Ah, you know some babies never learn."

 

Something about that movie though, well I just can't get it out of my head

But I can't remember why I was in it or what part I was supposed to play.

All I remember about it was Gregory Peck and the way people moved

And a lot of them seemed to be lookin' my way.

 

Brownsville girl with your Brownsville curls, teeth like pearls shining like the moon above

Brownsville girl, show me all around the world, Brownsville girl, you're my honey love.

 

Well, they were looking for somebody with a pompadour.

I was crossin' the street when shots rang out.

I didn't know whether to duck or to run, so I ran.

"We got him cornered in the churchyard," I heard somebody shout.

 

Well, you saw my picture in the Corpus Christi Tribune. Underneath it, it said, "A man with no alibi."

You went out on a limb to testify for me, you said I was with you.

Then when I saw you break down in front of the judge and cry real tears,

It was the best acting I saw anybody do.

 

Now I've always been the kind of person that doesn't like to trespass but sometimes you just find yourself over the line.

Oh if there's an original thought out there, I could use it right now.

You know, I feel pretty good, but that ain't sayin' much. I could feel a whole lot better,

If you were just here by my side to show me how.

 

Well, I'm standin' in line in the rain to see a movie starring Gregory Peck,

Yeah, but you know it's not the one that I had in mind.

He's got a new one out now, I don't even know what it's about

But I'll see him in anything so I'll stand in line.

 

 

 

Brownsville girl with your Brownsville curls, teeth like pearls shining like the moon above

Brownsville girl, show me all around the world, Brownsville girl, you're my honey love.

 

You know, it's funny how things never turn out the way you had 'em planned.

The only thing we knew for sure about Henry Porter is that his name wasn't Henry Porter.

And you know there was somethin' about you baby that I liked that was          always too good for this world

Just like you always said there was something about me you liked that I left    behind in the French Quarter.

 

Strange how people who suffer together have stronger connec­tions than people who are most content.

I don't have any regrets, they can talk about me plenty when I'm gone.

You always said people don't do what they believe in, they just do what's most convenient, then they repent.

And I always said, "Hang on to me, baby, and let's hope that the roof stays on."

 

There was a movie I seen one time, I think I sat through it twice.

I don't remember who I was or where I was bound.

All I remember about it was it starred Gregory Peck, he wore a gun and he was shot in the back.

Seems like a long time ago, long before the stars were torn down.

 

Brownsville girl with your Brownsville curls, teeth like pearls shining like the moon above

Brownsville girl, show me all around the world, Brownsville girl, you're my honey love.

 

 

 

Hálöndin

Já, hjarta mitt er í Hálöndunum viðkvæmu og fögru. Hunangs­blóm í blóma í frumskógarblænum. Bláklukkur bifast, þar sem árnar í Aberdeen liðast. Já, hjarta mitt er í Hálönd­unum. Þang­að ætla ég þegar mér líður nógu vel til að fara.

 

Rúðurnar nötruðu í alla nótt í draumum mínum. Allt var eins og það virðist. Ég vaknaði í morgun og horfði á sömu gömlu síðuna. Sömu gömlu lífsbaráttuna. Lífið í sama gamla búrinu.

 

Ég vil ekkert frá öðrum, það er ekki af svo miklu að taka. Mundi ekki sjá muninn á alvöru- og gerviljósku. Líður eins og fanga í heimi leyndardómanna. Ég vildi að einhver kæmi og sneri klukkunni aftur á bak fyrir mig.

 

Já, hjarta mitt er í Hálöndunum hvert sem ég flý. Þar verð ég þegar ég verð kallaður heim. Vindurinn, já hann hvíslar vísum að kastaníutrjánum. Já, hjarta mitt er í Hálöndunum. Ég kemst aðeins þangað eitt skref í einu.

 

Ég er að hlusta á Neil Young. Ég verð að hækka hljóðið. Ein­hver er alltaf að æpa að ég eigi að slökkva á því. Mér finnst eins og ég sé á reki. Reki frá einu sviði til annars. Ég er að velta því fyrir mér hvað í fjandanum það merki.

 

Geðveiki klessist upp að sál minni. Þú gætir sagt að ég sé á öllu nema rúllaðri rettu. Ef ég væri ekki samviskulaus gæti ég allt eins skotið mig í hausinn. Hvað annað get ég svo sem gert við hann? Fara kannski með hann til veðlánarans?

 

Hjarta mitt er í Hálöndunum í dagrenningu við fagurt Svart­álftavatnið. Stór hvít ský, eins og hestvagnar sem steypast niður. Já, hjarta mitt er í Hálöndunum. Það er eini staðurinn sem hægt er að fara til núorðið.

 

Ég er í Boston-borg, á einhverjum veitingastað. Ég hef ekki hug­mynd um hvað ég vil. Jú, kannski veit ég það en ég er bara ekki viss. Gengilbeinan kemur til mín. Enginn er á staðnum nema við tvö.

 

Það hlýtur að vera frídagur, engir eru á ferli. Hún grandskoðar mig þegar ég fæ mér sæti. Hún er með fallegt andlit og langa gljáandi fótleggi. Hún segir: Hvað get ég gert fyrir þig? Ég svara: Ég veit það ekki, áttu linsoðin egg?

 

Hún horfir á mig og segir: Ég mundi færa þér þau ef ég gæti en þau eru búin. Þú valdir rangan tíma til að koma. Svo segir hún: Ég veit að þú ert listamaður, teiknaðu mynd af mér! Ég svara: Ég mundi gera að ef ég gæti en ég teikna ekki eftir minni.

 

Jæja, svarar hún, ég er beint fyrir framan þig, sérðu það ekki? Ég segi: Rétt en ég er ekki með teikniblokkina mína. Hún réttir mér servíettu og segir: Þú getur gert hana á þetta. Ég svara: Já, ég gæti það en ég veit ekki um blýantinn minn.

 

Hún nær í blýant á bak við eyrað á sér og segir: Svona, komdu þér að verki og teiknaðu mig. Ég stend hérna. Ég teikna fáein strik og sýni henni þau. Hún tekur servíettuna og kastar henni til baka og segir: Hún líkist mér ekkert!

 

 

 

Ég segi: Ó, góða ungfrú, víst gerir hún það. Hún svarar: Þú hlýtur að vera að grínast. Ég segi: Ég vildi óska þess. Þá segir hún: Þú lest ekki kvenrithöfunda, er það? Að minnsta kosti heyrist mér hún segja það. Ja, svara ég, hvernig gætirðu vitað hvort það væri rétt og hvaða máli skiptir það svo sem?

 

Nei, segir hún, þú lítur ekki út fyrir það! Ég svara: Þú hefur á röngu að standa. Hún segir: Hverjar hefurðu þá lesið? Ég svara: Ég les Ericu Young. Hún fer burt í smástund og ég renni mér upp úr sætinu og stíg aftur út á iðandi strætið en enginn er að fara neitt.

 

Já, hjarta mitt er í Hálöndunum hjá hrossunum og hundunum, langt upp í landamærahéruðunum, langt frá borgunum, hjá þyti örvarinnar og smelli bogans. Já hjarta mitt er í Hálönd­unum. Sé engan annan stað til að heimsækja.

 

Alla daga er það sama utandyra. Mér finnst ég ennþá lengra í burtu en nokkru sinni fyrr. Suma hluti lífsins er orðið of seint að læra. Já, ég er týndur einhvers staðar, ég hlýt að hafa villst nokkrum sinnum af leið.

 

Ég sé fólk í skemmtigarðinum gleyma vandræðum sínum og volæði. Það drekkur og dansar, klæðist björtum litríkum föt­um. Allir ungu mennirnir með ungu konurnar sem líta svo vel út. Já, ég mundi skipta við hvern þeirra sem er í eina mínútu ef ég gæti.

 

Ég fer yfir strætið til að komast burt frá lúsugum hundinum, þyl einræðu yfir sjálfum mér. Ég held að það sem mig vanti sé skósíður leðurfrakki. Einhver spurði mig rétt áðan hvort ég hefði skráð mig til að kjósa.

 

Sólin er farin að skína á mig, en þetta er ekki sama sól og áður. Veislan er búin og það er sífellt minna að tala um. Ég er kominn með ný augu, allt virðist svo fjarlægt.

 

Já, hjarta mitt er í Hálöndunum í dagrenningu, handan við hæð­irnar og langt fjarri. Þangað liggur einhver leið og ég ætla einhvern veginn að finna hana. En í huganum er ég þegar kominn þangað og það er alveg nóg í bili.

 

Highlands

(af plötunni „Time Out of Mind“)

 

Well my heart's in the Highlands gentle and fair

Honeysuckle blooming in the wildwood air

Bluebelles blazing, where the Aberdeen waters flow

Well my heart's in the Highland,

I'm gonna go there when I feel good enough to go

 

Windows were shakin' all night in my dreams

Everything was exactly the way that it seems

Woke up this morning and I looked at the same old page

Same ol' rat race

Life in the same ol' cage.

 

I don't want nothing from anyone, ain't that much to take

Wouldn't know the difference between a real blonde and a fake

Feel like a prisoner in a world of mystery

I wish someone would come

And push back the clock for me

 

Well my heart's in the Highlands wherever I roam

That's where I'll be when I get called home

The wind, it whispers to the buckeyed trees in rhyme

Well my heart's in the Highland,

I can only get there one step at a time.

 

 

 

I'm listening to Neil Young, I gotta turn up the sound

Someone's always yelling turn it down

Feel like I'm drifting

Drifting from scene the scene

I'm wondering what in the devil could it all possibly mean?

 

Insanity is smashing up against my soul

You can say I was on anything but a roll

If I had a conscience, well I just might blow my top

What would I do with it anyway

Maybe take it to the pawn shop

 

My heart's in the Highlands at the break of dawn

By the beautiful lake of the Black Swan

Big white clouds, like chariots that swing down low

Well my heart's in the Highlands

Only place left to go

 

I'm in Boston town, in some restaurant

I got no idea what I want

Well, maybe I do but I'm just really not sure

Waitress comes over

Nobody in the place but me and her

 

It must be a holiday, there's nobody around

She studies me closely as I sit down

She got a pretty face and long white shiny legs

She says, "What'll it be?"

I say, "I don't know, you got any soft boiled eggs?"

 

She looks at me, Says "I'd bring you some

but we're out of 'm, you picked the wrong time to come"

Then she says, "I know you're an artist, draw a picture of me!"

I say, "I would if I could, but,

I don't do sketches from memory."

 

 

 

"Well", she says, "I'm right here in front of you, or haven't you looked?"

I say," all right, I know, but I don't have my drawing book!"

She gives me a napkin, she says, "you can do it on that"

I say, "yes I could but,

I don't know where my pencil is at!"

 

She pulls one out from behind her ear

She says "all right now, go ahead, draw me, I'm standing right here"

I make a few lines, and I show it for her to see

Well she takes a napkin and throws it back

And says "that don't look a thing like me!"

 

I said, "Oh, kind miss, it most certainly does"

She says, "you must be jokin.'" I say, "I wish I was!"

Then she says, "you don't read women authors, do you?"

Least that's what I think I hear her say,

"Well", I say, "how would you know and what would it matter anyway?"

 

"Well", she says, "you just don't seem like you do!"

I said, "you're way wrong."

She says, "which ones have you read then?" I say, "I read Erica Jong!"

She goes away for a minute and I slide up out of my chair

I step outside back to the busy street, but nobody's going anywhere

 

Well my heart's in the Highlands, with the horses and hounds

Way up in the border country, far from the towns

With the twang of the arrow and a snap of the bow

My heart's in the Highlands

Can't see any other way to go

 

Every day is the same thing out the door

Feel further away then ever before

Some things in life, it gets too late to learn

Well, I'm lost somewhere

I must have made a few bad turns

 

I see people in the park forgetting their troubles and woes

They're drinking and dancing, wearing bright colored clothes

All the young men with their young women looking so good

Well, I'd trade places with any of them

In a minute, if I could

 

I'm crossing the street to get away from a mangy dog

Talking to myself in a monologue

I think what I need might be a full length leather coat

Somebody just asked me

If I registered to vote

 

The sun is beginning to shine on me

But it's not like the sun that used to be

The party's over, and there's less and less to say

I got new eyes

Everything looks far away

 

Well, my heart's in the Highlands at the break of day

Over the hills and far away

There's a way to get there, and I'll figure it out somehow

But I'm already there in my mind

And that's good enough for now

 

 

 

 

PRÓSALJÓÐ EFTIR BOB DYLAN:

 

Skilaboð frá Bob Dylan

(Opið bréf til Borgaralegu neyðar­frelsis­nefndarinnar, í desember 1963).

til allra sem málið varðar clark? mairi? phillip? edith? hr. lamont? óteljandi andlita sem ég þekki ekki og allra baráttu­manna fyrir góðum málstað sem ég sé ekki

 

þegar ég minnist á sköllótt fólk á ég við sköllótta huga þegar ég minnist á sjávarströnd á ég við lygnt fjöruborð ég veit ekki hvers vegna ég minnist á þetta

 

líf mitt líður í röðum skapbrigða á einstaklingsbundinn og stund­­um persónulegan hátt ég sjálfur get breytt því skapi sem ég er í í það skap sem mig langar til að vera í þegar ég gekk inn um dyrnar á americana hótelinu þurfti ég að skipta um skap af ástæðum sem varða minn eigin huga

 

ég er eirðarlaus sál hungruð kannski snúin

 

það er erfitt að heyra í þeim sem maður þekkir ekki segja „þetta er það sem hann meinti“ um eitthvað sem maður var að segja

 

því enginn getur vitað hvað ég ætlaði að segja alls enginn á þeim tíma sem ég veit það jafnvel ekki sjálfur þetta var eitt af þeim skiptum

 

ég lifi lífi mínu daglega á þeim stöðum þar sem mér líður notalega þetta eru staðir þar sem ég er óþekktur og ekki er gónt á mig ég kem sjaldan fram og þegar ég geri það eru stöðug óþægindi logandi í líkama mínum og sál vegna athygl­innar sem beinist að mér hvötin berst við tilfinningahitann og óttinn berst við hvötina

 

ég held því ekki fram að ég sé gáfaður skv. uppsettum stöðl­um ég held því jafnvel ekki fram að ég sé eðlilegur skv. upp­settum stöðlum og ég þykist ekki þekkja neins konar sannleika

 

en eins og málari sem leggur málverk sitt (að loknu málara­starfi) fram fyrir þúsundir ókunnra augna þannig legg ég einnig fram söngvana mína (þegar ég hef samið þá) það er ekkert flóknara eða erfiðara en það

 

ég get ekki talað ég get ekki rætt ég get aðeins skrifað og sungið kannski hefði ég bara átt að semja lag en það hefði ekki heldur verið rétt

 

því mér voru ekki veitt verðlaun til að ég syngi heldur fyrir það sem ég hef sungið

 

nei það sem ég hefði átt að segja var: „kærar þakkir herrar mínir og frúr“ já það hefði ég átt að segja

 

en ég gerði það ekki af því að ég vissi það ekki

 

 

 

ég hélt að einhvers annars væri vænst af mér en að segja bara „kærar þakkir“ og ég vissi ekki hvað það var það er þrúgandi sterk tilfinning að halda að einhvers sé vænst af manni en vita ekki fyrir víst hvað það er ... það dregur fram kynlega sektar­tilfinningu

 

ég hefði átt að muna „ég er BOB DYLAN og ég þarf ekki að halda ræðu” „ég þarf ekki að tala nema ég vilji það sjálfur” en ... ég mundi það ekki

 

yfir kvöldmatnum spurði ég sjálfan mig stöðugt: „hvað á ég að segja?” „hvað gat ég sagt þeim?” „allir aðrir munu segja þeim eitthvað” en ég gat ekki svarað sjálfum mér ég spurði jafnvel einhvern sem sat við hliðina á mér en hann vissi það ekki hugur minn blés upp og ég þarf ekki að nefna að að ég varð að koma því í rétt form (hvað svo sem það er) og síðan flúði ég út úr stóra herberginu og í sama mund heyrði ég nafn mitt kallað upp og það var sagt „komdu hingað” „komdu hingað” og á með­an fann ég að handleggir mínir voru togaðir meðfram hundr­uðum borða og sterkustu ljósin lýstu og vísuðu mér leiðina þangað sem ég var að flýja burt frá „hvað á ég að segja?” „hvað á ég að segja?” aftur og aftur og aftur

 

Drottinn minn ég hefði gefið allt til að þurfa ekki að vera þarna „slökkvið að minnsta kosti ljósin“ fólk hóstaði og það dunaði í höfðinu á mér og brölti-skrölti-hljóðin sukku djúpt í hauskúpuna á mér alls staðar að úr herberginu þar til ég reif allt burt úr huga mér og sagði „vertu bara hreinskilinn dylan vertu bara hreinskilinn”

 

 

 

og svo var ég kominn út á plankann eins og ég lenti einu sinni frammi fyrir bíl og ég stökk ... stökk af öllum blóðugum mætti mínum reyndi bara að forða mér svo ég yrði ekki fyrir en öskraði fyrst frá mér lokasöngnum

 

þegar ég talaði um Lee Oswald var ég að tala um tíðarandann ég var ekki að tala um verk hans ef það var þá verk hans verkið talar fyrir sig sjálft en ég er leiður á því svo leiður á því að heyra „sökin er okkar allra“ eftir hverja kirkjusprengju hvern byssubardaga hvert jarðsprengjuslys hverja fátæktar­sprengju hvert forsetamorð sem verður það er svo auðvelt að segja „við“ og lúta höfði saman ég verð að segja „ég“ einsam­all og drúpa höfði einsamall því að það er ég einn sem lifi mínu lífi ég hef ástkæra félaga mína en þeir hafa hvorki borðað né sofið fyrir mig og jafnvel þeir verða að segja „ég” já ef tíðandinn er fullur af ofbeldi er ég fullur af ofbeldi ég er ekki fullkomlega heyrnarlaus ég heyri þrumurnar og get ekki komist hjá því að heyra þær aðeins ef það er beinlínis okkar á milli þá og aðeins þá er hægt að segja „við“ og meina að ... og halda síðan áfram þaðan og gera eitthvað í málinu

 

þegar ég talaði um negra var ég að tala um negrana vini mína frá harlem og jackson selma og birmingham atlanta pitts­burgh og allsstaðar fyrir austan vestan norðan og sunnan og hvar svo sem þeir kunna að vera í rottufylltum herbergjum á skít­ug­­um bóndabýlum skólum fornsölum verksmiðjum billiard­stofum og götuhornum þá sem eiga engin tré en vita það stoltir að þeir þurfa þeirra ekki ekki agnar ögn

 

þeir urfa ekki að vera eins og þeir eru ekki - af náttúrulegum ástæðum - til að eignast það sem þeir eiga - af náttúrulegum ástæðum - frekar en aðrir

 

það gerir hlutina bara flóknari og leiðir fólk til að hugsa um ranga hluti svart hörund er svart hörund það verður ekki hulið með fötum og látið sýnast ásættanlegt jafnvel aðdáunarvert og virðulegt ... að kenna það eða hugsa það kveikir aðeins loga annarrar goðsöguófreskju það er nakið svart hörund og ekkert annað ef negri þarf að setja á sig bindi til að vera negri þá verð ég að skera sundur öll hálsbindi með þeim sem hann setur það upp fyrir

 

ég veit ekki hvers vegna mig langaði til að segja þetta á þessu kvöldi kannski var þetta aðeins eitt af mörgu í huga mínum sem verður til úr ruglun tíðaranda míns þegar ég talaði um fólkið sem fór til Kúbu var ég að tala um frelsi til ferðalaga ég er ekki hræddur við að sjá hluti ég mana sjálfan mig til að sjá hluti ég er móðgaður niður í dýpstu sálarrætur þegar einhver sem ég þekki ekki fyrirskipar að ég geti ekki séð þetta og gefur mér dularfull rök fyrir því að ég muni meiðast ef ég sé að ... segir mér í sama mund frá kostum og göllum fólks sem ég þekki ekki heldur mér hefur verið sagt frá fólki allt mitt líf negrum og alls konar útlendingslýð (orðin sem gefin eru upp eru allt niðrandi orð um gyðinga, ítali spánverja kínverja ofl) og mér hefur verið sagt hvernig þeir éta drekka ganga tala stela ræna og drepa en enginn segir mér hve oft einhver þeirra grætur eða hlær eða kyssir ég er úttroðinn af flestum dagblöðunum útvarpsstöðvunum sjónvarpsrásunum og kvik­mynd­unum og því um líku sem segja mér á sama tíma frá kostum og göllum fólks ég vil sjá þetta og komast að því sjálfur og ég tók á móti þessum verðlaunum fyrir hönd allra sem eru eins og ég sem vilja sjá sjálfir og sem vilja ekki að sá guðs góði réttur verði af þeim tekinn af þeim stolið eða laumað burt undan þeim jú ferðabann í suðri mundi vernda bandaríkjamenn betur það er áreiðanlegt en bannið gagnvart Kúbu en í fullri hreinskilni vildi ég einnig brjóta það á bak aftur skilurðu? skilurðu í raun og veru? ég á við að ég vil sjá - ég vil sjá allt sem ég kemst yfir hvar sem er eitthvað að sjá líf mitt ber með sér augu og þau eru þarna í aðeins einum tilgangi að sjá með þeim

 

landið mitt er Minnesota - Norður-Dakóta-svæðið þar fæddist ég og lærði að ganga og þar var ég alinn upp og gekk í skóla ... æska mín leið villt meðal snjóugra hæða og himinblárra vatna pílviðarakra og yfirgefinna opinna náma andstætt því sem sögusagnir herma er ég afar stoltur af því hvaðan ég er

 

og einnig af því að margar blóðár hafa sameinast rótum mín­um en ég væri ekki að gera það sem ég starfa við í dag ef ég hefði ekki komið til New York í New York mótaðist stefna mín í New York var ég nærður barinn niður og reistur við New York kenndi mér að halda áfram nú er ég að tala um fólkið sem ég hitti sem barðist fyrir lífi sínu og lífi annars fólks á fjórða fimmta og sjötta áratugnum og ég horfði á tíðaranda þeirra ég teygi mig í tíðaranda þeirra svo að í vissum skilningi öfunda ég það af tíðaranda sínum að hugsa sem svo að ég hafi ekki þörf fyrir gamalt fólk er ósönn hugsun þeir sem þekkja mig vita að það er ekki svo þeir sem þekkja mig ekki eru líklega hissa eins og vinur minn jack elliot sem segist hafa endurfæðst í Okla­homa segist hafa endurfæðst í New York ... það eru engin aldurstakmörk bundin henni og enginn veit það betur en ég

 

já það er sterk tilfinning að vita að einhvers er vænst af manni sem maður veit ekki hvað er en það er verra ef maður reynir í blindni að fylgja sprengiorðum (því þau geta ekkert annað en sprengt) og sprengiorð misskiljast ég hef heyrt að ég hafi verið misskilinn

 

ég biðst ekki afsökunar á sjálfum mér eða ótta mínum ég biðst ekki afsökunar á neinum staðhæfingum sem fengu suma til að trúa því að „Guð minn góður ég held að hann sé sá sem skaut forsetann!“

 

ég er skáld og söngvari orðanna sem ég skrifa og ég er enginn ræðumaður eða pólitíkus og söngvar mínir tala fyrir mig því að ég skrifa þá afmarkaða við minn eigin huga og þeir eru ekki í samhljómi við neitt nema mig sjálfan ég þarf ekki að svara fyrir þá gagnvart neinum fyrr en löngu eftir að þeir voru gerðir

nei ég biðst ekki afsökunar á sjálfum mér né neinum hluta af mér

 

en ég get skilað aftur því sem réttilega er ykkar hvenær sem er ég hef starað á þau lengi núna - þetta eru falleg verðlaun það er góðvild í andliti hr. paines og næstum sorg í brosi hans reynsla hans skín út úr augum hans í rauninni veit ég lítið um hann en langar af einhverjum sökum til að syngja fyrir hann það er mildi í háttum hans já í gegnum allt spriklandi æði er ég þegar allt kemur til alls mjög stoltur af því að þið gáfuð mér þau ég mundi hengja þau hátt og leyfa vinum mínum að sjá í þeim það sem ég sé en ég er líka tilbúinn til að skila þeim ef þið viljið það er ekkert vit í að halda þeim ef þið hafið gert mistök í að veita þau

 

því að merking þeirra er dýpri en þess sem hægt er að kaupa í búðum og þá væri bara svindl að halda þeim

 

 

 

ég vissi heldur ekki að kvöldverðurinn væri framlagakvöld­verð­ur ég vissi ekki að þið munduð biðja neinn um fjárframlag og mér skilst að þið hafið tapað peningum á því hve meistara­lega ég hagaði orðum mínum ... þá er ég í skuld við ykkur ekki peningalegri skuld heldur síðferðilegri og sið­ferðis­skuldir eru verri en peningaskuldir því að þær verður að greiða í því sem vantar upp á í þessu tilfelli peningum

 

vinsamlegast sendið mér reikning og ég mun greiða hann óháð því hver upphæðin verður ég hata skuldir og vil jafna stöðuna eins vel og ég get þið þurfið ekki að velta þessu fyrir ykkur því að peningar skipta mig litlu

 

svo að þess vegna mun ég aftur snúa mér að þjóðvegunum

 

ég get ekki sagt ykkur hvers vegna aðrir skrifa en ég skrifa til að halda mér heilbrigðum á sálinni ég býst við að allt yrði öfugsnúið ef hendur mínar yfirgæfu mig

 

en ég tala næstum aldrei um hvers vegna ég skrifa og ég hugsa afskaplega sjaldan um að hugsunin ein vekur ótta

 

og ég tala aldrei um hvers vegna ég tala en það er vegna þess að ég geri það aldrei þetta er í fyrsta sinn sem ég geri það ... og ég bið þess að þetta sé einnig í síðasta sinn hugsunin um að endurtaka það er of skelfileg

 

hó! þetta er skelfilegur heimur en aðeins af og til er það ekki?

 

ég elska ykkur öll þarna uppi og ef ég elska einhverja ekki er það vegna þess að ég þekki þá ekki og hef ekki hitt þá ... góði guð það er svo erfitt að hata svo þreytandi og eftir að hafa hatað einhvern til heljar var það aldrei fyrirhafnarinnar virði

 

út! út! stutt kerti lífið er ekkert annað en opinn gluggi og nú þarf ég að stökkva aftur í gegnum hann

 

sjáumst ...

 

virðingarfyllst og virðingarlaust ...

 

                                                                               bob dylan

 

 

 

Stórar hljómplötur Bob Dylans til 1997

Bob Dylan (mars 1962)

You’re No Good | Talking New York | In My Time of Dyin’ | Man of Constant Sorrow | Fixin’ to Die | Pretty Peggy-O | Highway 51 Blues | Gospel Plow | Baby, Let Me Follow You Down | House of the Rising Sun | Freight Train Blues | Song to Woody | See That My Grave is Kept Clean

 

The Freewheelin’ Bob Dylan (maí 1963)

Blowin’ in the Wind | Girl of the North Country | Masters of War | Down the Highway | Bob Dylan’s Blues | A Hard Rain’s A-Gonna Fall | Don’t Think Twice, It’s All Right | Bob Dylan’s Dream | Oxford Town | Talkin’ World War III Blues | Corrina, Corrina | Honey, Just Allow Me One More Chance | I Shall Be Free

 

The Times They Are A-Changin’ (janúar 1964)

The Times They Are A-Changin’ | Ballad of Hollis Brown | With God on Our Side | One Too Many Mornings | North Country Blues | Only a Pawn in Their Game | Boots of Spanish Leather | When the Ship Comes In | The Lonesome Death of Hattie Carroll | Restless Farewell

 

Another Side of Bob Dylan (ágúst 1964)

All I Really Want to Do | Black Crow Blues | Spanish Harlem Incident | Chimes of Freedom | I Shall Be Free No.10 | To Ramona | Motorpsycho Nightmare | My Back Pages | I Don’t Believe You (She Acts Like We Never Have Met) | Ballad in Plain D | It Ain’t Me, Babe

 


 

Bringing It All Back Home (mars 1965)

Subterranean Homesick Blues | She Belongs to Me | Maggie’s Farm | Love Minus Zero/No Limit | Outlaw Blues | On the Road Again | Bob Dylan’s 115th Dream | Mr. Tambourine Man | Gates of Eden | It’s Alright, Ma (I’m Only Bleeding) | It’s All Over Now, Baby Blue

 

Highway 61 Revisited (ágúst 1965)

Like a Rolling Stone | Tombstone Blues | It Takes a Lot to Laugh, It Takes a Train to Cry | From a Buick 6 | Ballad of a Thin Man | Queen Jane Approximately | Highway 61 Revi­sited | Just Like Tom Thumb’s Blues | Desolation Row

 

Blonde on Blonde (maí 1966)

Rainy Day Women #12 & 35 | Pledging My Time | Visions of Johanna | One of Us Must Know (Sooner or Later) | I Want You | Stuck Inside of Mobile with the Memphis Blues Again | Leopard-Skin Pill-Box Hat | Just Like a Woman | Most Likely You Go Your Way and I’ll Go Mine | Temporary Like Achilles | Absolutely Sweet Marie | 4th Time Around | Obviously Five Believers | Sad-Eyed Lady of the Lowlands

 

Bob Dylan’s Greatest Hits (mars 1967)

Rainy Day Women #12 & 35 | Blowin’ in the Wind | The Times They Are A-Changin’ | It Ain’t Me, Babe | Like a Rolling Stone | Mr. Tambourine Man | Subterranean Homesick Blues | I Want You | Positively 4th Street | Just Like a Woman

 


 

John Wesley Harding (desember 1967)

John Wesley Harding | As I Went Out One Morning | I Dreamed I Saw St. Augustine | All Along the Watchtower | The Ballad of Frankie Lee and Judas Priest | Drifter’s Escape | Dear Landlord | I Am a Lonesome Hobo | I Pity the Poor Im­migrant | The Wicked Messenger | Down Along the Cove | I’ll Be Your Baby Tonight

 

Nashville Skyline (apríl 1969)

Girl of the North Country | Nashville Skyline Rag | To Be Alone with You | I Threw It All Away | Peggy Day | Lay, Lady, Lay | One More Night | Tell Me That It Isn’t True | Country Pie | Tonight I’ll Be Staying Here With You

 

Self Portrait (júní 1970)

All the Tired Horses | Alberta #1 | I Forgot More Than You’ll Ever Know | Days of 49 | Early Mornin’ Rain | In Search of Little Sadie | Let It Be Me | Little Sadie | Woogie Boogie | Belle Isle | Living the Blues | Like a Rolling Stone | Copper Kettle | Gotta Travel On | Blue Moon | The Boxer | Quinn the Eskimo (The Mighty Quinn) | Take Me as I Am | Take a Mes­sage to Mary | It Hurts Me Too | Minstrel Boy | She Belongs to Me | Wigwam | Alberta #2

 

New Morning (október 1970)

If Not for You | Day of the Locusts | Time Passes Slowly | Went to See the Gypsy | Winterlude | If Dogs Run Free | New Morning | Sign on the Window | One More Weekend | The Man in Me | Three Angels | Father of Night

 


 

Bob Dylan’s Greatest Hits, Vol. 2 (nóvember 1971)

Watching the River Flow | Don’t Think Twice, It’s All Right | Lay, Lady, Lay | Stuck Inside of Mobile with the Memphis Blues Again | I’ll Be Your Baby Tonight | All I Really Want to Do | My Back Pages | Maggie’s Farm | Tonight I’ll Be Staying Here With You | She Belongs to Me | All Along the Watch­tower | Quinn the Eskimo (The Mighty Quinn) | Just Like Tom Thumb’s Blues | A Hard Rain’s A-Gonna Fall | If Not for You | It’s All Over Now, Baby Blue | Tomorrow is a Long Time | When I Paint My Masterpiece | I Shall Be Released | You Ain’t Goin’ Nowhere | Down in the Flood

 

Pat Garrett and Billy the Kid (júlí 1973)

Billy (Main Title Theme) | Cantina Theme (Workin’ for the Law) | Billy 1 | Bunkhouse Theme | River Theme | Turkey Chase | Knockin’ on Heaven’s Door | Final Theme | Billy 4 | Billy 7

 

Dylan (nóvember 1973)

Lily of the West | Can’t Help Falling in Love | Sarah Jane | Mr. Bojangles | The Ballad of Ira Hayes | Mary Ann | Big Yellow Taxi | A Fool Such as I | Spanish is the Loving Tongue

 

Planet Waves (janúar 1974)

On a Night Like This | Going, Going, Gone | Tough Mama | Hazel | Something There is About You | Forever Young | Forever Young | Dirge | You Angel You | Never Say Goodbye | Wedding Song

 


 

Before the Flood (júní 1974)

Most Likely You Go Your Way and I’ll Go Mine | Lay, Lady, Lay | Rainy Day Women #12 & 35 | Knockin’ on Heaven’s Door | It Ain’t Me, Babe | Ballad of a Thin Man | Up on Cripple Creek | I Shall Be Released | Endless Highway | The Night They Drove Old Dixie Down | Stage Fright | Don’t Think Twice, It’s All Right | Just Like a Woman | It’s Alright, Ma (I’m Only Bleeding) | The Shape I’m In | When You Awake | The Weight | All Along the Watchtower | Highway 61 Revisited | Like a Rolling Stone | Blowin’ in the Wind

 

Blood on the Tracks (janúar 1975)

Tangled Up in Blue | Simple Twist of Fate | You’re a Big Girl Now | Idiot Wind | You’re Gonna Make Me Lonesome When You Go | Meet Me in the Morning | Lily, Rosemary and the Jack of Hearts | If You See Her, Say Hello | Shelter from the Storm | Buckets of Rain

 

The Basement Tapes (júní 1975)

Odds and Ends | Orange Juice Blues (Blues for Breakfast) | Million Dollar Bash | Yazoo Street Scandal | Goin’ to Acapulco | Katie’s Been Gone | Lo and Behold! | Bessie Smith | Clothes Line | Apple Suckling Tree | Please, Mrs. Henry | Tears of Rage | Too Much of Nothing | Yea! Heavy and a Bottle of Bread | Ain’t No More Cane | Down in the Flood | Ruben Remus | Tiny Montgomery | You Ain’t Goin’ Nowhere | Don’t Ya Tell Henry | Nothing was Delivered | Open the Door, Homer | Long-Distance Operator | This Wheel’s on Fire

 

Desire (janúar 1976)

Hurricane | Isis | Mozambique | One More Cup of Coffee (Valley Below) | Oh, Sister | Joey | Romance in Durango | Black Diamond Bay | Sara

 

Hard Rain (september 1976)

Maggie’s Farm | One Too Many Mornings | Stuck Inside of Mobile with the Memphis Blues Again | Oh, Sister | Lay, Lady, Lay | Shelter from the Storm | You’re a Big Girl Now | I Threw It All Away | Idiot Wind

 

Street Legal (júní 1978)

Changing of the Guards | New Pony | No Time to Think | Baby, Stop Crying | Is Your Love in Vain? | Senor (Tales of Yankee Power) | True Love Tends to Forget | We Better Talk This Over | Where Are You Tonight?

 

At Budokan (júlí 1978)

Mr. Tambourine Man | Shelter from the Storm | Love Minus Zero/No Limit | Ballad of a Thin Man | Don’t Think Twice, It’s All Right | Maggie’s Farm | One More Cup of Coffee (Valley Below) | Like a Rolling Stone | I Shall Be Released | Is Your Love in Vain? | Going, Going, Gone | Blowin’ in the Wind | Just Like a Woman | Oh, Sister | Simple Twist of Fate | All Along the Watchtower | I Want You | All I Really Want to Do | Knockin’ on Heaven’s Door | It’s Alright, Ma (I’m Only Bleeding) | Forever Young | The Times They Are A-Changin’

 

Slow Train Coming (ágúst 1979)

Gotta Serve Somebody | Precious Angel | I Believe in You | Slow Train | Gonna Change My Way of Thinking | Do Right to Me Baby | When You Gonna Wake Up? | Man Gave Names to All the Animals | When He Returns

 


 

Saved (júní 1980)

A Satisfied Mind | Saved | Covenant Woman | What Can I Do For You? | Solid Rock | Pressing On | In the Garden | Saving Grace | Are You Ready?

 

Shot of Love (ágúst 1981)

Shot of Love | Heart of Mine | Property of Jesus | Lenny Bruce | Watered Down Love | The Groom’s Still Waiting at the Altar | Dead Man, Dead Man | In the Summertime | Trouble | Every Grain of Sand

 

Infidels (nóvember 1983)

Jokerman | Sweetheart Like You | Neighborhood Bully | License to Kill | Man of Peace | Union Sundown | I and I | Don’t Fall Apart on Me Tonight

 

Real Live (desember 1984)

Highway 61 Revisited | Maggie’s Farm | I and I | License to Kill | It Ain’t Me, Babe | Tangled Up in Blue | Masters of War | Ballad of a Thin Man | Girl of the North Country | Tomb­stone Blues

 

Empire Burlesque (júní 1985)

Tight Connection to My Heart (Has Anybody Seen My Love) | Seeing the Real You at Last | I’ll Remember You | Clean-Cut Kid | Never Gonna Be the Same Again | Trust Yourself | Emo­tionally Yours | When the Night Comes Falling from the Sky | Something’s Burning, Baby | Dark Eyes

 


 

Biograph (október 1985)

Lay, Lady, Lay | Baby, Let Me Follow You Down | If Not for You | I’ll Be Your Baby Tonight | I’ll Keep It with Mine | The Times They Are A-Changin’ | Blowin’ in the Wind | Masters of War | The Lonesome Death of Hattie Carroll | Percy’s Song | Mixed Up Confusion | Tombstone Blues | The Groom’s Still Waiting at the Altar | Most Likely You Go Your Way and I’ll Go Mine | Like a Rolling Stone | Lay Down Your Weary Tune | Subterranean Homesick Blues | I Don’t Believe You (She Acts Like We Never Have Met) | Visions of Johanna | Every Grain of Sand | Quinn the Eskimo (The Mighty Quinn) | Mr. Tam­bou­rine Man | Dear Landlord | It Ain’t Me, Babe | You Angel You | Million Dollar Bash | To Ramona | You’re a Big Girl Now | Abandoned Love | Tangled Up in Blue | It’s All Over Now, Baby Blue | Can You Please Crawl Out Your Window? | Posi­tively 4th Street | Isis | Jet Pilot | Caribbean Wind | Up to Me | Baby, I’m in the Mood for You | I Wanna Be Your Lover | I Want You | Heart of Mine | On a Night Like This | Just Like a Woman | Romance in Durango | Senor (Tales of Yankee Power) | Gotta Serve Somebody | I Believe in You | Time Passes Slowly | I Shall Be Released | Knockin’ on Heaven’s Door | All Along the Watchtower | Solid Rock | Forever Young

 

Knocked Out Loaded (ágúst 1985)

You Wanna Ramble | They Killed Him | Driftin’ Too Far from Shore | Precious Memories | Maybe Someday | Brownsville Girl | Got My Mind Made Up | Under Your Spell

 


 

Down in the Groove (maí 1988)

Let’s Stick Together | When Did You Leave Heaven? | Sally Sue Brown | Death is Not the End | Had a Dream About You, Baby | Ugliest Girl in the World | Silvio | Ninety Miles an Hour (Down a Dead End Street) | Shenandoah | Rank Strangers to Me

 

Dylan & the Dead (febrúar 1989)

Slow Train | I Want You | Gotta Serve Somebody | Queen Jane Approximately | Joey | All Along the Watchtower | Knockin’ on Heaven’s Door

 

Oh Mercy (september 1989)

Political World | Where Teardrops Fall | Everything is Broken | Ring Them Bells | Man in the Long Black Coat | Most of the Time | What Good Am I? | Disease of Conceit | What Was It You Wanted? | Shooting Star

 

Under the Red Sky (september 1990)

Wiggle Wiggle | Under the Red Sky | Unbelievable | Born in Time | T.V. Talkin’ Song | 10,000 Men | 2 x 2 | God Knows | Handy Dandy | Cat’s in the Well

 


 

The Bootleg Series Volumes 1-3 (mars 1991)

Hard Times in New York Town | He Was a Friend of Mine | Man on the Street | No More Auction Block | House Car­penter | Talking Bear Mountain Picnic Massacre Blues | Let Me Die in My Footsteps | Rambling, Gambling Willie | Talkin Hava Negeilah Blues | Quit Your Low Down Ways | Worried Blues | Kingsport Town | Walkin’ Down the Line | Walls of Red Wing | Paths of Victory | Talkin’ John Birch Paranoid Blues | Who Killed Davey Moore? | Only a Hobo | Moon­shiner | When the Ship Comes In | The Times They Are A-Changin’ | Last Thoughts on Woody Guthrie | Seven Curses | Eternal Circle | Suze (The Cough Song) | Mama, You Been on My Mind | Farewell Angelina | Subterranean Homesick Blues | If You Gotta Go, Go Now | Sitting on a Barbed-Wire Fence | Like a Rolling Stone | It Takes a Lot to Laugh, It Takes a Train to Cry | I’ll Keep It with Mine | She’s Your Lover Now | I Shall Be Released | Santa Fe | If Not for You | Wallflower | Nobody ‘Cept You | Tangled Up in Blue | Call Letter Blues | Idiot Wind | If You See Her, Say Hello | Golden Loom | Catfish | Seven Days | Ye Shall Be Changed | Every Grain of Sand | You Changed My Life | Need a Woman | Angelina | Some­one’s Got a Hold of My Heart | Tell Me | Lord Protect My Child | Foot of Pride | Blind Willie McTell | When the Night Comes Falling from the Sky | Series of Dreams

 

Good as I Been to You (október 1992)

Frankie & Albert | Jim Jones | Blackjack Davey | Canadee-i-o | Sittin’ on Top of the World | Little Maggie | Hard Times | Step It Up And Go | Tomorrow Night | Arthur McBride | You’re Gonna Quit Me | Diamond Joe | Froggie Went a Courtin’

 


 

The 30th Anniversary Concert Celebration (1992)

Like a Rolling Stone | Leopard-Skin Pill-Box Hat | Introduction by Kris Kristofferson | Blowin’ in the Wind | Foot of Pride | Masters of War | The Times They Are A-Changin’ | It Ain’t Me, Babe | What Was It You Wanted? | I’ll Be Your Baby To­night | Highway 61 Revisited | Seven Days | Just Like a Woman | When the Ship Comes In | You Ain’t Goin’ Nowhere | Just Like Tom Thumb’s Blues | All Along the Watchtower | I Shall Be Released | Don’t Think Twice, It’s All Right | Emo­tionally Yours | When I Paint My Masterpiece | Absolutely Sweet Marie | License to Kill | Rainy Day Women #12 & 35 | Mr. Tambourine Man | It’s Alright, Ma (I’m Only Bleeding) | My Back Pages | Knockin’ on Heaven’s Door | Girl of the North Country

 

World Gone Wrong (október 1993)

World Gone Wrong | Love Henry | Ragged & Dirty | Blood in My Eyes | Broke Down Engine | Delia | Stack A Lee | Two Soldiers | Jack-A-Roe | Lone Pilgrim

 

Bob Dylan’s Greatest Hits, Vol. 3 (1994)

Tangled Up in Blue | Changing of the Guards | The Groom’s Still Waiting at the Altar | Hurricane | Forever Young | Joker­man | Dignity | Silvio | Ring Them Bells | Gotta Serve Some­body | Series of Dreams | Brownsville Girl | Under the Red Sky | Knockin’ on Heaven’s Door

 

MTV Unplugged (apríl 1995)

Tombstone Blues | Shooting Star | All Along the Watchtower | The Times They Are A-Changin’ | John Brown | Rainy Day Women #12 & 35 | Desolation Row | Dignity | Knockin’ on Heaven’s Door | Like a Rolling Stone | With God on Our Side

 

Time Out Of Mind (september 1997)

Love Sick | Dirt Road Blues | Standing In The Doorway | Million Miles | Tryin’ To Get To Heaven | Til I Fell In Love With You | Not Dark Yet | Cold Irons Bound | Make You Feel My Love | Can’t Wait | Highlands

 

 

 

„Það þarf ekki veðurfræðing til að segja okkur hvaðan vindurinn blæs.“ Æviágrip Bobs Dylan

 

Bob Dylan er af rússneskum Gyðingaættum og hans rétta nafn er Robert Allen Zimmerman. Hann fæddist 24. maí 1941 í bænum Duluth í Minnesota í Bandaríkjunum. Faðir hans vann hjá Standard Oil Company (Esso) og fjölskyldan var frekar efnalítil. Þriggja ára gamall söng Bob inn á diktafón á skrif­stofu föður síns en sú upptaka hefur ekki verið gerð opinber. Raunar var hann strax í æsku vinsæll á skrifstofu föður síns þar sem hann elskaði að syngja fyrir vinnufélaga hans. Í afmælum og á hátíðum krafðist hann oft athygli og heimtaði að fá að syngja fyrir alla sem heyrt gátu. Þegar Bob var 6 ára fluttist fjölskyldan til smáborgarinnar Hibbing í sama fylki. Þar átti Bob venjulega æsku í faðmi fjölskyldunnar. Um 10 ára gamall orti hann sín fyrstu ljóð og lærði á píanó. Við gyðing­lega fullorðinsvígslu sína 13 ára gamall kom hann fram fyrir 400 gesti fjölskyldunnar og söng. Hann elskaði strax á þessum árum að koma fram og draga að sér athygli og vekja aðdáun. 14 ára uppgötvaði hann gítarinn og náði tökum á honum með harla brotakenndu sjálfsnámi.

Tónlistaráhuginn snerist fljótt í átt til rokkstjarnanna sem þá skinu skærast, Elvis Presley, Jerry Lee Lewis og Little Richard svo að einhverjir séu nefndir. Í árbók menntaskólans skrifaði hann til dæmis árið 1959 að hann vildi „gerast liðs­maður í hljómsveit Little Richards“. Hann stofnaði sínar eigin unglingahljómsveitir á þessum árum, til dæmis Golden Chords (þar lék hann á ryþmagítar) 14 ára og Elston Gunn and his Rock Boppers. Vorið 1958 tók hann átt í hæfileikakeppni í menntaskólanum með hljómsveit sinni og vakti geysimikla athygli fyrir það hve hann lék hátt og af miklum krafti. Skóla­stjórinn kom meira að segja og lækkaði í magnaranum, svo ærandi var hávaðinn. Til munu vera segulbandsupptökur af unglingahljómsveitunum en þær hafa ekki verið leiknar opin­berlega. Hins vegar muna margir að þessar hljómsveitir virtust leitast við að ganga fram af áheyrendum sínum og oftar en ekki vöktu þær andúð og harða dóma, einkum þeirra sem eldri voru.

Hann var farinn að semja sín eigin lög en flestum gleymdi hann strax og hann var búinn að leika þau 10-20 sinnum, þau voru búin að gegna sínu hlutverki - þróa hann sjálfan áfram í tónlistinni og veita tilfinningum hans útrás. Ein fyrsta ástin hans var Echo Helstrom. Hún sagði eftirfarandi sögu um hvern­ig þau leystu deilur sínar, sögu sem sýnir hvernig tón­listin var Bob Dylan í rauninni allt, eina tjáningin sem hann hafði full tök á. Þau höfðu rifist heiftarlega frammi fyrir for­eldrum hennar og töluðust ekki við í nokkra daga. En svo var barið að dyrum.

 

Ég opnaði dyrnar og þarna stóð Bob, klæddur einu af þessum fjárhættuspilaravestum sem hann var alltaf í, lamdi gítarinn og söng: „Do you want to dance and hold my hand?“ - lag með Bobby Freeman sem þá var vinsæll. Þarna stóð hann í gættinni og söng allt lagið, síðan ýtti hann mér á undan sér inn í setustofu og söng lagið aftur fyrir foreldra mína. Og hann gat ekki hætt, hann æddi um allt húsið og söng þetta sama lag þangað til við vorum öll farin að skellihlæja og vorum búin að gleyma öllu sem við höfðum rifist um.

 

Bob úskrifaðist úr framhaldsskóla vorið 1959. Um sumar­ið lék hann nokkrum sinnum á píanó með hljómsveit Bobby Vee sem þá var að hefja frægðarferil sinn. Bobby lét hann þó róa, því að Bob átti ekki píanó og Bobby Vee hafði ekki efni á að kaupa slíkan grip fyrir hljómsveitina.

Sama haust hélt Bob Dylan til stórborgarinnar Minnea­polis og innritaðist í háskólann þar. Þar var hann aðeins í eitt ár, því að tónlistin tók hug hans allan. Í Minneapolis kynntist hann ekki aðeins rokkinu betur, heldur sökkti hann sér í rætur þess, sveitasöngva og eldra rokk. Hann hreifst meðal annars af listamönnum á borð við Hank Williams og Woody Guthrie. Hann fór að koma fram einn á næturklúbbum, þar sem hann lék á gítar og munnhörpu og söng.

Strax á þessum tíma fór hann að þróa með sér hina frægu nefkveðnu söngrödd sína sem síðan átti eftir að verða aðalsmerki hans, ásamt Okie-mállýskunni sem hann tók upp. Hann tók upp nafnið Bob Dylan, hugsanlega til heiðurs velska ljóðskáldinu Dylan Thomas, þótt hann neiti öllum hugleið­ing­um um það. Raunar er önnur kenning sú að hann hafi fyrst tekið það upp eftir lögregluforingjanum Matt Dillon úr Gun­smoke-þáttunum en breytt rithættinum síðar, bæði af því honum fannst nafnið líta betur út þannig og líka af því að honum fannst ekki verra að tengjast velsku ljóðskáldi í hugum einhverra.

Þetta ár var mikið þroska- og þróunarár í lífi og list Bob Dylans en einnig ár margháttaðra tilrauna. Lögin sem hann söng voru af ýmsu tagi, sveitasöngvar, blues, rokk, dægur­flug­ur, negrasálmar, hillbillies og í rauninni allt sem vakti honum hrifningu. Til eru tvær segulbandsupptökur með honum frá þessum tíma, önnur afar illa hljóðsett en hin skárri, sennilega tekin upp heima hjá einhverjum vini hans. Þar má finna vísi að því sem koma skyldi, grófa söng- og tóntækni og mjög sér­stakan tónlistarmetnað, byggðan á textainnlifun frekar en fögr­um söng, tilfinningarunginni rödd frekar en hreinum tón­um.

 

Í faðm vísnasöngvara

Síðla árs 1960 hélt Bob Dylan áleiðis til New York með við­komu í Chicago og Madison í Wisconsin. Hann setti sér tvennt: að hitta Woody Guthrie sem lá á banabeði af sjaldgæfum tauga­sjúkdómi, Huntingtonsveiki, - og að vinna sér sess í tón­listarklúbbi vísnasöngvara í Greenwich Village. Hvort tveggja tókst. Á sjúkrahúsinu söng hann fyrir Woody söngva hans sjálfs fyrir hann einan og í Greenwich Village fór hann mjög fljótlega að koma fram í klúbbum og kaffihúsum. Hann um­gekkst enga aðra en reynda tónlistarmenn en eitt af því sem hann kom þeim á óvart með, var hæfileiki hans til að læra heil lög með því að heyra þau aðeins einu sinni. Um þetta leyti fór hann einnig að semja og flytja sín eigin lög, þar á meðal lagið til heiðurs átrúnaðargoði sínu, „Song to Woody“.

Í júní 1961 lék Bob Dylan á munnhörpu við upptökur Harry Belafontes á hljómplötunni „Midnight Special“ og var að í fyrsta sinn sem hann vann við plötugerð sem atvinnu­hljóm­­listarmaður.

Haustið 1961 fóru sögurnar af þessum knáa söngvara að breiðast út meðal aðdáenda vísnasöngs en það sem gerði hann frægan var þó fyrst og fremst listdómur Roberts Sheldon í New York Times sem sá hann koma fram í Gerde´s Folk City og átti varla orð til að lýsa snilli hans. Mánuði síðar hafði hann undirritað plötusamning við John Hammond (sem aldrei hafði heyrt hann syngja, hafði aðeins séð hann á sviði leika á munn­hörpu!) hjá Columbia Records og á tveimur dögum í nóv­ember tók hann upp sína fyrstu hljómplötu. Hún kom svo út snemma árs 1962 og hét einfaldlega Bob Dylan. Á henni voru aðallega hefðbundin vísnalög og blúslög eftir aðra lagahöf­unda, en þó voru þar tvö lög eftir hann sjálfan. Annað þeirra var hið fræga „See That My Grave Is Kept Clean“ (Hreinsaðu leiðið mitt), hitt heitir „Talking New York“. Bob Dylan er eini söngvarinn og eini hljóðfæraleikarinn á plötunni, leikur bæði á gítar og munnhörpu.

Paul Williams tónlistarrýnir og rithöfundur hefur sagt að það sé ekki auðvelt að skilja hvers vegna Bob Dylan varð svo þekktur sem raun bar vitni á svo skömmum tíma. Hann hallast þó að því að að hafi hvorki verið söngur hans, tónlistarflutn­ingur né eigin lög, heldur fyrst og fremst sviðsframkoman. Hann tamdi sér mjög sérstaka framkomu, staulaðist um sviðið í hálfgerðum Chaplin-stíl, sagði brandara á milli laga, var gróf­gerður og eilítið aulalegur, sjálfsöruggur og afslappaður, kump­­án­legur, tók sjálfan sig ekki alvarlega, var alþýðlegur og um leið dularfullur og mjög persónulegur og sérstakur. Á ein­um útvarpstónleikunum voru til dæmis langar þagnir á milli laga á meðan Bob Dylan var að reyna að laga hálsbandið á munn­hörpunni sinni með vasahníf sem hann fékk lánaðan í salnum. Fólkið í salnum veinar af hlátri. Dylan lítur upp úr bjástri sínu og muldrar á sinn eina, sanna hátt: „Heyriði mig, ég er enginn grínleikari.“

Og kynnirinn talar í útvarpið: „Ég vildi að þetta væri sjón­varp!“ Þessi áhorfendahópur var frekar stífur og fjarlægur í upphafi en hvernig ætli hann hafi verið í lokin? Skyldi hálsólin hafa bilað af tilviljun?

 

Slegið í gegn

Fyrsta platan var efnileg, en sú næsta var algjört meistara­verk. „The Freewheelin´ Bob Dylan“ hét hún og kom út árið 1963. Á henni voru meðal annars tveir af frægustu vísna­söngv­um 7. áratugarins, „Blowin’ in the Wind“ og „A Hard Rain’s A-Gonna Fall“. Hið síðara vísar til óttans við kjarn­orkuna sem á þessum tíma Kúbudeilunnar átti hug margra um allan heim, meðal annars Bobs Dylan. Þarna voru einnig ball­öðurnar óviðjafnanlegu, „Girl From the North Country“ og „Don’t Think Twice, It’s All Right“. Bob Dylan var búinn að skipa sér í fremstu röð bandarískra dægurlagasögvara, hann var ekki lengur nemandi, heldur orðinn einn af þeim stærstu. Eftir þessa plötu tóku við margir tónleikar og ferðalög, blaða­viðtöl og umfjöllun í fjölmiðlum en opinber flutningur hafði legið nokkuð í láginni misserin á undan. Á þessu sama ári gerði sönghópurinn Peter, Paul og Mary einnig lag hans „Blowin’ in the Wind“ frægt og komst í 2. sæti bandaríska vin­sældalistans með það.

Einir frægustu tónleikarnir sem Bob Dylan tók þátt í og sennilega þeir þýðingarmestu fyrir hann voru Newport Vísna­há­tíðin 1963. Bob Dylan söng einn fyrsta kvöldið en allt í einu var hann orðinn aðalmaður hátíðarinnar. Aðrir söngvarar sungu lög hans - frægir listamenn eins og Joan Baez, Peter, Paul og Mary, Pete Seeger, Bikel og The Freedom Singers. Hann var kallaður upp af mannfjöldanum til að syngja með þeim og í lokin tókust þau öll í hendur á sviðinu - með Bob Dylan sem miðpunkt alls - og sungu „We Shall Overcome“

Á Newport hátíðinni voru þau Bob og Suze Rotolo enn saman en samband þeirra hafði staðið í mörg ár. En þau skildu ekki löngu síðar. Skömmu eftir skilnaðinn við Suze hófst ástar­sam­band hans og hinnar dáðu sönggyðju Joan Baez sem hann hitti fyrst á Newport-hátíðinni. Samband þeirra gagnaðist þeim báðum á tónlistarsviðinu, meðal annars söng hún mörg af lögum Bobs og hann kom fram á tónleikum hennar.

Næsta plata Bobs Dylan hét „The Times They Are A-Chan­gin’“. Þar voru lög af ýmsu tagi, mótmælasöngvarnir „The Lonesome Death of Hattie Carroll“ og tittillagið, ástar­söngurinn „Boots of Spanish Leather“ og loks lag sem almennt er litið á sem kveðjusöng til vísnahefðarinnar sem hann hafði sjálfur endurlífgað svo eftirminnilega, „Restless Farewell“.

Í október 1963 hélt Bob Dylan tónleika í Carnegie Hall sem teknir voru upp og til stóð að gefa út á plötu sem meira að segja var búin að fá sitt nafn, Bob Dylan in Concert. En platan kom aldrei út. Bob Dylan hafði þegar sagt skilið við þá tónlist sem hann flutti þarna og hafði engan áhuga á henni lengur.

Enn sterkara uppgjör við vísnahefðina er lokalagið á næstu plötu. Sú plata hét „Another Side of Bob Dylan“ og lokalag þess er „It Ain’t Me Babe“. Þetta var innhverfasta plata hans til þessa og óbundnust baráttu eða viðfangsefnum dagsins. Beinskeyttasti söngurinn á henni var þó „Ballad in Plain D“, eins konar einhliða og grimmdarlegt uppgjör hans við Suze Rotolo. Tuttugu árum síðar sagðist Bob Dylan sjá eftir þessu eina lagi, að hefði aldrei átt að birtast á plötu. Ef til vill var ekkert undarlegt við það að hér yrðu gerð mistök. Platan var tekin upp á einu kvöldi í hljóðveri með upptökumanni, nokkrum vínflöskum og litlum hópi góðra vina sem biðu.

 

Sungið með hljómsveitum

Á sama tíma iðaði Bob Dylan í skinninu að þróast í auknum mæli í átt til hljómsveitartónlistar, líkt og margir aðrir vísna­söngvarar. Snemma árs árið 1965 tók hann upp plötuna „Bringing It All Back Home“ með samblandi raftónlistar og hljómsveitartónlistar enda var hún tekin upp með aðstoð níu manna hljómsveitar. Á þessari plötu voru grípandi lög eins og „Subterranean Homesick Blues“, „Mr. Tambourine Man“ og „It’s All Over Now, Baby Blue“. Viku eftir útkomu plötunnar kom rafútgáfa lagsins „Mr. Tambourine Man“ út með hljóm­sveitinni Byrds og náði gífurlegum vinsældum. Hugtakið „vísna­rokk“ eða „folk rock“ var orðið til í heimi dægurtón­listarinnar.

Á þessari plötu voru margar setningar sem urðu eins og einkunnarorð eða málshættir ungs fólks í Bandaríkjunum á þessum tíma. Hér eru nokkur dæmi:

 

 • Fylgið ekki foringjum.
 • Sá sem er ekki upptekinn við að fæðast, er upptek­inn við að deyja.
 • Spyrjið mig einskis um ekkert; ég gæti hitt á að segja ykkur sannleikann.
 • Ég ætla ekki framar að vinna á búgarði Maggíar.
 • Ég reyni mitt besta til að vera eins og ég er en allir vilja að við séum eins og þeir.
 • Það þarf ekki veðurfræðing til að segja okkur hvað­an vindurinn blæs.
 • Jafnvel forseti Bandaríkjanna þarf stundum að vera nakinn.
 • Peningar tala ekki, þeir bölva.
 • Á meðan heldur lífið áfram allt í kringum okkur.
 • Ég sagði: „Þú manst að þeir höfnuðu Jesú líka.“ Hann sagði: „Þú ert ekki Hann.
 • Hún er listamaður, hún lítur ekki um öxl.

 

Sambandið við Joan Baez kulnaði fljótt og hann eignaðist nýja vinkonu, Söru Lowndes, og giftist henni 22. nóvember 1965. Í millitíðinni gaf hann út plötuna „Highway 61 Revisited“ með hinu frábæra og vinsæla lagi „Like a Rolling Stone“.

Næsta plata var síðan tvöföld plata, „Blonde on Blonde“ sem tekin var upp í Nashville snemma árs 1966 með hljóm­sveit­inni Hawks. Fræg eru af þeirri plötu hinu ólíku lög „Rainy Day Women #12 & 35“, „Stuck Inside of Mobile With the Memphis Blues Again“ og ballöðurnar „Visions of Johanna“ and „Sad Eyed Lady of the Lowlands“.

 

Endurmat eftir slys

Bob Dylan var aðeins 25 ára gamall þegar hér var komið sögu en velgengnin hafði nærri bugað hann. Tónleikar oft í viku, eilíf ferðalög um allan heim, stanslaus keyrsla. Eiturlyf og ólifn­aður dró úr honum mátt og skaðaði sjálfsálit hans og öryggi. Hann lenti svo í alvarlegu umferðarslysi 29. júlí 1966 og það gaf honum tækifæri til endumats og til að hafa hægt um sig næstu mánuðina með Söru konu sinni, dóttur hennar úr fyrra hjónabandi og Jesse elsta syni eirra. - Þau áttu eftir að eignast tvö börn í viðbót en hið yngra þeirra er Jakob Dylan, nú foringi vinsællar hljómsveitar - The Wallflowers. Bob Dylan hætti eiturlyfjaneyslunni en hélt ó áfram að nota áfengi sem hann hafði lítið snert á á meðan á eiturlyfjatímabilinu stóð. Tón­listin gat nú komið til hans aftur, gleðin og unaðurinn af að semja og flytja tónlist - í stað kapphlaupsins við frægð og frama.

Nokkrum mánuðum eftir slysið kom hljómsveitin Hawks til hans heima í Woodstock og þeir tóku upp ýmis sveitasöngs­kennd lög sem ekki komu þó út fyrr en átta árum síðar á plötunni „The Basement Tapes“. Næsta platan hans varð þess í stað „John Wesley Harding“, best selda platan hans fram að því, kom út 1968. Hann hætti öllu tónleikahaldi, kom örfáum sinnum fram á stærri tónleikum en hélt enga eigin tónleika allt fram til ársins 1974.

Bob Dylan hafði nú á margan hátt gefið sig vinsældatón­listinni á vald, og margir söknuðu þeirrar ljóðrænu snilli sem einkennt hafði fyrri plötur hans. Gagnrýnendur tóku afar illa tveimur næstu plötum hans. Sú fyrri var „Nashville Skyline“, sveitasöngsplata frá 1968 með aað minnsta kosti tveimur lögum sem urðu þó mjög vinsæl, „I Threw It All Away“ og „Lay Lady Lay“. Síðari platan var tvöföld og kom út 1970. Hún hét „Self Portrait“.

Næsta plata kom fjórum mánuðum síðar, „New Mor­ning“, og henni var tekið mun betur, en þó var hún langt frá því besta sem Bob Dylan hafði gert. Vinsældirnar vildu ekki koma aftur. Hann lifði aðeins á fornri frægð. Það kom berlega í ljós á Bangladesh-hljómleikunum 1971 sem George Harrison skipulagði - þar flutti Bob Dylan ekki eitt einasta lag yngra en frá 1966.

Á þessum tíma hafði Bob Dylan einnig skrifað bók. Hann byrjaði á henni árið 1963 og hafð lokið henni tveimur árum síðar. Þetta var eins konar röð prósaljóða og heiti hennar var Tarantula. Hann hætti þó við útgáfuna en eftir að hún var komin í umferð sem sjóræningjaútgáfa ákvað hann að leyfa útgáfuna svo að bókin kom loks út árið 1971. Hún varð aldrei vinsæl og seldist illa.

 

Vinsæll á ný

Um þetta leyti bauð hinn frægi vestraleikstjóri Sam Peckin­pah Bob Dylan að leika í nýrri kvikmynd sinni, Pat Garrett and Billy the Kid, og semja tónlistina í hana. Bob lék arna meðal annars á móti vini sínum Kris Kristofferson. Myndin varð í stuttu máli sagt hálgert klúður, leikur Bob Dylans lítt sannfær­andi og leik­stjórinn rekinn. En platan með tónlist myndarinnar gerði storm­andi lukku og lag Bobs, „Knockin’ on Heaven’s Door“, komst á Topp 20-vinsældalistann og var gífurlega mikið leikið.

Bob Dylan hafði ekki farið í hljómleikaferð um Bandaríkin allt frá vélhjólaslysinu 1966. Sumarið og haustið 1973 fóru hann og The Band (áður The Hawks) að æfa ný lög og undir­búa hljómleikaför. Í nóvember gáfu þeir út plötuna „Planet Waves“, og áður en þrír mánuðir voru liðnir af hljómleikaför­inni sem hófst í janúar 1974 var þessi plata komin í efsta sæti vinsældalistans, sú fyrsta með Bob Dylan sem náði slíkum vin­sældum. Hljómleikaförin varð síðan mikil sigurganga og naut fáheyrðra vinsælda. Á 43 dögum í janúar og febrúar 1974 hélt Bob Dylan og hljómsveitin The Band 40 hljómleika í 21 borg í Bandaríkjunum og Kanada. Áður en ferðinni lauk kom út önnur plata, tvöfalt albúm, „Before the Flood“, og hún varð næstum eins vinsæl og hin fyrri.

Dæmigerðir tónleikar þessarar ferðar litu þannig út:

 

 1. Bob og Band: „Most Likely You Go Your Way“, „Lay Lady Lay“, „Just               Like Tom Thumb´s Blues“, „Rainy Day Women“, „It Ain´t Me Babe“, „Ballad of a Thin Man“.
 2. Sex lög með The Band einni.
 3. Bob og Band: „All Along the Watchtower“, „Ballad of Hollis Brown“, „Knocking on Heaven´s Door“.
 4. Bob einn eftir 15 mínútna hlé: „The Times They Are A-Changin´“, „Don´t Think Twice, It´s All Right“, „Gates of Eden“, „Just Like a Woman“, „It´s Alright, Ma“.
 5. Fjögur lög með The Band einni.
 6. Bob og Band: „Forever Young“, „Something There Is About You“ eða „Highway 61 Revisited“, „Like a Rolling Stone“ og lokalögin „Most Likely You Go Your Way“ og stundum „Blowin´in the Wind“.

 

Aftur á toppinn

Hljómleikaförin 1974 virtist endurvekja sköpunarkraft og anda­gift Bobs Dylan. En einkalíf hans var í rúst. Sara fór frá honum og Bob fylltist angist og kvöl. Innblásinn af þessum djúpu tilfinningum gaf hann út plötuna „Blood on the Tracks“ sem sýndi ekki aðeins að sú snilli sem Bob hafði sýnt á sjö­unda áratugnum væri enn fyrir hendi heldur náði hann nýjum hæðum sem hann hafði aldrei afrekað fyrr. Frægustu lögin á þessari plötu voru lögin „Tangled Up in Blue“, „Idiot Wind“ og „Shelter From the Storm“. Þessi plata varð önnur plata Bob Dylans til að ná efsta sæti vinsældalistans.

Síðar þetta sama ár, 1974, kom út platan „The Basement Tapes“ sem hafði verið tekin upp átta árum áður og hlaut miklar vinsældir. Ný hljómleikaferð hófst um sumarið eftir nokkurra mánaða listmálaranám Bobs hjá gömlum málara, Nor­man Raeben. Nýja ferðin var kölluð „Rolling Thunder Revue“ en í henni tóku þátt ýmsir aðrir þekktir listamenn eins og Joan Baez, Roger McGuinn, T-Bone Burnett, Sam Shepard og fiðluleikarinn Scarlet Rivera en hún var um þessar mundir í miklu uppáhaldi hjá honum. Þegar ferðin var hálfnuð gaf Bob Dylan út sína þriðju plötu sem náði 1. sæti vinsældalistans, plötuna „Desire“ þar sem Eric Clapton lék undir meðal ann­arra. Meðal laga á henni voru fræg lög eins og „Hurri­cane“, „Black Diamond Bay“ og „Sara“, harmrungið ástarljóð til kon­unnar sem hafði yfirgefið hann. Söngurinn bræddi þó ekki hjarta hennar og þau skildu endanlega árið eftir, 1975. Vorið 1975 flakkaði Bob Dylan rótlaus og örvæntingarfullur um Suður-Frakkland með vini sínum, franska málaranum David Oppenheim, og lifði hátt, óð í kvenfólki, áfengi og góðum mat.

Eftir skilnaðinn eyddi Bob talsverðum tíma í kvikmyndina „Renaldo & Clara“ sem var meira en 3 klst. löng mynd með mik­illi tónlist, en sló þó engan veginn í gegn. Bob varð von­svikinn, jafnvel bitur og óöruggur. Hann óttaðist líka að endur­taka mistök fortíðarinnar og fór sér því hægt í hljóm­leikahaldi.

 

Kemur á óvart

Næsta plata Bob Dylans, „Street Legal“, lofaði ekki góðu og fékk slæma dóma. Bob Dylan var nú orðinn 37 ára gamall og virtist búinn að vera. En hann átti eftir að koma á óvart. Hann gaf nú út trúarlega plötu, „Slow Train Coming“ sem sló í gegn þrátt fyrir frekar lélega dóma. Hún náði 3. sætinu á vinsælda­listanum, lag af henni varð geysivinsælt - „Gotta Serve Some­body“ - og Bob Dylan fékk sín fyrstu Grammy-verðlaun fyrir hana.

Hljómleikaferðin sem fylgdi gekk mjög vel, en patan „Saved“ komst ekki á Topp 20. Næsta plata gaf þó ákveðin fyrir­heit. Hún hét „Shot of Love“. Ballaðan „Every Grain of Sand“ bar nýjan heimspekilegan boðskap en þarna voru líka sviplítil lög sem hefðu passað vel á gömlu plötuna „Highway 61 Revisited“.

Nú tók við löng ögn í lífi Bobs. Hann fór hvorki í hljóm­leikaferðir né söng inn á plötu í 3 ár. Hvað hann gerði allan þennan tíma er á huldu en vafalaust hefur hann hugsað mikið og þurft að gera margt upp við sig. Ef til vill var hann hættur. En eins og svo oft áður var það ekki hann sjálfur sem réði heldur tónlistin.

Platan „Infidels“ sem kom út 1983, unnin í samstarfi við Mark Knopfler úr Dire Strait, var afar vönduð hvað varðar allan flutning. Þar voru einnig afbragðs góð lög eins og „Joker­man“ og „Don’t Fall Apart on Me Tonight“. Næsta plata, „Em­pire Burlesque“, var næstum eins góð með soul-laginu „Tight Connection to My Heart“ og ballöðunni „Dark Eyes“.

Enn voru þó engar hljómleikaferðir á dagskrá, aðeins þátt­taka í stærri hljómleikum með öðrum listamönnum, mynd­­bandsupptökur og fleira þess háttar. Árið 1985 kom hann til dæmis fram á Live Aid-tónleikum með Keith Richards og Ron Wood. Sama ár kom hann einnig fram á Farm-Aid tónleikunum þar sem hann sló í gegn og fann aftur sjálfan sig sem flytjanda. Eftir það varð ekki aftur snúið.

 

Ferðin endalausa

Frá árinu 1985 má segja að Bob Dylan hafi verið á samfelldri hljómleikaferð, fyrst með öðrum frægum stjörnuhljóm­sveit­um eins og Tom Petty and the Heartbreakers og Grateful Dead en eftir 1988 með lítilli rokkhljómsveit. Þessi stanslausu ferðalög hafa verið nefndar Ferðin endalausa, og hafa vakið mikla hrifningu tryggra aðdáenda. Bob Dylan segir raunar að Ferðinni endalausu hafi lokið 1991 og nefnir ferðirnar eftir það hinum ýmsu nöfnum. Ein hét til dæmis Af hverju horfirðu svona undarlega á mig-ferðin.

Plötur áranna milli 1985 og 1997 hafa ekki verið sannfær­andi ef undan er skilin platan „Oh Mercy“ með laginu „Series of Dreams“. Annað gott lag kom á plötunni „Knocked Out Loaded“ árið 1987, 12 mínútna þjóðvegaballaða - „Brown­sville Girl“. Tvær næstu plötur hétu „Good As I Been to You“ og „World Gone Wrong“ en á þeim voru mestmegnis gamlar soul- og blues-lummur, ágætlega unnar en ekki frumlegar. En hann var einnig að sinna öðru. Árið 1987 lék hann í kvik­myndinni „Hearts of Fire“ og fór í hljómleikaferð með Greatful Deads. Árið 1988 átti hann samstarf við Tom Petty, Georg Harrison og Roy Orbison í Traveling Wilburys. Árið 1992 var hann á mikilli hátíð í Madison Square Garden og ári síðar í Manhattan Supper Club. Árið 1994 var hann á Woodstock með Metallica og Nine Inch Nails.

Árið 1997 gaf Bob Dylan síðan út plötuna „Time Out of Mind“ sem hlaut mjög góðar viðtökur gagnrýnenda og var fyrsta gullplatan hans á þessum áratug. Lokalagið á henni er nærri 17 mínútna langt, „Highlands“.

Sennilega verður ársins 1997 þó enn frekar minnst fyrir þá sök að Bob Dylan veiktist lífshættulega í hjartavef í maí­mánuði. Hann komst þó yfir það og var strax í ágúst á sama ári aftur kominn af stað í Ferðina endalausu. Í september á því ári gekk hann á fund Jóhannesar Páls II. páfa í Róm og söng fyrir hann nokkur lög og í desember sama ár fékk hann æðstu við­ur­­kenningu Bandaríkjanna fyrir listræna snilld en sú viður­kenn­ing var afhent í Kennedy Center að forseta Bandaríkjanna sjálfum viðstöddum.

Síðustu þrjú árin hefur Bob Dylan verið á stöðugu hljóm­leika­ferðalagi, jafnt í Bandaríkjunum sem utan þeirra. Hann hefur heimsótt flest Evrópulönd, farið víða um Asíu og Afríku, Suður-Ameríku og Ástralíu. Alls staðar mæta honum full hús aðdáenda á öllum aldri, jafnt gamlir hippar (í lífsstíl eða aldri) sem unglingar, karlar sem konur.

 

Bob Dylan á Íslandi

Til Íslands hefur Bob Dylan aðeins komið einu sinni, svo vitað sé. Það var í júní árið 1990 en þá var hann lokagestur og raun­ar einn stærsti gestur Listahátíðar og sá sem beðið var með hvað mestri eftirvæntingu. Þeir voru jafnvel til sem alls ekki trúðu því að hann kæmi fyrr en tónleikarnir voru afstaðnir.

Undirbúningur tónleikanna gekk vel og samningar við lista­­manninn náðust greiðlega. Hann og föruneyti hans voru beðnir að senda aðstandendum hátíðarinnar lista yfir þann aðbúnað sem þeir færu fram á í mat, drykk og þjónustu. Í svari þeirra kenndi margra grasa. Maturinn sem þeir vildu helst borða var hamborgarar, pylsur, kjúklingabringur, reyktur sterkkryddaður nautabógur, léttsaltað kjöt, grilluð skinka og ostar. Einnig báðu þeir um vínberjahlaup, ávexti, grænmeti, osta, fitulausa jógúrt frá Dannon, ferskar sítrónur, pastasósu án mæjoness, Helstu drykkir voru svaladrykkir með ísmolum, te, búrbon frá Kentucky, Budweiser-bjór, hvítvín og rauðvín frá Kaliforníu.

Miðasala á tónleika Bobs Dylan í Laugardalshöll hófst kl. 16 miðvikudaginn 20. júní, en tónleikarnir voru ráðgerðir mið­viku­daginn 27. júní. Strax kl. 9 um morguninn var farin að mynd­ast biðröð og þegar miðasölu lauk þann dag voru 2.000 miðar seldir.

Bob Dylan hafði áætlað að koma til landsins þriðjudags­morguninn 26. júní. En hann tafðist í um 12 klukkustundir vegna bilunar í flugvél Flugleiða í New York. Nokkur hræðsla greip um sig á Íslandi þegar þetta fréttist, því að Dylan hefur oft áður aflýst tónleikum þegar slíkt hefur komið upp á. En ekki að þessu sinni. Tíminn til að setja upp allan búnað og undirbúa sýninguna varð þó aðeins um sólarhringur. Þrátt fyrir það gaf hann sér góðan tíma innan hliðs í flugstöðinni, gaf eiginhandaráritanir og spjallaði við tollverði, á meðan hörð­ustu aðdáendur og fjölmiðlafólk beið frammi. Þegar hann síðan kom út, skýldu lífverðir hans honum fyrir ljósmyndurum og blaðamenn fengu engin viðtöl.

Miðvikudagskvöldið 27. júní 1990 rann stóra stundin svo upp. Tónleikarnir hófust með upphitun Bubba Morthens en hann söng nokkur lög við eigin gítarundirleik. Klukkan stund­vís­lega 22 mætti Bob Dylan svo á sviðið með hljómsveit sinni og hóf tónleikana með „Subterranean Homesick Blues“ frá 1965 og síðan „Ballad of a Thin Man“. Viðtökur áheyrenda voru nokkuð dræmar til að byrja með enda biðu menn enn eftir aðalsmellunum. „Memphis Blues Again“ og „Just Like a Woman“ hleyptu fjöri í mannskapinn og ekki minnkaði ánægj­an þegar hann söng „Masters of War“ og „You Gotta Serve Somebody“. Þessi hluti tónleikanna var rafmagnaður.

Næst tók við kafli með órafmögnuðum hljóðfærum, kassa­­gítar og kontrabassa. Dylan söng af miklum krafti og innlifun þegar hér var komið á tónleikunum. Lög eins og „It´s Allright, Ma“, „It´s All Over Now, Baby Blue“, „Girl of the North Country“, „A Hard Rain´s A-Gonna Fall“ og „Don´t Think Twice“.

Að síðustu var svo aftur skipt yfir í rafmagnshljóðfærin. Tón­leikagestir nærri ærðust þegar flutt voru lög eins og „Every­­thing is Broken“, „Living in a Political World“, „All Along the Watchtower“, „Shooting Star“, „I Shall be Released“ og loka­lagið „Like a Rolling Stone“.

En gestir vildu ekki sleppa Bob Dylan við svo búið. Og þótt að sé ekki venja Bob Dylans að láta klappa sig upp og aldrei oftar en einu sinni gerði hann það í þetta sinn. Fyrst flutti hann órafmagnað lagið „Blowin´ in the Wind“ og síðan með miklum og rafmögnuðum krafti lagið „Highway 61 Re­visit­ed“.

Bob Dylan var mjög ánægður eftir þessa tónleika og fannst íslensku tónleikagestirnir góðir og lifandi. Og ánægjan var gagnkvæm. Þeir sem voru á þessum tónleikum líta á þá sem eina bestu og skemmtilegustu upplifun ævi sinnar.

 

Áhrif Bob Dylan

Það verður aldrei of mikið gert úr hlutverki Bobs Dylans í sögu rokksins. Bruce Springsteen sagði þegar hann kynnti hann til viðurkenningarinnar í Hall of Fame í Kennedy Center:

 

„Bob frelsaði huga okkar, rétt eins og Elvis frelsaði líkama okkar. Hann sýndi okkur að þótt tónlistin sé nátengd lík­am­anum, þurfi hún ekki að vera andvitsmunaleg. Hann hafði sýn og snilligáfu til að semja dægurlag með allan heiminn að innihaldi. Hann fann upp nýjan söngstíl fyrir dægurlagasöngvara, ruddi burt hindrunum í vegi þess hverju sönglistamaður gæti áorkað. Hann breytti ásýnd rokksins að eilífu.“

 

Árni Matthíasson tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins og sér­fræðingur í gömlu goðunum komst svo að orði um Bob Dylan í Morgunblaðinu 29. júní 1990:

 

Bob Dylan hefur orðið vinsæll á öðrum forsendum en flestar þær poppstjörnur sem hingað hafa komið síð­ustu ár, fólk metur hann ekki eftir grípandi lögum, heldur innihaldi laganna (oft ímynduðu ef marka má orð Dylans í viðtölum) og hann verður því nánari en einhver poppari sem er ekkert nema smellnar lag­línur.

 

En - eins og Bob Dylan sagði sjálfur:

 

Þó ykkur líki vel við verkin mín er ekki þar með sagt að ég skuldi ykkur neitt.

 

Skógum undir Eyjafjöllum í október 2000

                                                                              

Guðmundur Sæmundsson